Hörður hlær að argentínska þjálfaranum sem „hljóp á vegg“ Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 19. júní 2018 19:00 Hörður Björgvin Magnússon gat ekki annað en skemmt sér yfir ummælum argentínska þjálfarans. vísir/vilhelm Jorge Sampaoli, þjálfari argentínska landsliðsins í fótbolta, féll með stæl á prófinu gegn strákunum okkar í fyrsta leik liðanna á HM 2018 í fótbolta en liðin skildu jöfn, 1-1, í Moskvu. Sampaoli þykir einn flottasti taktíker þjálfaraheimsins í dag en hann kom íslenska þjálfarateyminu nákvæmlega ekkert á óvart í leiknum eins og Freyr Alexandersson, yfirnjósnari íslenska liðsins, útskýrði í fyrradag. Eitt af því sem Argentínumaðurinn ætlaði að gera í leiknum og lagði upp með var að að ráðast á Hörð Björgvin Magnússon í vinstri bakverðinum sem að hann taldi þá vera einn veikasta hlekk liðsins. „Allir leikir eru mismunandi. Færslurnar voru of hægar hjá okkur og við gátum ekki sært þá. Þeir voru of margir fyrir okkur. Við vildum ráðast á vinstri bakvörðinn þeirra (Hörð Björgvin) og særa þá þar. Það gekk ekki,“ sagði Sampaoli á blaðamannafundi eftir leik. Vítaspyrna var vissulega dæmd á Hörð Björgvin í leiknum en flestir sparkspekingar heimsins eru búnir að útskýra að það var rangur dómur. Framarinn uppaldi spilaði stórvel og sendi Sampaoli pillu aðspurður út í ummæli hans í dag. „Ég hreinlega veit ekki hvað skal segja. Hann hafði rangt fyrir sér. Hann bara hljóp á vegg og verður að taka skellinn,“ sagði Hörður Björgvin Magnússon á æfingu landsliðsins í dag og hló.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Birkir Már: Ég hef aldrei komið í þessa saltverksmiðju Erlendir blaðamenn láta mikið með það að fjögurra barna faðirinn Birkir Már Sævarsson sé eini leikmaðurinn á HM sem hafi þurft að fá frí í vinnunni svo hann gæti farið til Rússlands. 19. júní 2018 14:30 Föstu leikatriðin vopn í búrinu Við vissum nákvæmlega hvað við vildum gera en náðum ekki að fría okkur, segir Kári Árnason um föstu leikatriðin gegn Argentínu. 19. júní 2018 12:00 HM í dag: Gaulandi strandvörður gerði sitt besta til að eyðileggja þáttinn Það er steikjandi hiti í Kabardinka í dag og strákarnir skelltu sér aðeins á ströndina í morgunsárið til þess að taka út stemninguna. 19. júní 2018 09:00 Vel undirbúinn fyrir þær stóru ákvarðarnir sem skiluðu Íslandi á HM Einn af njósnurum landsliðsins segir Eyjamanninn frábæran þjálfara sem lætur öllum líða vel í kringum sig. 19. júní 2018 16:00 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Jorge Sampaoli, þjálfari argentínska landsliðsins í fótbolta, féll með stæl á prófinu gegn strákunum okkar í fyrsta leik liðanna á HM 2018 í fótbolta en liðin skildu jöfn, 1-1, í Moskvu. Sampaoli þykir einn flottasti taktíker þjálfaraheimsins í dag en hann kom íslenska þjálfarateyminu nákvæmlega ekkert á óvart í leiknum eins og Freyr Alexandersson, yfirnjósnari íslenska liðsins, útskýrði í fyrradag. Eitt af því sem Argentínumaðurinn ætlaði að gera í leiknum og lagði upp með var að að ráðast á Hörð Björgvin Magnússon í vinstri bakverðinum sem að hann taldi þá vera einn veikasta hlekk liðsins. „Allir leikir eru mismunandi. Færslurnar voru of hægar hjá okkur og við gátum ekki sært þá. Þeir voru of margir fyrir okkur. Við vildum ráðast á vinstri bakvörðinn þeirra (Hörð Björgvin) og særa þá þar. Það gekk ekki,“ sagði Sampaoli á blaðamannafundi eftir leik. Vítaspyrna var vissulega dæmd á Hörð Björgvin í leiknum en flestir sparkspekingar heimsins eru búnir að útskýra að það var rangur dómur. Framarinn uppaldi spilaði stórvel og sendi Sampaoli pillu aðspurður út í ummæli hans í dag. „Ég hreinlega veit ekki hvað skal segja. Hann hafði rangt fyrir sér. Hann bara hljóp á vegg og verður að taka skellinn,“ sagði Hörður Björgvin Magnússon á æfingu landsliðsins í dag og hló.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Birkir Már: Ég hef aldrei komið í þessa saltverksmiðju Erlendir blaðamenn láta mikið með það að fjögurra barna faðirinn Birkir Már Sævarsson sé eini leikmaðurinn á HM sem hafi þurft að fá frí í vinnunni svo hann gæti farið til Rússlands. 19. júní 2018 14:30 Föstu leikatriðin vopn í búrinu Við vissum nákvæmlega hvað við vildum gera en náðum ekki að fría okkur, segir Kári Árnason um föstu leikatriðin gegn Argentínu. 19. júní 2018 12:00 HM í dag: Gaulandi strandvörður gerði sitt besta til að eyðileggja þáttinn Það er steikjandi hiti í Kabardinka í dag og strákarnir skelltu sér aðeins á ströndina í morgunsárið til þess að taka út stemninguna. 19. júní 2018 09:00 Vel undirbúinn fyrir þær stóru ákvarðarnir sem skiluðu Íslandi á HM Einn af njósnurum landsliðsins segir Eyjamanninn frábæran þjálfara sem lætur öllum líða vel í kringum sig. 19. júní 2018 16:00 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Birkir Már: Ég hef aldrei komið í þessa saltverksmiðju Erlendir blaðamenn láta mikið með það að fjögurra barna faðirinn Birkir Már Sævarsson sé eini leikmaðurinn á HM sem hafi þurft að fá frí í vinnunni svo hann gæti farið til Rússlands. 19. júní 2018 14:30
Föstu leikatriðin vopn í búrinu Við vissum nákvæmlega hvað við vildum gera en náðum ekki að fría okkur, segir Kári Árnason um föstu leikatriðin gegn Argentínu. 19. júní 2018 12:00
HM í dag: Gaulandi strandvörður gerði sitt besta til að eyðileggja þáttinn Það er steikjandi hiti í Kabardinka í dag og strákarnir skelltu sér aðeins á ströndina í morgunsárið til þess að taka út stemninguna. 19. júní 2018 09:00
Vel undirbúinn fyrir þær stóru ákvarðarnir sem skiluðu Íslandi á HM Einn af njósnurum landsliðsins segir Eyjamanninn frábæran þjálfara sem lætur öllum líða vel í kringum sig. 19. júní 2018 16:00