Stendur ríkisstjórnin við stóru orðin? Sólveig María Árnadóttir skrifar 2. júní 2018 17:38 Kennaraskortur hér á landi hefur verið mikið í umræðunni og fækkun kennaranema á milli ára hefur verið áhyggjuefni. Til eru heilu bunkarnir af einhverjum aðgerðaráætlunum og greiningum, svo alvarlega hefur verið horft á vandann. Þá hefur Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra talað fyrir mikilvægi þess að gera kennaranámið eftirsóknarvert. Það er því afar ánægjuleg staðreynd að þegar þetta er skrifað, er ljóst að nærri tvöföldun er í umsóknum um kennaranám við Háskólann á Akureyri auk þess sem umsóknir við háskólann hafa aldrei verið fleiri. Ég hef fylgst með þróun umsókna síðustu vikurnar og hélt satt best að segja að um lélegt grín væri að ræða í upphafi, tölurnar gætu ekki verið réttar. Eftir að hafa verið sannfærð um að svo væri ekki, fylltist ég stolti og viðurkenni að aukin aðsókn kemur mér ekki á óvart. Staðreyndin er sú að við erum að gera mjög vel. Við bjóðum upp á sveigjanlegt nám og gætum þess að allir okkar nemendur hafi jafnt aðgengi að námi, hvort sem að próftökustaður þeirra sé í HA eða á Ísafirði. Háskólinn úti á landi, sem einhverjir höfðu litla sem enga trú á í upphafi, þjónustar nefnilega allt landið og skiptir gríðarlega miklu máli þegar kemur að eflingu byggða, greiðu og jöfnu aðgengi að námi. Háskólinn er persónulegur, sem gerir það að verkum að lagt er upp úr því að þjónusta, styðja og mæta þörfum hvers og eins. Hvað varðar kennaranámið er ljóst að við þurfum ekki að klóra okkur í hausinn enn eina ferðina og velta því fyrir okkur hvernig við gerum kennaranámið eftirsóknarvert og aukum nýliðun. Tækifærið er komið og felst meðal annars í því að taka almennilega á móti öllum þeim sem hyggjast hefja nám við kennaradeild HA í haust. Mín upplifun af kennaradeildinni er sú að rík áhersla er lögð á það að tryggja gæði náms og kennslu. Námið er fjölbreytt og krefjandi. Það er skemmtilegt og tekur virkilega á stórum þáttum sem skipta mál. Þá er stuðningur kennara við nemendur til fyrirmyndar og er mikilvægur þáttur sem þarf að tryggja. Nú er kominn tími til þess að standa við stóru orðin. Ríkisstjórnin boðaði til stórsóknar í menntamálum og nú er tækifærið til þess að sýna það í verki. Það hefur þrengt verulega að háskólanum síðustu ár og nú er ljóst að þar þarf að vera breyting á. Það þarf að hækka það fjármagn sem gert er ráð fyrir að fari til Háskólans á Akureyri í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Háskólinn á Akureyri þjónustar nemendur út um allt land og er gríðarlega mikilvæg stofnun þegar kemur að byggðarþróun og eflingu samfélaga. Von mín er sú að ríkisstjórnin sjái hér tækifæri til þess að efla aðgengi að háskólanámi á landinu öllu svo að ekki þurfi að grípa til almennra aðgangstakmarkana í nám við Háskólann á Akureyri og draga þannig úr jöfnu aðgengi að námi.Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Kennaraskortur hér á landi hefur verið mikið í umræðunni og fækkun kennaranema á milli ára hefur verið áhyggjuefni. Til eru heilu bunkarnir af einhverjum aðgerðaráætlunum og greiningum, svo alvarlega hefur verið horft á vandann. Þá hefur Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra talað fyrir mikilvægi þess að gera kennaranámið eftirsóknarvert. Það er því afar ánægjuleg staðreynd að þegar þetta er skrifað, er ljóst að nærri tvöföldun er í umsóknum um kennaranám við Háskólann á Akureyri auk þess sem umsóknir við háskólann hafa aldrei verið fleiri. Ég hef fylgst með þróun umsókna síðustu vikurnar og hélt satt best að segja að um lélegt grín væri að ræða í upphafi, tölurnar gætu ekki verið réttar. Eftir að hafa verið sannfærð um að svo væri ekki, fylltist ég stolti og viðurkenni að aukin aðsókn kemur mér ekki á óvart. Staðreyndin er sú að við erum að gera mjög vel. Við bjóðum upp á sveigjanlegt nám og gætum þess að allir okkar nemendur hafi jafnt aðgengi að námi, hvort sem að próftökustaður þeirra sé í HA eða á Ísafirði. Háskólinn úti á landi, sem einhverjir höfðu litla sem enga trú á í upphafi, þjónustar nefnilega allt landið og skiptir gríðarlega miklu máli þegar kemur að eflingu byggða, greiðu og jöfnu aðgengi að námi. Háskólinn er persónulegur, sem gerir það að verkum að lagt er upp úr því að þjónusta, styðja og mæta þörfum hvers og eins. Hvað varðar kennaranámið er ljóst að við þurfum ekki að klóra okkur í hausinn enn eina ferðina og velta því fyrir okkur hvernig við gerum kennaranámið eftirsóknarvert og aukum nýliðun. Tækifærið er komið og felst meðal annars í því að taka almennilega á móti öllum þeim sem hyggjast hefja nám við kennaradeild HA í haust. Mín upplifun af kennaradeildinni er sú að rík áhersla er lögð á það að tryggja gæði náms og kennslu. Námið er fjölbreytt og krefjandi. Það er skemmtilegt og tekur virkilega á stórum þáttum sem skipta mál. Þá er stuðningur kennara við nemendur til fyrirmyndar og er mikilvægur þáttur sem þarf að tryggja. Nú er kominn tími til þess að standa við stóru orðin. Ríkisstjórnin boðaði til stórsóknar í menntamálum og nú er tækifærið til þess að sýna það í verki. Það hefur þrengt verulega að háskólanum síðustu ár og nú er ljóst að þar þarf að vera breyting á. Það þarf að hækka það fjármagn sem gert er ráð fyrir að fari til Háskólans á Akureyri í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Háskólinn á Akureyri þjónustar nemendur út um allt land og er gríðarlega mikilvæg stofnun þegar kemur að byggðarþróun og eflingu samfélaga. Von mín er sú að ríkisstjórnin sjái hér tækifæri til þess að efla aðgengi að háskólanámi á landinu öllu svo að ekki þurfi að grípa til almennra aðgangstakmarkana í nám við Háskólann á Akureyri og draga þannig úr jöfnu aðgengi að námi.Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun