Aron Einar grét fyrir stóru stundina Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 19. júní 2018 13:30 Aron Einar Gunnarsson rúllaði þessum vini sínum út á iðagrænt grasið á Spartak-leikvanginum í einum athyglisverðasta leiknum á HM í Rússlandi. Vísir/Vilhelm Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði spilaði 75 mínútur gegn Argentínu. Þetta var hans fyrsti leikur síðan í b-deildinni á Englandi með Cardiff í lok apríl. Aron sjálfur og þjóðin voru lengi í vafa um hvort hann yrði klár í leikinn. Hann átti flottan leik eins og allt íslenska liðið. „Það var sérstök stund fyrir sjálfan mig að ná þessum Argentínuleik. Ég tók smá stund fyrir sjálfan mig fyrir leik, þurrkaði tárin og drullaði mér svo út á völl,“ sagði Aron í viðtail í Akraborginni á X-inu 977. Aron tók því rólega á opinni æfingu landsliðsins laugardaginn 10. júní. Eftir það sá enginn hann æfa en Heimir Hallgrímsson sagði alltaf að Aron yrði klár og myndi spila. „Þetta er búið að vera mikil vinna síðustu fimm vikur. Virkilega góð tilfinning að ná þessu eftir allt sem hefur gengið á. Er ég að fara að ná HM eða ekki? Mann hefur alltaf dreymt um að spila á HM.“Landsliðsfyrirliðarnir eigast við á Spartak-leikvanginum á laugardaginn.Vísir/VilhelmViss um að spila við lendingu Aron var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn gegn Argentínu en fannst liðið falla of langt niður á völlinn í síðari hálfleik. Hver sókn Argentínu á fætur annarri dundi á okkar mönnum. „Þetta minnti mann smá á Austurríkisleikinn, hvers langt niður við droppuðum,“ segir Aron og á við 2-1 sigur Íslands í París á EM fyrir tveimur árum. Austurríkismenn þurftu mark og Íslendingar voru í nauðvörn. En úr skyndisókn kom sigurmark Íslands og sæti í 16-liða úrslitunum var gulltryggt. Aron segist hafa verið fullviss um að hann næði leiknum þegar flugvél landsliðsins lenti í Rússlandi þann 9. júní, sléttri viku fyrir leik. „Þá leið mér betur, búinn að vinna mikið með sjúkraþjálfurunum og gekk bara vel. Svo þegar við vorum komnir hingað, ég tók þessa rólegu æfingu eftir flugið, þá leið mér eins og ég væri mættur. Fékk second wind sem keyrði mig í leikinn,“ segir Aron. Fimm vikna endurhæfing að baki sem virðist hafa verið lögð hárrétt upp. „Þetta var mikil vinna. Þetta var alltaf að fara að vera blóð, sviti og tár en ég var staðráðinn í að ná þessu. Bara sett full steam ahead,“ segir fyrirliðinn. Hausinn og adrenalínið á Spartak-leikvanginum hafi komið honum í gegnum Argentínuleikinn.Aron og Messi fara yfir málin með pólska dómaranum fyrir leik. Aron lét það alveg vera að biðja um treyju Messi eftir leik, sú fór til Birkis Bjarnasonar.Vísir/VilhelmAftur stærsti leikur sögunnar Þjóðinni líður eins og Ísland hafi unnið frækinn sigur á Argentínu þótt niðurstaðan hafi verið að stigununum var skipt jafnt á milli liðanna. Eitt stig, ekki þrjú. Aron Einar segir liðið komið niður á jörðina. „Já, það var gert strax eftir leik. Við áttum okkur á því. Þetta var gott stig og setur klárlega standardinn,“ segir Aron Einar. Líkt og eftir fyrsta leikinn á EM fyrir tveimur árum þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik, lið sem átti eftir að fara alla leið í keppninni. Strákarnir fá góða pásu milli fyrsta og annars leiks sem verður gegn Nígeríu í Volgograd á föstudaginn. „Núna er bara annar stærsti leikur sögunnar gegn Nígeríu. Við þurfum að gíra okkur upp í hann,“ segir Aron Einar.Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson í meðferð á æfingasvæðinu í Kabardinka daginn eftir Argentínuleikinn.Vísir/VilhelmÆtlar að fjölga mínútunum „Það verður annar erfiður leikur. Þeir koma til okkar með núll punkta og vilja klárlega sækja þessi þrjú stig. Þurfum að vera á tánum mæta þeim af krafti því þeir koma pottþétt í leikinn með krafti og ætla að rúlla yfir okkur. Við þurfum að standa þéttir og með kassann út.“ Aron Einar spilaði sem fyrr segir 75 mínútur en planið sé að ná enn fleiri mínútum gegn Nígeríu. „Við vorum ekki með neinn x-fjölda mínútna. Heimir nikkaði á mig á 70. mínútu, var farinn að sjá að ég var orðinn svolítið þreyttur. Ég ákvað að gefa honum auka fimm mínútur svo varamaðurinn sem var að koma inn á gæti hitað aðeins lengur. Að ná 75 mínútum var framar vonum.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði spilaði 75 mínútur gegn Argentínu. Þetta var hans fyrsti leikur síðan í b-deildinni á Englandi með Cardiff í lok apríl. Aron sjálfur og þjóðin voru lengi í vafa um hvort hann yrði klár í leikinn. Hann átti flottan leik eins og allt íslenska liðið. „Það var sérstök stund fyrir sjálfan mig að ná þessum Argentínuleik. Ég tók smá stund fyrir sjálfan mig fyrir leik, þurrkaði tárin og drullaði mér svo út á völl,“ sagði Aron í viðtail í Akraborginni á X-inu 977. Aron tók því rólega á opinni æfingu landsliðsins laugardaginn 10. júní. Eftir það sá enginn hann æfa en Heimir Hallgrímsson sagði alltaf að Aron yrði klár og myndi spila. „Þetta er búið að vera mikil vinna síðustu fimm vikur. Virkilega góð tilfinning að ná þessu eftir allt sem hefur gengið á. Er ég að fara að ná HM eða ekki? Mann hefur alltaf dreymt um að spila á HM.“Landsliðsfyrirliðarnir eigast við á Spartak-leikvanginum á laugardaginn.Vísir/VilhelmViss um að spila við lendingu Aron var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn gegn Argentínu en fannst liðið falla of langt niður á völlinn í síðari hálfleik. Hver sókn Argentínu á fætur annarri dundi á okkar mönnum. „Þetta minnti mann smá á Austurríkisleikinn, hvers langt niður við droppuðum,“ segir Aron og á við 2-1 sigur Íslands í París á EM fyrir tveimur árum. Austurríkismenn þurftu mark og Íslendingar voru í nauðvörn. En úr skyndisókn kom sigurmark Íslands og sæti í 16-liða úrslitunum var gulltryggt. Aron segist hafa verið fullviss um að hann næði leiknum þegar flugvél landsliðsins lenti í Rússlandi þann 9. júní, sléttri viku fyrir leik. „Þá leið mér betur, búinn að vinna mikið með sjúkraþjálfurunum og gekk bara vel. Svo þegar við vorum komnir hingað, ég tók þessa rólegu æfingu eftir flugið, þá leið mér eins og ég væri mættur. Fékk second wind sem keyrði mig í leikinn,“ segir Aron. Fimm vikna endurhæfing að baki sem virðist hafa verið lögð hárrétt upp. „Þetta var mikil vinna. Þetta var alltaf að fara að vera blóð, sviti og tár en ég var staðráðinn í að ná þessu. Bara sett full steam ahead,“ segir fyrirliðinn. Hausinn og adrenalínið á Spartak-leikvanginum hafi komið honum í gegnum Argentínuleikinn.Aron og Messi fara yfir málin með pólska dómaranum fyrir leik. Aron lét það alveg vera að biðja um treyju Messi eftir leik, sú fór til Birkis Bjarnasonar.Vísir/VilhelmAftur stærsti leikur sögunnar Þjóðinni líður eins og Ísland hafi unnið frækinn sigur á Argentínu þótt niðurstaðan hafi verið að stigununum var skipt jafnt á milli liðanna. Eitt stig, ekki þrjú. Aron Einar segir liðið komið niður á jörðina. „Já, það var gert strax eftir leik. Við áttum okkur á því. Þetta var gott stig og setur klárlega standardinn,“ segir Aron Einar. Líkt og eftir fyrsta leikinn á EM fyrir tveimur árum þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik, lið sem átti eftir að fara alla leið í keppninni. Strákarnir fá góða pásu milli fyrsta og annars leiks sem verður gegn Nígeríu í Volgograd á föstudaginn. „Núna er bara annar stærsti leikur sögunnar gegn Nígeríu. Við þurfum að gíra okkur upp í hann,“ segir Aron Einar.Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson í meðferð á æfingasvæðinu í Kabardinka daginn eftir Argentínuleikinn.Vísir/VilhelmÆtlar að fjölga mínútunum „Það verður annar erfiður leikur. Þeir koma til okkar með núll punkta og vilja klárlega sækja þessi þrjú stig. Þurfum að vera á tánum mæta þeim af krafti því þeir koma pottþétt í leikinn með krafti og ætla að rúlla yfir okkur. Við þurfum að standa þéttir og með kassann út.“ Aron Einar spilaði sem fyrr segir 75 mínútur en planið sé að ná enn fleiri mínútum gegn Nígeríu. „Við vorum ekki með neinn x-fjölda mínútna. Heimir nikkaði á mig á 70. mínútu, var farinn að sjá að ég var orðinn svolítið þreyttur. Ég ákvað að gefa honum auka fimm mínútur svo varamaðurinn sem var að koma inn á gæti hitað aðeins lengur. Að ná 75 mínútum var framar vonum.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn