Þrautagangan Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 7. júní 2018 10:00 Þegar stjórnmálaflokkar með ólíkar áherslur fara í ríkisstjórnarsamstarf þurfa þeir vitanleg að ná málamiðlun í ýmsum málum. Í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur málamiðlun milli flokkanna nær eingöngu falist í því að Vinstri græn gefa eftir. Við þetta bætist að Framsóknarflokkurinn fylgir Sjálfstæðisflokknum sjálfkrafa, sennilega af gömlum vana, allavega er eins og menn þar á bæ kunni ekki annað. Fyrir vikið gleymist jafnvel að Framsóknarflokkurinn er hluti af þessari ríkisstjórn. Hann er svo passífur að það er eins og hann sé ekki á svæðinu. Á sama tíma sést á Vinstri grænum að þau eru farin að þjást verulega í ríkisstjórnarsamstarfinu. Útspilið um lækkun veiðigjalda, sem hyglar stórum fyrirtækjum í sjávarútvegi, gat ekki annað en valdið ógleði innan raða Vinstri grænna. Það hlýtur að hafa aukið mjög á þessa vanlíðan að einn þingmanna flokksins er formaður atvinnuveganefndar en meirihluti hennar lagði frumvarpið fram. Vinstri græn reyndu að réttlæta stuðning sinn við frumvarpið með hjali um umhyggju sína fyrir minni fyrirtækjum í sjávarútvegi. Þá umhyggju hefði þurft að sýna í annars konar aðgerðum en þeim að leggja fram og styðja frumvarp þar sem tíu stærstu útgerðirnar áttu að fá um helming lækkunarinnar. Samfylkingin og Viðreisn virðast vera sérlega næm á þjáningar Vinstri grænna og þótt þessir tveir flokkar séu á ýmsan hátt velviljaðir þeim sem eiga bágt vilja þeir fremur auka vanlíðan Vinstri grænna en draga úr henni. Allavega hömuðust þessir flokkar á Vinstri grænum í eldhúsdagsumræðum á Alþingi fyrr í vikunni, enda ekki vanþörf á að veita tiltal flokki sem hefur frá stjórnarmyndun tölt á eftir Sjálfstæðisflokknum, vansæll og niðurlútur. Það er hörmungarsjón. Vinstri græn er flokkur sem allt frá stofnun hefur hamrað á mikilvægi þess að jafna kjörin, rétta hag þeirra sem minnst eiga og skapa þannig réttlátara samfélag. Það er sannarlega komin upp óvænt staða þegar flokkurinn leggst á árar með Sjálfstæðisflokknum í því að greiða götu útgerðarauðvaldsins. Ólíklegt er að þjóðin sé sammála því að sá samfélagshópur þurfi á alveg sérstökum stuðningi að halda. Forsvarsmenn stórútgerðarinnar hafa verið iðnir við það síðustu ár að greiða sér ríflegan arð. Þeir sem slíkt gera líða ekki skort, samt þagnar grátkór útgerðarinnar svo að segja aldrei, heldur barmar sér stöðugt. Ætíð getur hann svo leitað huggunar og skjóls í náðarfaðmi Sjálfstæðisflokksins og mætt þar djúpum og innilegum skilningi og ekta blíðu. Hin harða gagnrýni sem Vinstri græn hafa orðið að þola vegna þjónkunar sinnar við útgerðarauðvaldið og Sjálfstæðisflokkinn hefur orðið til þess að nú er flokkurinn að hrökklast frá málinu og er með því að reyna að bjarga heiðri sínum. Kjósendur bíða svo spenntir eftir því hvernig flokkurinn muni bregðast við þegar sjávarútvegsráðherra leggur í fyllingu tímans fram nýtt frumvarp um veiðigjöld þar sem stórútgerðinni verður vafalítið hyglað. Flest bendir til að þrautaganga Vinstri grænna í þessu ríkisstjórnarsamstarfi sé hafin. Rík ástæða er til að ætla að hún muni enda með ósköpum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Þegar stjórnmálaflokkar með ólíkar áherslur fara í ríkisstjórnarsamstarf þurfa þeir vitanleg að ná málamiðlun í ýmsum málum. Í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur málamiðlun milli flokkanna nær eingöngu falist í því að Vinstri græn gefa eftir. Við þetta bætist að Framsóknarflokkurinn fylgir Sjálfstæðisflokknum sjálfkrafa, sennilega af gömlum vana, allavega er eins og menn þar á bæ kunni ekki annað. Fyrir vikið gleymist jafnvel að Framsóknarflokkurinn er hluti af þessari ríkisstjórn. Hann er svo passífur að það er eins og hann sé ekki á svæðinu. Á sama tíma sést á Vinstri grænum að þau eru farin að þjást verulega í ríkisstjórnarsamstarfinu. Útspilið um lækkun veiðigjalda, sem hyglar stórum fyrirtækjum í sjávarútvegi, gat ekki annað en valdið ógleði innan raða Vinstri grænna. Það hlýtur að hafa aukið mjög á þessa vanlíðan að einn þingmanna flokksins er formaður atvinnuveganefndar en meirihluti hennar lagði frumvarpið fram. Vinstri græn reyndu að réttlæta stuðning sinn við frumvarpið með hjali um umhyggju sína fyrir minni fyrirtækjum í sjávarútvegi. Þá umhyggju hefði þurft að sýna í annars konar aðgerðum en þeim að leggja fram og styðja frumvarp þar sem tíu stærstu útgerðirnar áttu að fá um helming lækkunarinnar. Samfylkingin og Viðreisn virðast vera sérlega næm á þjáningar Vinstri grænna og þótt þessir tveir flokkar séu á ýmsan hátt velviljaðir þeim sem eiga bágt vilja þeir fremur auka vanlíðan Vinstri grænna en draga úr henni. Allavega hömuðust þessir flokkar á Vinstri grænum í eldhúsdagsumræðum á Alþingi fyrr í vikunni, enda ekki vanþörf á að veita tiltal flokki sem hefur frá stjórnarmyndun tölt á eftir Sjálfstæðisflokknum, vansæll og niðurlútur. Það er hörmungarsjón. Vinstri græn er flokkur sem allt frá stofnun hefur hamrað á mikilvægi þess að jafna kjörin, rétta hag þeirra sem minnst eiga og skapa þannig réttlátara samfélag. Það er sannarlega komin upp óvænt staða þegar flokkurinn leggst á árar með Sjálfstæðisflokknum í því að greiða götu útgerðarauðvaldsins. Ólíklegt er að þjóðin sé sammála því að sá samfélagshópur þurfi á alveg sérstökum stuðningi að halda. Forsvarsmenn stórútgerðarinnar hafa verið iðnir við það síðustu ár að greiða sér ríflegan arð. Þeir sem slíkt gera líða ekki skort, samt þagnar grátkór útgerðarinnar svo að segja aldrei, heldur barmar sér stöðugt. Ætíð getur hann svo leitað huggunar og skjóls í náðarfaðmi Sjálfstæðisflokksins og mætt þar djúpum og innilegum skilningi og ekta blíðu. Hin harða gagnrýni sem Vinstri græn hafa orðið að þola vegna þjónkunar sinnar við útgerðarauðvaldið og Sjálfstæðisflokkinn hefur orðið til þess að nú er flokkurinn að hrökklast frá málinu og er með því að reyna að bjarga heiðri sínum. Kjósendur bíða svo spenntir eftir því hvernig flokkurinn muni bregðast við þegar sjávarútvegsráðherra leggur í fyllingu tímans fram nýtt frumvarp um veiðigjöld þar sem stórútgerðinni verður vafalítið hyglað. Flest bendir til að þrautaganga Vinstri grænna í þessu ríkisstjórnarsamstarfi sé hafin. Rík ástæða er til að ætla að hún muni enda með ósköpum.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar