Hvar má þetta? Þórarinn Guðnason skrifar 13. júní 2018 07:00 Ungur og vel menntaður taugalæknir með sérhæfingu í Parkinson sækir um stöðu á taugadeild LSH en fær ekki og engar nýráðningar eru fyrirhugaðar á næstu misserum. Taugalæknirinn sækir þá um að komast á rammasamning hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) til að opna læknastofu þar sem ríkið greiði hluta kostnaðar fyrir sjúklinginn. Þeirri umsókn er hafnað vegna einhliða fyrirskipunar heilbrigðisráðuneytisins til SÍ um að hafna öllum nýjum læknum burtséð frá þörfum sjúklinganna. Gildandi samningar við sérfræðilækna eru þverbrotnir. Það er vond stjórnsýsla. Taugalæknirinn kærir niðurstöðu SÍ til heilbrigðisráðuneytisins. Ráðuneytið úrskurðar að ekkert sé athugavert við ákvörðunina. Þannig gerist það dómari í eigin sök. Það er vond stjórnsýsla. Málið veldur uppnámi og fjölmiðlar fá á því áhuga. Síðbúin viðbrögð ráðherra eru að biðja LSH um að búa til stöðu fyrir taugalækninn efnilega og byggja upp göngudeild fyrir hana. Ráðherrann hlutast þannig til um uppbyggingu innra starfs spítalans á grundvelli pólitískra skoðana um ágæti ríkisreksturs en ekki faglegs mats og þörfum sjúklinga. Það er vond stjórnsýsla. Þessi einhliða synjun á umsókn taugalæknisins um sjálfstæðan stofurekstur undir hatti opinbera heilbrigðiskerfisins var eitt af mörgum brotum stjórnvalda á gildandi samningi við sérfræðilækna. Sautján læknum í þrettán sérgreinum hefur verið hafnað án skoðunar eða rökstuðnings. Það er vond stjórnsýsla. Samningar eru þverbrotnir, góðir stjórnsýsluhættir fótum troðnir og sjálfur forstjóri SÍ telur íhlutun og gerræði ráðuneytisins stangast á við landslög. Í engu lýðræðisríki sem tekur sig alvarlega yrðu vinnubrögð af þessu tagi liðin. Víða yrði talað um ráðherraræði og afsagnar ráðherra krafist. Ísland virðist því miður undantekning sem sannar regluna. Þetta má hér - rétt eins og í einhverjum ríkjum sem við viljum ekki bera okkur saman við. Ábyrgðin er stjórnvalda. Það má samt minna fjölmiðla á að þeir eru fjórða valdið í lýðræðisríkjum og vonandi munu þeir fylgjast grannt með þróun mála.Höfundur er formaður Læknafélags Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Ungur og vel menntaður taugalæknir með sérhæfingu í Parkinson sækir um stöðu á taugadeild LSH en fær ekki og engar nýráðningar eru fyrirhugaðar á næstu misserum. Taugalæknirinn sækir þá um að komast á rammasamning hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) til að opna læknastofu þar sem ríkið greiði hluta kostnaðar fyrir sjúklinginn. Þeirri umsókn er hafnað vegna einhliða fyrirskipunar heilbrigðisráðuneytisins til SÍ um að hafna öllum nýjum læknum burtséð frá þörfum sjúklinganna. Gildandi samningar við sérfræðilækna eru þverbrotnir. Það er vond stjórnsýsla. Taugalæknirinn kærir niðurstöðu SÍ til heilbrigðisráðuneytisins. Ráðuneytið úrskurðar að ekkert sé athugavert við ákvörðunina. Þannig gerist það dómari í eigin sök. Það er vond stjórnsýsla. Málið veldur uppnámi og fjölmiðlar fá á því áhuga. Síðbúin viðbrögð ráðherra eru að biðja LSH um að búa til stöðu fyrir taugalækninn efnilega og byggja upp göngudeild fyrir hana. Ráðherrann hlutast þannig til um uppbyggingu innra starfs spítalans á grundvelli pólitískra skoðana um ágæti ríkisreksturs en ekki faglegs mats og þörfum sjúklinga. Það er vond stjórnsýsla. Þessi einhliða synjun á umsókn taugalæknisins um sjálfstæðan stofurekstur undir hatti opinbera heilbrigðiskerfisins var eitt af mörgum brotum stjórnvalda á gildandi samningi við sérfræðilækna. Sautján læknum í þrettán sérgreinum hefur verið hafnað án skoðunar eða rökstuðnings. Það er vond stjórnsýsla. Samningar eru þverbrotnir, góðir stjórnsýsluhættir fótum troðnir og sjálfur forstjóri SÍ telur íhlutun og gerræði ráðuneytisins stangast á við landslög. Í engu lýðræðisríki sem tekur sig alvarlega yrðu vinnubrögð af þessu tagi liðin. Víða yrði talað um ráðherraræði og afsagnar ráðherra krafist. Ísland virðist því miður undantekning sem sannar regluna. Þetta má hér - rétt eins og í einhverjum ríkjum sem við viljum ekki bera okkur saman við. Ábyrgðin er stjórnvalda. Það má samt minna fjölmiðla á að þeir eru fjórða valdið í lýðræðisríkjum og vonandi munu þeir fylgjast grannt með þróun mála.Höfundur er formaður Læknafélags Reykjavíkur
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun