Heimatilbúinn vandi Sigurður Hannesson skrifar 13. júní 2018 07:00 Það eru blikur á lofti í íslensku efnahagslífi. Reglulega berast fréttir af fyrirtækjum sem loka starfsemi hér á landi og segja upp starfsfólki, telja hagkvæmara að skipta við fyrirtæki sem framleiða erlendis þar sem laun eru lægri. Þetta er ein birtingarmynd þess hvernig samkeppnishæfni Íslands er um þessar mundir þar sem hátt raungengi og staðan á vinnumarkaði reynir verulega á rekstur fyrirtækja umfram það sem eðlilegt getur talist. Hápunkti hagsveiflunnar er náð og verkefnið framundan er að sjá til þess að lendingin verði ekki harkaleg þótt sú hafi yfirleitt verið raunin. Sá árangur sem náðist við efnahagslega endurreisn Íslands á síðustu árum veitir visst skjól, enda er hagkerfið mun heilbrigðara en það var á sínum tíma, skuldir minni og greiðslujöfnuður stöðugri. Stöðugleiki hefur þó ekki loðað við Ísland í gegnum tíðina. Óstöðugleiki hefur ríkt á sviði efnahagsmála og stjórnmála undanfarin ár og tíðar breytingar í laga- og reglugerðarumhverfi draga úr fjárfestingu og uppbyggingu efnahagslífsins. Kemur óstöðugleikinn niður á verðmætasköpun og framleiðni í íslensku efnahagslífi. Smám saman drögumst við aftur úr í samkeppni þjóða. Peningastefna, vinnumarkaður og opinber fjármál eiga að ganga í takt. Sú hefur ekki verið raunin og í nýlegri skýrslu um ramma peningastefnunnar segir að þjóðin hafi búið við óstöðugleika í peningamálum vegna þess að leikreglum hafi ekki verið fylgt. Umbætur á þessu sviði sem og á öðrum verða eingöngu með pólitísku eignarhaldi og vinnur tíminn ekki með stjórnvöldum í þeim efnum. Þau sem ráða verða að segja hvað þau vilja og hrinda því svo í framkvæmd. Tilraunir til að koma skipulagi á vinnumarkaðinn undanfarin ár hafa heldur ekki gengið eftir. Niðurstaðan af þessu er sú að við töpum öll. Landsins gæði skapa Íslandi sérstöðu sem landsmenn hafa nýtt til verðmætasköpunar, til skemmri og til lengri tíma. Í tímans rás hefur öflugur iðnaður byggst upp á þessum grunni en ekki síður á grunni hinna miklu auðlinda hugvits sem hér eru og virkja má – og á – í meira mæli. Þar liggja mestu tækifæri Íslands á 21. öldinni. Hér er athafnasamt fólk sem býr yfir sköpunarkrafti, frumkvæði og þrautseigju og hefur í gegnum tíðina skapað mikil verðmæti úr hugmyndum sínum. Hlutverk ríkisins í þessari mynd er ekki síst að skapa umgjörð sem hvetur landsmenn til dáða og auðveldar þeim að nýta hæfileika sína til verðmætasköpunar. Aukna verðmætasköpun þarf til að standa undir raunverulegri lífskjarabót. Launahækkanir verða að eiga sér innistæðu og sú innistæða birtist í aukinni framleiðni. Nýleg rannsókn á vegum Alþjóðabankans leiðir í ljós að þeir fjórir þættir sem mest áhrif hafa á breytileika í framleiðni á milli landa eru menntun, efnislegir innviðir, nýsköpun, skilvirkni markaða og stofnanainnviðir. Þetta undirstrikar mikilvægi þeirra málefna sem Samtök iðnaðarins leggja áherslu á, menntun, innviði, nýsköpun og starfsumhverfi fyrirtækja. Með umbótum í þessum fjórum málaflokkum eflist samkeppnishæfni Íslands og verðmætasköpun eykst með tilheyrandi aukningu á lífsgæðum landsmanna. Ein forsenda bættrar samkeppnishæfni er að starfsumhverfi sé stöðugt, skilvirkt og hagkvæmt. Aukinn og víðtækur stöðugleiki er ekki bara til hagsbóta fyrir fyrirtæki heldur allt íslenskt samfélag. Undanfarin ár hafa ytri skilyrði verið hagfelld en því má ekki treysta til framtíðar litið. Háir skattar, há laun og háir vextir í alþjóðlegu samhengi vinna þó á móti auk þess sem lengra er gengið í innleiðingu EES reglugerða en þörf krefur. Það jákvæða í stöðunni er þó það að þetta er heimatilbúinn vandi sem stjórnvöld hafa öll tækifæri til að vinna á og efla þar með samkeppnishæfni Íslands.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Sigurður Hannesson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru blikur á lofti í íslensku efnahagslífi. Reglulega berast fréttir af fyrirtækjum sem loka starfsemi hér á landi og segja upp starfsfólki, telja hagkvæmara að skipta við fyrirtæki sem framleiða erlendis þar sem laun eru lægri. Þetta er ein birtingarmynd þess hvernig samkeppnishæfni Íslands er um þessar mundir þar sem hátt raungengi og staðan á vinnumarkaði reynir verulega á rekstur fyrirtækja umfram það sem eðlilegt getur talist. Hápunkti hagsveiflunnar er náð og verkefnið framundan er að sjá til þess að lendingin verði ekki harkaleg þótt sú hafi yfirleitt verið raunin. Sá árangur sem náðist við efnahagslega endurreisn Íslands á síðustu árum veitir visst skjól, enda er hagkerfið mun heilbrigðara en það var á sínum tíma, skuldir minni og greiðslujöfnuður stöðugri. Stöðugleiki hefur þó ekki loðað við Ísland í gegnum tíðina. Óstöðugleiki hefur ríkt á sviði efnahagsmála og stjórnmála undanfarin ár og tíðar breytingar í laga- og reglugerðarumhverfi draga úr fjárfestingu og uppbyggingu efnahagslífsins. Kemur óstöðugleikinn niður á verðmætasköpun og framleiðni í íslensku efnahagslífi. Smám saman drögumst við aftur úr í samkeppni þjóða. Peningastefna, vinnumarkaður og opinber fjármál eiga að ganga í takt. Sú hefur ekki verið raunin og í nýlegri skýrslu um ramma peningastefnunnar segir að þjóðin hafi búið við óstöðugleika í peningamálum vegna þess að leikreglum hafi ekki verið fylgt. Umbætur á þessu sviði sem og á öðrum verða eingöngu með pólitísku eignarhaldi og vinnur tíminn ekki með stjórnvöldum í þeim efnum. Þau sem ráða verða að segja hvað þau vilja og hrinda því svo í framkvæmd. Tilraunir til að koma skipulagi á vinnumarkaðinn undanfarin ár hafa heldur ekki gengið eftir. Niðurstaðan af þessu er sú að við töpum öll. Landsins gæði skapa Íslandi sérstöðu sem landsmenn hafa nýtt til verðmætasköpunar, til skemmri og til lengri tíma. Í tímans rás hefur öflugur iðnaður byggst upp á þessum grunni en ekki síður á grunni hinna miklu auðlinda hugvits sem hér eru og virkja má – og á – í meira mæli. Þar liggja mestu tækifæri Íslands á 21. öldinni. Hér er athafnasamt fólk sem býr yfir sköpunarkrafti, frumkvæði og þrautseigju og hefur í gegnum tíðina skapað mikil verðmæti úr hugmyndum sínum. Hlutverk ríkisins í þessari mynd er ekki síst að skapa umgjörð sem hvetur landsmenn til dáða og auðveldar þeim að nýta hæfileika sína til verðmætasköpunar. Aukna verðmætasköpun þarf til að standa undir raunverulegri lífskjarabót. Launahækkanir verða að eiga sér innistæðu og sú innistæða birtist í aukinni framleiðni. Nýleg rannsókn á vegum Alþjóðabankans leiðir í ljós að þeir fjórir þættir sem mest áhrif hafa á breytileika í framleiðni á milli landa eru menntun, efnislegir innviðir, nýsköpun, skilvirkni markaða og stofnanainnviðir. Þetta undirstrikar mikilvægi þeirra málefna sem Samtök iðnaðarins leggja áherslu á, menntun, innviði, nýsköpun og starfsumhverfi fyrirtækja. Með umbótum í þessum fjórum málaflokkum eflist samkeppnishæfni Íslands og verðmætasköpun eykst með tilheyrandi aukningu á lífsgæðum landsmanna. Ein forsenda bættrar samkeppnishæfni er að starfsumhverfi sé stöðugt, skilvirkt og hagkvæmt. Aukinn og víðtækur stöðugleiki er ekki bara til hagsbóta fyrir fyrirtæki heldur allt íslenskt samfélag. Undanfarin ár hafa ytri skilyrði verið hagfelld en því má ekki treysta til framtíðar litið. Háir skattar, há laun og háir vextir í alþjóðlegu samhengi vinna þó á móti auk þess sem lengra er gengið í innleiðingu EES reglugerða en þörf krefur. Það jákvæða í stöðunni er þó það að þetta er heimatilbúinn vandi sem stjórnvöld hafa öll tækifæri til að vinna á og efla þar með samkeppnishæfni Íslands.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar