Ætla að fagna sæti Íslands í sextán liða úrslitum í gamalli sígarettuverksmðju Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2018 17:00 Gamla sígarettuverksmiðjan er nú hin fallegasti gastropub þar sem Íslendingar ætla að hittast eftir leikinn gegn Króatíu í Rostov. Óðum styttist í að landsliðið okkar hefji keppni á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Þótt óljóst sé hve margir stuðningsmenn Íslands mæta á leiki liðsins ytra má í það minnsta fullyrða að þeir verða í þúsundum talið. Af því tilefni ætlar ferðaskrifstofan Tripical í samstarfi við Tólfuna að slá upp Íslendingapartý eftir leiki liðsins ytra. Þar er lofað öryggisgæslu í háklassa þar sem Íslendingar geta skemmt sér saman. „Það verða partý í öllum borgunum. Íslensk þjóðhátíðarstemning og það verða góð verð á drykkjum,“ segir Tólfukempurnar Benjamín Hallbjörnsson og Sveinn Ásgeirsson. Neðst í fréttinni má finna upplýsingar um staðsetningu partýjanna þriggja en þau fara ýmist fram miðsvæðis í Moskvu (Uppselt), í sveitasal í Volgograd og í gamalli sígarettuverksmiðju í Rostov þegar sæti í sextán liða úrslitum HM verður vonandi í höfn.Fram hefur komið að Sendiráð Íslands í Moskvu efnir til viðburðar nálægt Rauða torginu í Moskvu fyrir Argentínuleikinn en Tólfan sér um stuðið eftir leiki.Frikki Dór og Jón Jónsson munu vafalítið gefa allt sem þeir eiga.vísir/stefánViðburður Tólfunnar og Tripical er nefndur „Risapartý“ og þar munu bræðurnir Frikki Dór og Jón Jónsson spila auk þess sem plötusnúðurinn Dóra Júlía mætir á svæðið. „Þetta er í takti við að sleppa því að hella í sig fyrir leik,“ segja þeir Benni og Svenni. Þeir minna á „draugasöguna“ um að ölvun ógildi miðann. Engin ástæða sé til að taka áhættu hvað það varði. „Mætum frekar snemma á leikinn, tökum þjóðsönginn, ég er kominn heim og stillum stúkurnar saman,“ segir Svenni. Það gefi leikmönnum byr undir báða vængi, að finna fyrir stuðningnum frá því þeir mæta sjálfir á leikvanginn, klæddir í jakkaföt og virða fyrir sér stóra sviðið. Svo verði sungið og trallað á leiknum en síðan geti allir skellt sér saman í partý.Birkir Bjarnason er örugglega velkomin í partýin en landsliðið flýgur aftur til Gelendzhik eftir leiki sína.Vísir/Vilhelm„Partýin verða á stórum skemmtistöðum fyrir svona 500-1000 manns. Það er búið að bóka staðina og þar verður aukin gæsla. Þarna kemst fólk í öryggi og allir Íslendingarnir geta djammað á einum stað,“ segja þeir félagar. Skemmtistaðirnir séu nálægt leikvöngunum í Volgograd og Rostov við Don. Í Moskvu sé skemmtistaðurinn nálægt Rauða torginu. „Tólfan ætlar að mæta beint eftir leik og skemmta sér með þeim sem koma. Þetta hentar okkur vel enda fljúga Tólfur heim í hádeginu daginn eftir leik.“ Styrmir Elí Ingólfsson sendi Vísi eftirfarandi upplýsingar um staðsetningu á partýjunum.Moskva: Zolotay Vobla (Golden Vobla) - veitingastaður og bar (rússneskur bar í rússneskum stíl)Metro Prospekt Mira, Protopopovskiy Lane, 3.Volgograd: Frant Hotel Palace - veislusalur (hálfgerður sveitasalur aðeins út fyrir kjarnann)Ulitsa Imeni Zemlyachki, 40, Volgograd, Volgogradskaya oblast', Russia, 400048 Rostov-On-Don: Bukovski - veitingastaður og bar (smíðaður í gamalli sígarettuverksmiðju)Gazetnyy Pereulok, 99, Rostov, Rostovskaya oblast', Russia, 344002 Nánari upplýsingar má finna á Facebook-viðburðunum fyrir partýin.Partý í MoskvuPartý í VolgogradPartý í Rostov við Don HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Sjá meira
Óðum styttist í að landsliðið okkar hefji keppni á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Þótt óljóst sé hve margir stuðningsmenn Íslands mæta á leiki liðsins ytra má í það minnsta fullyrða að þeir verða í þúsundum talið. Af því tilefni ætlar ferðaskrifstofan Tripical í samstarfi við Tólfuna að slá upp Íslendingapartý eftir leiki liðsins ytra. Þar er lofað öryggisgæslu í háklassa þar sem Íslendingar geta skemmt sér saman. „Það verða partý í öllum borgunum. Íslensk þjóðhátíðarstemning og það verða góð verð á drykkjum,“ segir Tólfukempurnar Benjamín Hallbjörnsson og Sveinn Ásgeirsson. Neðst í fréttinni má finna upplýsingar um staðsetningu partýjanna þriggja en þau fara ýmist fram miðsvæðis í Moskvu (Uppselt), í sveitasal í Volgograd og í gamalli sígarettuverksmiðju í Rostov þegar sæti í sextán liða úrslitum HM verður vonandi í höfn.Fram hefur komið að Sendiráð Íslands í Moskvu efnir til viðburðar nálægt Rauða torginu í Moskvu fyrir Argentínuleikinn en Tólfan sér um stuðið eftir leiki.Frikki Dór og Jón Jónsson munu vafalítið gefa allt sem þeir eiga.vísir/stefánViðburður Tólfunnar og Tripical er nefndur „Risapartý“ og þar munu bræðurnir Frikki Dór og Jón Jónsson spila auk þess sem plötusnúðurinn Dóra Júlía mætir á svæðið. „Þetta er í takti við að sleppa því að hella í sig fyrir leik,“ segja þeir Benni og Svenni. Þeir minna á „draugasöguna“ um að ölvun ógildi miðann. Engin ástæða sé til að taka áhættu hvað það varði. „Mætum frekar snemma á leikinn, tökum þjóðsönginn, ég er kominn heim og stillum stúkurnar saman,“ segir Svenni. Það gefi leikmönnum byr undir báða vængi, að finna fyrir stuðningnum frá því þeir mæta sjálfir á leikvanginn, klæddir í jakkaföt og virða fyrir sér stóra sviðið. Svo verði sungið og trallað á leiknum en síðan geti allir skellt sér saman í partý.Birkir Bjarnason er örugglega velkomin í partýin en landsliðið flýgur aftur til Gelendzhik eftir leiki sína.Vísir/Vilhelm„Partýin verða á stórum skemmtistöðum fyrir svona 500-1000 manns. Það er búið að bóka staðina og þar verður aukin gæsla. Þarna kemst fólk í öryggi og allir Íslendingarnir geta djammað á einum stað,“ segja þeir félagar. Skemmtistaðirnir séu nálægt leikvöngunum í Volgograd og Rostov við Don. Í Moskvu sé skemmtistaðurinn nálægt Rauða torginu. „Tólfan ætlar að mæta beint eftir leik og skemmta sér með þeim sem koma. Þetta hentar okkur vel enda fljúga Tólfur heim í hádeginu daginn eftir leik.“ Styrmir Elí Ingólfsson sendi Vísi eftirfarandi upplýsingar um staðsetningu á partýjunum.Moskva: Zolotay Vobla (Golden Vobla) - veitingastaður og bar (rússneskur bar í rússneskum stíl)Metro Prospekt Mira, Protopopovskiy Lane, 3.Volgograd: Frant Hotel Palace - veislusalur (hálfgerður sveitasalur aðeins út fyrir kjarnann)Ulitsa Imeni Zemlyachki, 40, Volgograd, Volgogradskaya oblast', Russia, 400048 Rostov-On-Don: Bukovski - veitingastaður og bar (smíðaður í gamalli sígarettuverksmiðju)Gazetnyy Pereulok, 99, Rostov, Rostovskaya oblast', Russia, 344002 Nánari upplýsingar má finna á Facebook-viðburðunum fyrir partýin.Partý í MoskvuPartý í VolgogradPartý í Rostov við Don
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Sjá meira