Cantona vildi vita meira um litla ísmolann sem rústaði Englandi Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 12. júní 2018 19:30 Áhugi erlendra fjölmiðlamanna á íslenska liðinu hefur verið gríðarlegur undanfarin ár og hann hefur ekki minnkað í aðdraganda HM. Einn þeirra sem leitaði að svörum við íslenska fótboltakraftaverkinu var sjálfur Eric Cantona. Hann kom hingað til lands í apríl að taka upp myndina The Kings Road sem fjallar meðal annars um íslenska landsliðið. Cantona var ekki bara heillaður af árangri strákanna okkar og almennt af uppbyggingu íslenska fótboltans. Hann hafði einnig mikinn áhuga á land og þjóð, sögu okkar, sigrum og sorgum. Allt þetta telur hann að sé þáttur í íslenska fótboltaævintýrinu. „Alveg síðan að ég varð vitni að því þegar að þessi litli ísmoli sem telur 350.000 íbúa rústaði Englandi á EM 2016 hef ég vijað komast að ástæðum þessarar íslensku uppsveiflu í fótboltanum. Sérstaklega núna þegar að liðið er komið á HM í Rússlandi. Cantona vildi kynnast íslensku þjóðinni frá hinum ýmsu vinklum og talaði því við Arnór Guðjohnsen, Heimi Hallgrímsson, meðlimi Tólfunnar, kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, Jón Gnarr og á endanum forseta lýðveldisins, Guðna Th. Jóhannesson.Eric Cantona á spjalli við Jón Gnarr.„Við spiluðum á móti hvor öðrum á tíunda áratugnum,“ segir Canton við Arnór Guðjohnsen en þeir mættust í landsleik Íslands og Frakklands á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 1992 „Það var fyrir 28 árum. Það virðist vera heil eilíf síðan. Ég man samt aðeins eftir leiknum. Þú skoraðir ef ég man rétt,“ segir Arnór. „Já, ég skoraði. Ég held að það hafi verið þarna,“ segir hann og bendir á markið nær Laugardalslauginni. Cantona hitti Jón Gnarr í Borgarleikhúsinu og fór reyndar um kvöldið á sýninguna Með allt á hreinu. Jón sagði honum frá upplifun sinni af leiknum á móti Englandi. „Það var algjörlega ótrúlegt þegar að við unnum England. Ég held að hver einasti landsmaður hafi verið að horfa á leikinn. Fólk sem lá á dánarbeðinu frestaði dauðanum í smástund til þess að geta séð leikinn,“ segir Jón Gnarr. Í byrjun myndarinnar segir Cantona að skiljanlegt sé að Íslendingar geti búið til svona ævintýri eins og afrek fótboltalandsliðsins. Hann spyr Guðna Th. Jóhannesson hvað sé málið með þessa álfatrú. „Ímyndaðu þér þessa eyju í gegnum aldirnar. Veturnir eru kaldir og dimmir og fólk bjó í litlum torfkofum. Þú heyrir hljóð og býrð til sögur og annan heim. Ég er ekki að segja að álfar eru til en ég vil passa mig þannig að ég segi ekki heldur að álfar séu ekki til,“ segir Guðni. Vísir fjallar frekar um myndina The Kings Road á morgun.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frederik Schram: Ef þú ræður ekki við ábyrgðina hefurðu ekkert að gera sem markvörður Danski Íslendingurinn í marki landsliðsins segist koma sterkari til baka eftir mistökin á móti Noregi. 12. júní 2018 14:00 Víkingaklappið gert ódauðlegt sem „emoji“ Íslenska landsliðið er liðið sem flestir hlutlausir halda með á HM og hefur sagan um hið ótrúlega afrek Íslands að komast á HM orðið heimsfræg. Eitt það helsta sem hinn almenni fótboltaáhugamaður tengir við Ísland er víkingaklappið. 12. júní 2018 13:02 Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Sjá meira
Áhugi erlendra fjölmiðlamanna á íslenska liðinu hefur verið gríðarlegur undanfarin ár og hann hefur ekki minnkað í aðdraganda HM. Einn þeirra sem leitaði að svörum við íslenska fótboltakraftaverkinu var sjálfur Eric Cantona. Hann kom hingað til lands í apríl að taka upp myndina The Kings Road sem fjallar meðal annars um íslenska landsliðið. Cantona var ekki bara heillaður af árangri strákanna okkar og almennt af uppbyggingu íslenska fótboltans. Hann hafði einnig mikinn áhuga á land og þjóð, sögu okkar, sigrum og sorgum. Allt þetta telur hann að sé þáttur í íslenska fótboltaævintýrinu. „Alveg síðan að ég varð vitni að því þegar að þessi litli ísmoli sem telur 350.000 íbúa rústaði Englandi á EM 2016 hef ég vijað komast að ástæðum þessarar íslensku uppsveiflu í fótboltanum. Sérstaklega núna þegar að liðið er komið á HM í Rússlandi. Cantona vildi kynnast íslensku þjóðinni frá hinum ýmsu vinklum og talaði því við Arnór Guðjohnsen, Heimi Hallgrímsson, meðlimi Tólfunnar, kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, Jón Gnarr og á endanum forseta lýðveldisins, Guðna Th. Jóhannesson.Eric Cantona á spjalli við Jón Gnarr.„Við spiluðum á móti hvor öðrum á tíunda áratugnum,“ segir Canton við Arnór Guðjohnsen en þeir mættust í landsleik Íslands og Frakklands á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 1992 „Það var fyrir 28 árum. Það virðist vera heil eilíf síðan. Ég man samt aðeins eftir leiknum. Þú skoraðir ef ég man rétt,“ segir Arnór. „Já, ég skoraði. Ég held að það hafi verið þarna,“ segir hann og bendir á markið nær Laugardalslauginni. Cantona hitti Jón Gnarr í Borgarleikhúsinu og fór reyndar um kvöldið á sýninguna Með allt á hreinu. Jón sagði honum frá upplifun sinni af leiknum á móti Englandi. „Það var algjörlega ótrúlegt þegar að við unnum England. Ég held að hver einasti landsmaður hafi verið að horfa á leikinn. Fólk sem lá á dánarbeðinu frestaði dauðanum í smástund til þess að geta séð leikinn,“ segir Jón Gnarr. Í byrjun myndarinnar segir Cantona að skiljanlegt sé að Íslendingar geti búið til svona ævintýri eins og afrek fótboltalandsliðsins. Hann spyr Guðna Th. Jóhannesson hvað sé málið með þessa álfatrú. „Ímyndaðu þér þessa eyju í gegnum aldirnar. Veturnir eru kaldir og dimmir og fólk bjó í litlum torfkofum. Þú heyrir hljóð og býrð til sögur og annan heim. Ég er ekki að segja að álfar eru til en ég vil passa mig þannig að ég segi ekki heldur að álfar séu ekki til,“ segir Guðni. Vísir fjallar frekar um myndina The Kings Road á morgun.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frederik Schram: Ef þú ræður ekki við ábyrgðina hefurðu ekkert að gera sem markvörður Danski Íslendingurinn í marki landsliðsins segist koma sterkari til baka eftir mistökin á móti Noregi. 12. júní 2018 14:00 Víkingaklappið gert ódauðlegt sem „emoji“ Íslenska landsliðið er liðið sem flestir hlutlausir halda með á HM og hefur sagan um hið ótrúlega afrek Íslands að komast á HM orðið heimsfræg. Eitt það helsta sem hinn almenni fótboltaáhugamaður tengir við Ísland er víkingaklappið. 12. júní 2018 13:02 Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Sjá meira
Frederik Schram: Ef þú ræður ekki við ábyrgðina hefurðu ekkert að gera sem markvörður Danski Íslendingurinn í marki landsliðsins segist koma sterkari til baka eftir mistökin á móti Noregi. 12. júní 2018 14:00
Víkingaklappið gert ódauðlegt sem „emoji“ Íslenska landsliðið er liðið sem flestir hlutlausir halda með á HM og hefur sagan um hið ótrúlega afrek Íslands að komast á HM orðið heimsfræg. Eitt það helsta sem hinn almenni fótboltaáhugamaður tengir við Ísland er víkingaklappið. 12. júní 2018 13:02