Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 19. júní 2018 20:30 Utanríkismálanefnd Alþingis kemur saman eftir helgi til að ræða nýlegar fregnir frá Bandaríkjunum þess efnis að börn ólöglegra innflytjenda séu aðskilin frá foreldrum sínum við komuna til Bandaríkjanna. Greint hefur verið frá því að um 2000 börn hafi verið tekið frá foreldrum sínum undanfarna mánuði og hafa dvalið í flóttamannabúðum á meðan foreldrar þeirra eru sóttir til saka. Myndir sem hafa birst í fjölmiðlum vestanhafs hafa vakið mikla reiði. Hér á landi virðist sú reiði ekki staðið á sér en boðað hefur verið til mótmælagöngu frá Austurvelli að Bandaríska sendiráðinu á fimmtudag og undirskriftarlisti gegn aðgerðum Bandaríkjastjórnar gengur um á Facebook. Á Facebook viðburði mótmælagöngunnar segir: „Við ætlum að hittast á Austurvelli með kerti og mótmælaspjöld og ganga þaðan að bandaríska sendiráðinu. Við krefjumst þess að aðskilnaði barna og foreldra stoppi umsvifalaust. Og við krefjumst þess að mannúðlega sé komið fram við flóttafólk allsstaðar.“Nokkrir þingmenn hafa tekið undir kröfur þess efnis að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar er þeirra á meðal. „Ég krefst þess að við sendum Bandaríkjastjórn skýr skilaboð um að þetta er ekki í boði. Þetta er aldrei í boði sama hvaða innflytjendastefnu þú ætlar að framfylgja,“ segir hún. Hún bendir á að víða um heim sé brotið á réttindum flóttafólks en það sem geri aðgerðir Bandaríkjastjórnar sérlega ógeðfelldar er að þar koma sameinaðar fjölskyldur yfir landamærin þar sem þeim er kerfisbundið sundrað af hinu opinbera. Þá verði Ísland að láta í sér heyra þegar um er að ræða svo nána bandalagsþjóð. „Nú er um að ræða NATO þjóð. Þannig að ég held að við eigum að fá aðrar NATO þjóðir til dæmis með okkur í lið til að fordæma aðgerðir Bandaríkjastjórnar. Að fjarlægja lítil börn frá foreldrum sínum er algerlega óforsvaranlegt.“ Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur 18. júní 2018 06:00 Mikil reiði vegna stefnu um börn ólöglegra innflytjenda Mikil reiði hefur blossað upp í Bandaríkjunum vegna nýrrar stefnu um að taka megi börn frá ólöglegum innflytjendum og vista þau í flóttamannabúðum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið. 18. júní 2018 23:13 Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira
Utanríkismálanefnd Alþingis kemur saman eftir helgi til að ræða nýlegar fregnir frá Bandaríkjunum þess efnis að börn ólöglegra innflytjenda séu aðskilin frá foreldrum sínum við komuna til Bandaríkjanna. Greint hefur verið frá því að um 2000 börn hafi verið tekið frá foreldrum sínum undanfarna mánuði og hafa dvalið í flóttamannabúðum á meðan foreldrar þeirra eru sóttir til saka. Myndir sem hafa birst í fjölmiðlum vestanhafs hafa vakið mikla reiði. Hér á landi virðist sú reiði ekki staðið á sér en boðað hefur verið til mótmælagöngu frá Austurvelli að Bandaríska sendiráðinu á fimmtudag og undirskriftarlisti gegn aðgerðum Bandaríkjastjórnar gengur um á Facebook. Á Facebook viðburði mótmælagöngunnar segir: „Við ætlum að hittast á Austurvelli með kerti og mótmælaspjöld og ganga þaðan að bandaríska sendiráðinu. Við krefjumst þess að aðskilnaði barna og foreldra stoppi umsvifalaust. Og við krefjumst þess að mannúðlega sé komið fram við flóttafólk allsstaðar.“Nokkrir þingmenn hafa tekið undir kröfur þess efnis að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar er þeirra á meðal. „Ég krefst þess að við sendum Bandaríkjastjórn skýr skilaboð um að þetta er ekki í boði. Þetta er aldrei í boði sama hvaða innflytjendastefnu þú ætlar að framfylgja,“ segir hún. Hún bendir á að víða um heim sé brotið á réttindum flóttafólks en það sem geri aðgerðir Bandaríkjastjórnar sérlega ógeðfelldar er að þar koma sameinaðar fjölskyldur yfir landamærin þar sem þeim er kerfisbundið sundrað af hinu opinbera. Þá verði Ísland að láta í sér heyra þegar um er að ræða svo nána bandalagsþjóð. „Nú er um að ræða NATO þjóð. Þannig að ég held að við eigum að fá aðrar NATO þjóðir til dæmis með okkur í lið til að fordæma aðgerðir Bandaríkjastjórnar. Að fjarlægja lítil börn frá foreldrum sínum er algerlega óforsvaranlegt.“
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur 18. júní 2018 06:00 Mikil reiði vegna stefnu um börn ólöglegra innflytjenda Mikil reiði hefur blossað upp í Bandaríkjunum vegna nýrrar stefnu um að taka megi börn frá ólöglegum innflytjendum og vista þau í flóttamannabúðum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið. 18. júní 2018 23:13 Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira
Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur 18. júní 2018 06:00
Mikil reiði vegna stefnu um börn ólöglegra innflytjenda Mikil reiði hefur blossað upp í Bandaríkjunum vegna nýrrar stefnu um að taka megi börn frá ólöglegum innflytjendum og vista þau í flóttamannabúðum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið. 18. júní 2018 23:13
Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28