Var ekki að fara að rífast við Eið Smára um treyju númer 22 Kolbeinn Tumi Daðason í Moskvu skrifar 15. júní 2018 15:00 Eiður Smári Guðjohnsen á EM 2016. Vísir/Getty „Ég titra af spenningi eins og krakki að bíða eftir jólagjöfunum,“ segir Jón Daði Böðvarsson en framundan er fyrsti leikurinn gegn Argentínu á morgun. Margir spá því að Jón Daði verði einn í fremstu víglínu í leiknum en erfitt er fyrir Heimi Hallgrímsson að horfa framhjá Alfreð Finnbogasyni sem verið hefur sjóðheitur upp við mörk andstæðingsins, hvort sem er með félagsliði sínu Augsburg eða landsliðinu. „Ég hef ekki stökustu hugmynd hvernig byrjunarliðið verður, hvort ég byrji eða ekki. Það er góður höfuðverkur fyrir þjálfarana,“ segir Jón Daði. „Ég er mjög fitt og líður vel. Sjálfstraustið er hátt uppi og ég kem inn í þetta mót ánægður með líðandi tímabil hjá Reading.“ Hann segist jafnspenntur nú og fyrir fyrsta leikinn á EM fyrir tveimur árum. Þá mætti hann Ronaldo í fyrsta leik og nú er það Lionel Messi. „Jú, það er ákveðin upplifun. Ekki margir sem geta sagst hafa spilað á móti tveimur bestu leikmönnum allra tíma. Gaman að því,“ segir Jón Daði. Hann klæðist treyju númer 22 í þessu móti en var númer 15 á EM. „Fyrir Tyrkjaleikinn í undankeppni EM (haustið 2014) var ég númer 22, þá var Eiður (Smári Guðjohnsen) ekki í hóp. Hann var númer 22, ég var ekki að fara að rífast við þann kall. Ég lét það bara eiga sig en er orðinn aftur 22 núna.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Gaman að skora og ég held að allir viti hvað Víkingur er fyrir mér“ Sport Kane afgreiddi Brassana Fótbolti Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Fótbolti „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Fótbolti Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Fótbolti Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Íslenski boltinn Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Íslandsmeistarar krýndir á Íslandsmótinu í hestaíþróttum Sport Joao Pedro til Chelsea Fótbolti Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Stelpurnar stungu sér til sunds í vatninu Útskrifuð af sjúkrahúsinu og gæti verið með á EM „Mér finnst þetta vera brandari“ Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Stelpurnar okkar mættar í paradísina Chelsea áfram eftir tveggja klukkutíma töf og framlengingu Bonny til Inter Leikur Chelsea og Benfica blásinn af Englendingar Evrópumeistarar eftir framlengdan leik FH-ingar flytja Kaplakrika í Laugardalinn Palmeiras fyrsta liðið í átta liða úrslit Pogba orðinn leikmaður AS Monaco Mikael mættur til að vinna titla með Djurgården: „Ég er sigurvegari sjálfur“ „Versta hugmynd sem hefur komið fram“ Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Stelpurnar unnu Svía 54 prósent líkur á að stelpurnar okkar komist í átta liða úrslitin á EM Sjá meira
„Ég titra af spenningi eins og krakki að bíða eftir jólagjöfunum,“ segir Jón Daði Böðvarsson en framundan er fyrsti leikurinn gegn Argentínu á morgun. Margir spá því að Jón Daði verði einn í fremstu víglínu í leiknum en erfitt er fyrir Heimi Hallgrímsson að horfa framhjá Alfreð Finnbogasyni sem verið hefur sjóðheitur upp við mörk andstæðingsins, hvort sem er með félagsliði sínu Augsburg eða landsliðinu. „Ég hef ekki stökustu hugmynd hvernig byrjunarliðið verður, hvort ég byrji eða ekki. Það er góður höfuðverkur fyrir þjálfarana,“ segir Jón Daði. „Ég er mjög fitt og líður vel. Sjálfstraustið er hátt uppi og ég kem inn í þetta mót ánægður með líðandi tímabil hjá Reading.“ Hann segist jafnspenntur nú og fyrir fyrsta leikinn á EM fyrir tveimur árum. Þá mætti hann Ronaldo í fyrsta leik og nú er það Lionel Messi. „Jú, það er ákveðin upplifun. Ekki margir sem geta sagst hafa spilað á móti tveimur bestu leikmönnum allra tíma. Gaman að því,“ segir Jón Daði. Hann klæðist treyju númer 22 í þessu móti en var númer 15 á EM. „Fyrir Tyrkjaleikinn í undankeppni EM (haustið 2014) var ég númer 22, þá var Eiður (Smári Guðjohnsen) ekki í hóp. Hann var númer 22, ég var ekki að fara að rífast við þann kall. Ég lét það bara eiga sig en er orðinn aftur 22 núna.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Gaman að skora og ég held að allir viti hvað Víkingur er fyrir mér“ Sport Kane afgreiddi Brassana Fótbolti Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Fótbolti „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Fótbolti Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Fótbolti Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Íslenski boltinn Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Íslandsmeistarar krýndir á Íslandsmótinu í hestaíþróttum Sport Joao Pedro til Chelsea Fótbolti Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Stelpurnar stungu sér til sunds í vatninu Útskrifuð af sjúkrahúsinu og gæti verið með á EM „Mér finnst þetta vera brandari“ Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Stelpurnar okkar mættar í paradísina Chelsea áfram eftir tveggja klukkutíma töf og framlengingu Bonny til Inter Leikur Chelsea og Benfica blásinn af Englendingar Evrópumeistarar eftir framlengdan leik FH-ingar flytja Kaplakrika í Laugardalinn Palmeiras fyrsta liðið í átta liða úrslit Pogba orðinn leikmaður AS Monaco Mikael mættur til að vinna titla með Djurgården: „Ég er sigurvegari sjálfur“ „Versta hugmynd sem hefur komið fram“ Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Stelpurnar unnu Svía 54 prósent líkur á að stelpurnar okkar komist í átta liða úrslitin á EM Sjá meira