Segir Hannes eiga heima hjá liðum eins og Chelsea eða United Arnar Björnsson í Kabardinka skrifar 17. júní 2018 19:15 Hannes Þór Halldórsson var hetja gærkvöldsins. vísir/vilhelm Hannes Þór Halldórsson átti frábæran leik í gær í jafnteflinu við tvöfalda heimsmeistara Argentínu. Á meðan Willy Caballero, sem er á mála hjá Chelsea, skalf eins og hrísla í markinu hjá Messi og félögum var Hannes eins og sovéskur herforingi í seinni heimsstyrjöldinni, stútfullur af sjálfstrausti og tilbúinn að vinna heiminn. Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari er búinn að þjálfa Hannes og þekkir vel til hans. Það er ljóst að bæði hann og Hannes unnu heimavinnuna vel fyrir leikinn. Við sáum það eins og svart og hvítt í leiknum í gær, Willie Caballero í vandræðum í markinu hjá Argentínumönnum á meðan Hannes var eins og hershöfðingi í íslenska markinu. „Hannes er að spila með Randers en hinn er að spila með Chelsea. Þess vegna segi ég við þjálfara hjá öðrum liðum um allan heim þennan gæja áttu að vera með í markinu. Mót eftir mót, leik eftir leik á þessu stóra sviði þá er hann að standa sig vel. Hann er með góða unga og efnilega leikmenn sem hjálpa honum að gera hann enn betri á æfingum,“ segir Guðmundur. Sérðu framtíð hann fara eitthvað annað en heim til Randers eftir HM? „Danska deildin er sterkari en menn halda. Í flestum af þessum stóru liðum eins og Chelsea, Bayern München, Manchester United eða Guð má vita hvað eru þrír eða fjórir góðir markmenn og oft eru þeir allir landsliðsmarkmenn. Baráttan er hörð en Hannes á heima þar og það er mitt mat," segir Guðmundsson. „Ég er búinn að segja það lengi. Ég fékk mörg skilaboð í gær frá kollegum sem ég hef unnið með hjá UEFA sem eru markmannsþjálfarar hjá flottum liðum út um allan heim. Þeir sögðu mér að hann hefði ekki bara verið frábær í gær heldur í allri undankeppninni og væri alltaf að koma þeim á óvart. Ef þeir segja það, ekki bara ég, þá er eitthvað til í því,“ sagði stoltur markmannsþjálfari Guðmundur Hreiðarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes: Pressan var öll á Messi enda að skjóta á 34 ára gamlan leikstjóra Hannes Þór Halldórsson fór pressulaus inn í eina af stærstu stundum lífs síns. 17. júní 2018 10:30 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson átti frábæran leik í gær í jafnteflinu við tvöfalda heimsmeistara Argentínu. Á meðan Willy Caballero, sem er á mála hjá Chelsea, skalf eins og hrísla í markinu hjá Messi og félögum var Hannes eins og sovéskur herforingi í seinni heimsstyrjöldinni, stútfullur af sjálfstrausti og tilbúinn að vinna heiminn. Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari er búinn að þjálfa Hannes og þekkir vel til hans. Það er ljóst að bæði hann og Hannes unnu heimavinnuna vel fyrir leikinn. Við sáum það eins og svart og hvítt í leiknum í gær, Willie Caballero í vandræðum í markinu hjá Argentínumönnum á meðan Hannes var eins og hershöfðingi í íslenska markinu. „Hannes er að spila með Randers en hinn er að spila með Chelsea. Þess vegna segi ég við þjálfara hjá öðrum liðum um allan heim þennan gæja áttu að vera með í markinu. Mót eftir mót, leik eftir leik á þessu stóra sviði þá er hann að standa sig vel. Hann er með góða unga og efnilega leikmenn sem hjálpa honum að gera hann enn betri á æfingum,“ segir Guðmundur. Sérðu framtíð hann fara eitthvað annað en heim til Randers eftir HM? „Danska deildin er sterkari en menn halda. Í flestum af þessum stóru liðum eins og Chelsea, Bayern München, Manchester United eða Guð má vita hvað eru þrír eða fjórir góðir markmenn og oft eru þeir allir landsliðsmarkmenn. Baráttan er hörð en Hannes á heima þar og það er mitt mat," segir Guðmundsson. „Ég er búinn að segja það lengi. Ég fékk mörg skilaboð í gær frá kollegum sem ég hef unnið með hjá UEFA sem eru markmannsþjálfarar hjá flottum liðum út um allan heim. Þeir sögðu mér að hann hefði ekki bara verið frábær í gær heldur í allri undankeppninni og væri alltaf að koma þeim á óvart. Ef þeir segja það, ekki bara ég, þá er eitthvað til í því,“ sagði stoltur markmannsþjálfari Guðmundur Hreiðarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes: Pressan var öll á Messi enda að skjóta á 34 ára gamlan leikstjóra Hannes Þór Halldórsson fór pressulaus inn í eina af stærstu stundum lífs síns. 17. júní 2018 10:30 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira
Hannes: Pressan var öll á Messi enda að skjóta á 34 ára gamlan leikstjóra Hannes Þór Halldórsson fór pressulaus inn í eina af stærstu stundum lífs síns. 17. júní 2018 10:30
„Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30