Alfreð skaut á Lars eftir leik: Ég finn allt annað traust frá þessum þjálfurum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2018 16:45 Alfreð Finnbogason. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason opnaði markareikning íslenska landsliðsins í úrslitakeppni HM í dag þegar hann skoraði jöfnunarmarkið á móti Argentínu. Hann notaði tækifærið eftir leik og skaut föstum skotum á fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins, Lars Lagerback. Alfreð var réttur maður á réttum stað í leiknum í dag og jafnaði metið aðeins fjórum mínútum eftir að Argentínumenn komust yfir. „Það er ekkert sem undirbýr mann fyrir svona móment. Þetta var draumur og maður datt aðeins út þegar þetta gerist. Ég var ekki með neitt fagn tilbúið en þetta var bara geðveikt,“ sagði Alfreð. „Ég er ekki alveg búin að finna réttu orðin til að lýsa þessu,“ sagði Alfreð sem skoraði líka í tveimur síðustu undirbúningsleikjum Íslands fyrir mótið. Þetta var í fyrsta sinn sem Alfreð var í byrjunarliði á stórmóti en hvernig fékk hann að vita það að hann myndi byrja leikinn. „Fyrir tveimur dögum minnir mig. Ég hafði þetta á tilfinningunni og kom þannig inn í æfingaaleikina eins og ég væri að fara að spila fyrsta leik. Ég sendi skýr skilaboð þar,“ sagði Alfreð sem notaði tækifærið til að skjóta aðeins á Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska liðsins. „Ég finn allt annað traust frá þessum þjálfurum síðan að þeir tóku við. Það gefur senter auka 50 til 60 prósent ef þú ert með þjálfara sem stendur við bakið á þér og þú veist að klukkan tifar ekki á hliðarlínunni þegar þú ert að spila,“ sagði Alfreð. „Þú verður að vinna þér inn traustið og mér finnst ég hafa gert það. Ég hef sýnt það með minni frammistöðu og ég veit það að sem framherji hjá Íslandi þá ertu fyrst og fremst að vinna fyrir liðið og skila inn góðri vakt. Mörkin eru bónus og ég er mjög ánægður þegar ég get sameinað þetta tvennt,“ sagði Alfreð. „Þetta er bara fyrsta skrefið hjá okkur. Markmiðið var að komast upp úr riðlinum og það er sama markmið ennþá núna. Við fáum vind í bakið núna með því að ná góðum úrslitum. Það er samt ekkert komið ennþá. Við njótum þess í kvöld en á morgun byrjar síðan undirbúningurinn fyrir Nígeríuleikinn,“ sagði Alfreð. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu Sjá meira
Alfreð Finnbogason opnaði markareikning íslenska landsliðsins í úrslitakeppni HM í dag þegar hann skoraði jöfnunarmarkið á móti Argentínu. Hann notaði tækifærið eftir leik og skaut föstum skotum á fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins, Lars Lagerback. Alfreð var réttur maður á réttum stað í leiknum í dag og jafnaði metið aðeins fjórum mínútum eftir að Argentínumenn komust yfir. „Það er ekkert sem undirbýr mann fyrir svona móment. Þetta var draumur og maður datt aðeins út þegar þetta gerist. Ég var ekki með neitt fagn tilbúið en þetta var bara geðveikt,“ sagði Alfreð. „Ég er ekki alveg búin að finna réttu orðin til að lýsa þessu,“ sagði Alfreð sem skoraði líka í tveimur síðustu undirbúningsleikjum Íslands fyrir mótið. Þetta var í fyrsta sinn sem Alfreð var í byrjunarliði á stórmóti en hvernig fékk hann að vita það að hann myndi byrja leikinn. „Fyrir tveimur dögum minnir mig. Ég hafði þetta á tilfinningunni og kom þannig inn í æfingaaleikina eins og ég væri að fara að spila fyrsta leik. Ég sendi skýr skilaboð þar,“ sagði Alfreð sem notaði tækifærið til að skjóta aðeins á Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska liðsins. „Ég finn allt annað traust frá þessum þjálfurum síðan að þeir tóku við. Það gefur senter auka 50 til 60 prósent ef þú ert með þjálfara sem stendur við bakið á þér og þú veist að klukkan tifar ekki á hliðarlínunni þegar þú ert að spila,“ sagði Alfreð. „Þú verður að vinna þér inn traustið og mér finnst ég hafa gert það. Ég hef sýnt það með minni frammistöðu og ég veit það að sem framherji hjá Íslandi þá ertu fyrst og fremst að vinna fyrir liðið og skila inn góðri vakt. Mörkin eru bónus og ég er mjög ánægður þegar ég get sameinað þetta tvennt,“ sagði Alfreð. „Þetta er bara fyrsta skrefið hjá okkur. Markmiðið var að komast upp úr riðlinum og það er sama markmið ennþá núna. Við fáum vind í bakið núna með því að ná góðum úrslitum. Það er samt ekkert komið ennþá. Við njótum þess í kvöld en á morgun byrjar síðan undirbúningurinn fyrir Nígeríuleikinn,“ sagði Alfreð.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu Sjá meira