Biðin endar líklega ekki í Rússlandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júní 2018 08:00 Þessi verður í holunni á móti Íslandi vísir/getty Undanfarinn aldarfjórðung eða svo hafa yngri landslið Argentínu verið afar sigursæl. Frá 1995 hefur Argentína fimm sinnum orðið heimsmeistari U-20 ára og tvisvar sinnum Ólympíumeistari (2004 og 2008). A-landsliðið hefur hins vegar ekki unnið titil síðan 1993 þegar Argentína varð Suður-Ameríkumeistari. Fjölmargir frábærir leikmenn hafa leikið með Argentínu síðan þá, enginn þó betri en Lionel Messi, fyrirliði og markahæsti leikmaður í sögu argentínska landsliðsins. Hann hefur rakað inn titlum með Barcelona og unnið öll þau einstaklingsverðlaun sem hægt er að vinna. En hann á enn eftir að vinna titil með Argentínu, ef Ólympíugullið 2008 er frátalið. Þótt það hafi ekki úrslitaáhrif á arfleifð Messi þráir hann að leiða Argentínu til sigurs á stórmóti. Og nýlega sagðist hann vera tilbúinn að skipta á titli með Barcelona fyrir titil með argentínska landsliðinu. Messi hefur verið nálægt því að brjóta þennan þykka ís á undanförnum árum en Argentína tapaði í úrslitum HM 2014 og Suður-Ameríkukeppninnar 2015 og 2016. Messi er hluti af afskaplega sterkri kynslóð leikmanna fæddra á árunum 1987 og 1988 en auk hans eru Gonzalo Higuaín, Sergio Agüero, Ángel Di María, Nicolás Otamendi og Éver Banega helstu merkisberar þess hóps. Markvörðurinn Sergio Romero er einnig hluti af hópnum en hann verður ekki með á HM. Romero hefur leikið nánast alla keppnisleiki argentínska liðsins undanfarin ár og lék vel á HM 2014. Talið er að Willy Caballero, markvörður Chelsea, standi á milli stanganna á HM. Hann er 36 ára en hefur samt einungis leikið þrjá landsleiki. Varnarleikurinn er einnig spurningarmerki en viðvörunarljós blikkuðu eftir 6-1 tap fyrir Spáni í vináttulandsleik í mars. Argentínska vörnin opnaðist þá hvað eftir annað og leit afar illa út. Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, gerði Chile að Suður-Ameríkumeisturum með hápressu og sóknarbolta að vopni en argentínska liðið virðist ekki vera jafn vel sniðið að þeim leikstíl og það chileska. Það er því spurning hvort Sampaoli fari sömu leið og Alejandro Sabella í Brasilíu fyrir fjórum árum. Leggi áherslu á þéttan varnarleik og treysti á að Messi dragi kanínur upp úr hattinum. Hann er með örlög argentínska liðsins í hendi sér eins og síðustu ár.Argentínumenn hafa unnið keppni stuðningsmanna í Moskvu. Þeir kunna þetta allt saman, fastagestir á HM og með gleðina að vopni.Vísir/VilhelmÚrslitaleikjaógæfa Argentínumanna A-landslið Argentínu hefur ekki átt góðu gengi að fagna í úrslitaleikjum undanfarna áratugi en ef Ólympíuleikarnir þar sem U-23 ára liðið leikur er tekið út úr myndinni hefur Argentína tapað sex úrslitaleikjum í röð. Eru komin 25 ár síðan Argentína vann síðast úrslitaleik í Suður-Ameríkukeppninni gegn Mexíkó. Þeir hafa fengið mörg tækifæri til að bæta upp fyrir það á undanförnum árum en Argentína hefur leikið þrjá úrslitaleiki frá árinu 2014 og tapað þeim öllum. Sá stærsti var í úrslitum Heimsmeistaramótsins í landi erkifjendanna, Brasilíu, fyrir fjórum árum þegar Argentína tapaði 0-1 fyrir Þýskalandi. Var það endurtekning frá úrslitaleiknum 1990 og úrslitin voru þau sömu. Þýskaland vann nauman sigur með marki Mario Götze í framlengingu. Argentínumenn mættu Chile í úrslitum Suður-Ameríkukeppninnar tvö ár í röð, 2015 og 2016, en í bæði skiptin varð markalaust jafntefli og Chile vann eftir vítaspyrnukeppni. Hefur markaskorun reynst liðinu erfið í þessum sex úrslitaleikjum en í þeim hafa þeir aðeins skorað þrjú mörk. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þétt setinn bekkurinn á blaðamannafundi Íslands Tæpum klukkutíma áður en blaðamannafundur íslenska liðsins á að hefjast í Moskvu er blaðamannafundarherbergið að fyllast. 15. júní 2018 09:53 Ellefu hundruð til Moskvu í gær Um ellefu hundruð manns flugu í gær frá Keflavíkurflugvelli til Moskvu, væntanlega allir sem einn til að horfa á leik Íslands við Argentínu sem fram fer þar í borginni í dag. 16. júní 2018 07:00 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira
Undanfarinn aldarfjórðung eða svo hafa yngri landslið Argentínu verið afar sigursæl. Frá 1995 hefur Argentína fimm sinnum orðið heimsmeistari U-20 ára og tvisvar sinnum Ólympíumeistari (2004 og 2008). A-landsliðið hefur hins vegar ekki unnið titil síðan 1993 þegar Argentína varð Suður-Ameríkumeistari. Fjölmargir frábærir leikmenn hafa leikið með Argentínu síðan þá, enginn þó betri en Lionel Messi, fyrirliði og markahæsti leikmaður í sögu argentínska landsliðsins. Hann hefur rakað inn titlum með Barcelona og unnið öll þau einstaklingsverðlaun sem hægt er að vinna. En hann á enn eftir að vinna titil með Argentínu, ef Ólympíugullið 2008 er frátalið. Þótt það hafi ekki úrslitaáhrif á arfleifð Messi þráir hann að leiða Argentínu til sigurs á stórmóti. Og nýlega sagðist hann vera tilbúinn að skipta á titli með Barcelona fyrir titil með argentínska landsliðinu. Messi hefur verið nálægt því að brjóta þennan þykka ís á undanförnum árum en Argentína tapaði í úrslitum HM 2014 og Suður-Ameríkukeppninnar 2015 og 2016. Messi er hluti af afskaplega sterkri kynslóð leikmanna fæddra á árunum 1987 og 1988 en auk hans eru Gonzalo Higuaín, Sergio Agüero, Ángel Di María, Nicolás Otamendi og Éver Banega helstu merkisberar þess hóps. Markvörðurinn Sergio Romero er einnig hluti af hópnum en hann verður ekki með á HM. Romero hefur leikið nánast alla keppnisleiki argentínska liðsins undanfarin ár og lék vel á HM 2014. Talið er að Willy Caballero, markvörður Chelsea, standi á milli stanganna á HM. Hann er 36 ára en hefur samt einungis leikið þrjá landsleiki. Varnarleikurinn er einnig spurningarmerki en viðvörunarljós blikkuðu eftir 6-1 tap fyrir Spáni í vináttulandsleik í mars. Argentínska vörnin opnaðist þá hvað eftir annað og leit afar illa út. Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, gerði Chile að Suður-Ameríkumeisturum með hápressu og sóknarbolta að vopni en argentínska liðið virðist ekki vera jafn vel sniðið að þeim leikstíl og það chileska. Það er því spurning hvort Sampaoli fari sömu leið og Alejandro Sabella í Brasilíu fyrir fjórum árum. Leggi áherslu á þéttan varnarleik og treysti á að Messi dragi kanínur upp úr hattinum. Hann er með örlög argentínska liðsins í hendi sér eins og síðustu ár.Argentínumenn hafa unnið keppni stuðningsmanna í Moskvu. Þeir kunna þetta allt saman, fastagestir á HM og með gleðina að vopni.Vísir/VilhelmÚrslitaleikjaógæfa Argentínumanna A-landslið Argentínu hefur ekki átt góðu gengi að fagna í úrslitaleikjum undanfarna áratugi en ef Ólympíuleikarnir þar sem U-23 ára liðið leikur er tekið út úr myndinni hefur Argentína tapað sex úrslitaleikjum í röð. Eru komin 25 ár síðan Argentína vann síðast úrslitaleik í Suður-Ameríkukeppninni gegn Mexíkó. Þeir hafa fengið mörg tækifæri til að bæta upp fyrir það á undanförnum árum en Argentína hefur leikið þrjá úrslitaleiki frá árinu 2014 og tapað þeim öllum. Sá stærsti var í úrslitum Heimsmeistaramótsins í landi erkifjendanna, Brasilíu, fyrir fjórum árum þegar Argentína tapaði 0-1 fyrir Þýskalandi. Var það endurtekning frá úrslitaleiknum 1990 og úrslitin voru þau sömu. Þýskaland vann nauman sigur með marki Mario Götze í framlengingu. Argentínumenn mættu Chile í úrslitum Suður-Ameríkukeppninnar tvö ár í röð, 2015 og 2016, en í bæði skiptin varð markalaust jafntefli og Chile vann eftir vítaspyrnukeppni. Hefur markaskorun reynst liðinu erfið í þessum sex úrslitaleikjum en í þeim hafa þeir aðeins skorað þrjú mörk.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þétt setinn bekkurinn á blaðamannafundi Íslands Tæpum klukkutíma áður en blaðamannafundur íslenska liðsins á að hefjast í Moskvu er blaðamannafundarherbergið að fyllast. 15. júní 2018 09:53 Ellefu hundruð til Moskvu í gær Um ellefu hundruð manns flugu í gær frá Keflavíkurflugvelli til Moskvu, væntanlega allir sem einn til að horfa á leik Íslands við Argentínu sem fram fer þar í borginni í dag. 16. júní 2018 07:00 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira
Þétt setinn bekkurinn á blaðamannafundi Íslands Tæpum klukkutíma áður en blaðamannafundur íslenska liðsins á að hefjast í Moskvu er blaðamannafundarherbergið að fyllast. 15. júní 2018 09:53
Ellefu hundruð til Moskvu í gær Um ellefu hundruð manns flugu í gær frá Keflavíkurflugvelli til Moskvu, væntanlega allir sem einn til að horfa á leik Íslands við Argentínu sem fram fer þar í borginni í dag. 16. júní 2018 07:00