Rúnar Alex væri til í að fá skýrari svör um hvort hann er númer tvö eða þrjú Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 12. júní 2018 11:30 Rúnar Alex Rúnarsson veit ekki hvort hann er varamarkvörður eða varavaramarkvörður. vísri/vilhelm Rúnar Alex Rúnarsson, einn af þremur markvörðum í íslenska landsliðshópnum á HM 2018, væri til í að fá skýrari svör frá þjálfarateyminu um stöðu sína og Frederik Schrams í goggunarröðinni á eftir Hannesi Þór Halldórssyni. Rúnar var hinn léttasti þegar að hann spjallaði við fjölmiðla fyrir æfingu liðsins í dag en nú var komið að leikmönnum með númerin 9-15. Þannig er þetta sett upp fyrstu dagana. „Þetta er búið að vera alveg geggjað. Það var tekið rosalega vel á móti okkur og veðrið er alveg frábært. Það er kannski aðeins of heitt en þá er betra að hafa það aðeins of heitt en of kalt,“ segir Rúnar Alex.Hannes fór aðeins yfir málin með markvörðunum og nú er lífið betra.vísri/vilhelmHannes Þór Halldórsson sagði í gær frá fundi sem hann hélt með markvarðateyminu aðeins til að létta á hlutunum en hann var ekki búinn að vera nógu sáttur við æfingarnar undanfarið. Talaði hann um að menn væru þungir og þrúgaðir. „Ég upplifði þetta ekki sem þyngsli eða neitt svoleiðis. Það er búið að dramatísera þetta smá. Ég get samt alveg viðurkennt að við vorum voðalega rólegir og ekki að öskra hvorn annan áfram. Það var líka lítið spjall í gangi,“ segir Rúnar. „Stemningin myndast svolítið í kringum hvernig reynslumestu mennirnir haga sér sem í þessu tilviki eru Gummi [Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari Íslands] og Hannes. Við [Frederik] reynum bara svolítið að herma eftir því sem að þeir gera vegna þess að við erum ungir og erum að kynnast því hvernig þetta virkar.“ „Kannski var meiri stemning áður en þetta var eitthvað sem að Hannesi fannst við þurfa að laga og við gerðum það. Ég get alveg sagt það núna að það er miklu skemmtilegra á æfingum núna þegar að menn eru að öskra hvorn annan áfram. Það voru engin þyngsli eða stress fannst mér,“ segir Rúnar.Rúnar Alex aðstoðar hér Frederik Schram á markvarðaæfingu í gær.vísir/vilhelmMargir hafa talið Rúnar vera orðinn klár annar kostur á eftir Hannesi í markið en svo, allt í einu, byrjaði Frederik Schram næst síðasta leikinn fyrir HM sem tapaðist á móti Noregi. Hannes stóð svo vaktina í generalprufunni á móti Gan.a Í raun veit enginn hvað Heimir og Guðmundur eru að hugsa með fyrsta varamann fyrir Hannes og þeir halda spilunum þétt að sér. Svo þétt að Rúnar sjálfur veit ekkert hvar hann stendur. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég sé númer tvö eða þrjú. Ég væri alveg til í að fá skýrari svör. Þetta er erfið spurning og í raun skiptir kannski ekki öllu hver er númer tvö eða þrjú. Það sem skiptir máli er hver er að fara að spila en sama hvar ég er í röðinni undirbý ég mig eins fyrir hvern einasta leik. Það væri bara fínt upp á andlega hlutann að vera með einhver svör,“ segir Rúnar Alex Rúnarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir HM í dag: Tómar fær aldrei nóg af uppáhaldinu hennar Klöru Þriðji þáttur HM í dag kominn í loftið. 12. júní 2018 09:00 Stelast til að horfa á og mynda strákana á æfingum Ekki allir íbúar Kabardinka fara eftir fyrirmælum yfirvalda. 12. júní 2018 10:00 Albert lék lukkudýr og gaf leikmönnum KR jólakort Albert Guðmundsson gaf tveimur landsliðsmönnum árlega jólakort en er nú á HM á meðan þeir sitja heima. 12. júní 2018 08:00 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson, einn af þremur markvörðum í íslenska landsliðshópnum á HM 2018, væri til í að fá skýrari svör frá þjálfarateyminu um stöðu sína og Frederik Schrams í goggunarröðinni á eftir Hannesi Þór Halldórssyni. Rúnar var hinn léttasti þegar að hann spjallaði við fjölmiðla fyrir æfingu liðsins í dag en nú var komið að leikmönnum með númerin 9-15. Þannig er þetta sett upp fyrstu dagana. „Þetta er búið að vera alveg geggjað. Það var tekið rosalega vel á móti okkur og veðrið er alveg frábært. Það er kannski aðeins of heitt en þá er betra að hafa það aðeins of heitt en of kalt,“ segir Rúnar Alex.Hannes fór aðeins yfir málin með markvörðunum og nú er lífið betra.vísri/vilhelmHannes Þór Halldórsson sagði í gær frá fundi sem hann hélt með markvarðateyminu aðeins til að létta á hlutunum en hann var ekki búinn að vera nógu sáttur við æfingarnar undanfarið. Talaði hann um að menn væru þungir og þrúgaðir. „Ég upplifði þetta ekki sem þyngsli eða neitt svoleiðis. Það er búið að dramatísera þetta smá. Ég get samt alveg viðurkennt að við vorum voðalega rólegir og ekki að öskra hvorn annan áfram. Það var líka lítið spjall í gangi,“ segir Rúnar. „Stemningin myndast svolítið í kringum hvernig reynslumestu mennirnir haga sér sem í þessu tilviki eru Gummi [Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari Íslands] og Hannes. Við [Frederik] reynum bara svolítið að herma eftir því sem að þeir gera vegna þess að við erum ungir og erum að kynnast því hvernig þetta virkar.“ „Kannski var meiri stemning áður en þetta var eitthvað sem að Hannesi fannst við þurfa að laga og við gerðum það. Ég get alveg sagt það núna að það er miklu skemmtilegra á æfingum núna þegar að menn eru að öskra hvorn annan áfram. Það voru engin þyngsli eða stress fannst mér,“ segir Rúnar.Rúnar Alex aðstoðar hér Frederik Schram á markvarðaæfingu í gær.vísir/vilhelmMargir hafa talið Rúnar vera orðinn klár annar kostur á eftir Hannesi í markið en svo, allt í einu, byrjaði Frederik Schram næst síðasta leikinn fyrir HM sem tapaðist á móti Noregi. Hannes stóð svo vaktina í generalprufunni á móti Gan.a Í raun veit enginn hvað Heimir og Guðmundur eru að hugsa með fyrsta varamann fyrir Hannes og þeir halda spilunum þétt að sér. Svo þétt að Rúnar sjálfur veit ekkert hvar hann stendur. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég sé númer tvö eða þrjú. Ég væri alveg til í að fá skýrari svör. Þetta er erfið spurning og í raun skiptir kannski ekki öllu hver er númer tvö eða þrjú. Það sem skiptir máli er hver er að fara að spila en sama hvar ég er í röðinni undirbý ég mig eins fyrir hvern einasta leik. Það væri bara fínt upp á andlega hlutann að vera með einhver svör,“ segir Rúnar Alex Rúnarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir HM í dag: Tómar fær aldrei nóg af uppáhaldinu hennar Klöru Þriðji þáttur HM í dag kominn í loftið. 12. júní 2018 09:00 Stelast til að horfa á og mynda strákana á æfingum Ekki allir íbúar Kabardinka fara eftir fyrirmælum yfirvalda. 12. júní 2018 10:00 Albert lék lukkudýr og gaf leikmönnum KR jólakort Albert Guðmundsson gaf tveimur landsliðsmönnum árlega jólakort en er nú á HM á meðan þeir sitja heima. 12. júní 2018 08:00 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Sjá meira
HM í dag: Tómar fær aldrei nóg af uppáhaldinu hennar Klöru Þriðji þáttur HM í dag kominn í loftið. 12. júní 2018 09:00
Stelast til að horfa á og mynda strákana á æfingum Ekki allir íbúar Kabardinka fara eftir fyrirmælum yfirvalda. 12. júní 2018 10:00
Albert lék lukkudýr og gaf leikmönnum KR jólakort Albert Guðmundsson gaf tveimur landsliðsmönnum árlega jólakort en er nú á HM á meðan þeir sitja heima. 12. júní 2018 08:00