Alfreð: Gylfi býr yfir sjaldséðum gæðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júní 2018 07:30 Alfreð og Gylfi fagna marki Alfreðs í gær. vísir/vilhelm „Við töluðum um að gera nákvæmlega ekki það sem að við svo gerðum sem var að reyna að verja þessa 2-0 forystu,“ segir Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, um jafnteflið gegn Gana á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Strákarnir okkar spiluðu frábærlega í fyrri hálfleik og voru verðskuldað 2-0 yfir en Ganverjar tóku yfir leikinn síðasta hálftímann, pressuðu okkar menn niður að teignum og uppskáru sanngjarnt jöfnunarmark. „Við spiluðum svona oft á EM og þetta getur verið hættulegt. Þegar við framherjarnir erum að verjast á teig er erfitt að finna menn frammi og þá kemst aldrei neitt flæði í leikinn,“ segir Alfreð. Eins og Alfreð bendir á var þetta oft leikmyndin á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum en þá gekk allt upp og okkar menn hentu sér fyrir öll skot og Hannes varði allt annað þar til kom að Frakklandsleiknum fræga. Svona leikstíl er erfitt að treysta á og tæpt að okkar menn geti látið pressa sig svona aftur að eigin marki í öllum leikjunum á HM þar sem að þeir mæta nokkrum af betri leikmönnum heims. „Við treystum aðeins á lukkuna á EM og lágum til dæmis ansi aftarlega í leikjunum á móti Ungverjandi og Austurríki. Við vorum að kasta okkur fyrir allt og þá getur verið sentimetraspursmál hvort úr verði mark eða hornspyrna,“ segir Alfreð. „Þetta er mjög eðlileg afleiða þess sem við vorum að gera í seinni hálfleik en ekki það sem að við ætluðum að gera. Við ætluðum að byrja pressuna framar og vera ákveðnari. ÞEtta er eitthvað sem búið er að ræða en við náðum ekki að útfæra.“Gylfi sýndi geggjuð tilþrif í gær.vísir/vilhelmGylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliðinu í kvöld og var algjörlega magnaður en með hann í sínu besta standi, eða allt að því, inn á vellinum voru okkar menn miklu betri. Hann skapaði pláss fyrir alla, stýrði leiknum meistaralega og átti stóran þátt í báðum mörkunum. „Fyrir mig sem framherja er algjör draumur að spila með Gylfa. Ég hef spilað með nokkrum leikmönnum eins og honum, þó ekki mörgum, þar sem að maður tekur eitthvað hlaup og boltinn kemur bara til manns. Maður þarf ekkert að teygja sig eða neitt. Gylfi er þannig leikmaður að hann sér þig án þess að sjá þig,“ segir Alfreð. „Hann býr yfir ákveðinni ró og gæðum sem eru sjaldgæf hjá íslenskum leikmanni. Ég veit ekki hvort ég geti hreinlega hrósað honum mikið meira. Það vita allir hversu mikilvægur hann er fyrir okkur og það er algjör nauðsyn fyrir liðið að hann sé í standi. Hann leit vel út í leiknum og er búinn að líta vel út síðan að við byrjuðum að æfa.“Alfreð fagnar sínu marki í gær.vísir/vilhelmStrákarnir kvöddu þjóðina fyrir EM 2016 með 4-0 sigri á Lichtenstein. Þá var gaman í Laugardalnum og þó svo að mótherjinn hafi eki verið sá sterkasti var stemning eftir sigurinn og gaman fyrir liðið að kveðja þannig. Eftir leikinn í gær var stemningin ekki mikil og sætin mörg hver orðin auð í stúkunni. Er þetta eitthvað sem Alfreð hugsaði um á leiðinni til búningsklefa eftir leik? „Nei, ekki þannig. Ég er bara fyrst og fremst svekktur með frammistöðuna. Leikurinn átti að snúast um frammistöðuna og úrslitin áttu að fylgja. Það var leiðinlegt að geta ekki haldið þetta út í 90 mínútur því við verðum að geta haldið út á HM,“ segir Alfreð. „Við verðum að geta haldið ákefðinni lengur og sett í sjötta gírinn. Ég hef fulla trú á því að við getum það en nú verður þetta spurningamerki yfir okkur sem þið getið rætt. Við náum samt alltaf að gíra okkur upp í mótsleikina þannig að ég er hvorki hræddur né smeykur,“ segir Alfreð Finnbogason. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi Þór: Verð í toppstandi þegar HM byrjar Gylfi Þór Sigurðsson verður í toppstandi þegar flautað verður til leiks á HM í Rússlandi eftir níu daga. 7. júní 2018 22:34 Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „Það var smá stress og drama“ Handbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira
„Við töluðum um að gera nákvæmlega ekki það sem að við svo gerðum sem var að reyna að verja þessa 2-0 forystu,“ segir Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, um jafnteflið gegn Gana á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Strákarnir okkar spiluðu frábærlega í fyrri hálfleik og voru verðskuldað 2-0 yfir en Ganverjar tóku yfir leikinn síðasta hálftímann, pressuðu okkar menn niður að teignum og uppskáru sanngjarnt jöfnunarmark. „Við spiluðum svona oft á EM og þetta getur verið hættulegt. Þegar við framherjarnir erum að verjast á teig er erfitt að finna menn frammi og þá kemst aldrei neitt flæði í leikinn,“ segir Alfreð. Eins og Alfreð bendir á var þetta oft leikmyndin á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum en þá gekk allt upp og okkar menn hentu sér fyrir öll skot og Hannes varði allt annað þar til kom að Frakklandsleiknum fræga. Svona leikstíl er erfitt að treysta á og tæpt að okkar menn geti látið pressa sig svona aftur að eigin marki í öllum leikjunum á HM þar sem að þeir mæta nokkrum af betri leikmönnum heims. „Við treystum aðeins á lukkuna á EM og lágum til dæmis ansi aftarlega í leikjunum á móti Ungverjandi og Austurríki. Við vorum að kasta okkur fyrir allt og þá getur verið sentimetraspursmál hvort úr verði mark eða hornspyrna,“ segir Alfreð. „Þetta er mjög eðlileg afleiða þess sem við vorum að gera í seinni hálfleik en ekki það sem að við ætluðum að gera. Við ætluðum að byrja pressuna framar og vera ákveðnari. ÞEtta er eitthvað sem búið er að ræða en við náðum ekki að útfæra.“Gylfi sýndi geggjuð tilþrif í gær.vísir/vilhelmGylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliðinu í kvöld og var algjörlega magnaður en með hann í sínu besta standi, eða allt að því, inn á vellinum voru okkar menn miklu betri. Hann skapaði pláss fyrir alla, stýrði leiknum meistaralega og átti stóran þátt í báðum mörkunum. „Fyrir mig sem framherja er algjör draumur að spila með Gylfa. Ég hef spilað með nokkrum leikmönnum eins og honum, þó ekki mörgum, þar sem að maður tekur eitthvað hlaup og boltinn kemur bara til manns. Maður þarf ekkert að teygja sig eða neitt. Gylfi er þannig leikmaður að hann sér þig án þess að sjá þig,“ segir Alfreð. „Hann býr yfir ákveðinni ró og gæðum sem eru sjaldgæf hjá íslenskum leikmanni. Ég veit ekki hvort ég geti hreinlega hrósað honum mikið meira. Það vita allir hversu mikilvægur hann er fyrir okkur og það er algjör nauðsyn fyrir liðið að hann sé í standi. Hann leit vel út í leiknum og er búinn að líta vel út síðan að við byrjuðum að æfa.“Alfreð fagnar sínu marki í gær.vísir/vilhelmStrákarnir kvöddu þjóðina fyrir EM 2016 með 4-0 sigri á Lichtenstein. Þá var gaman í Laugardalnum og þó svo að mótherjinn hafi eki verið sá sterkasti var stemning eftir sigurinn og gaman fyrir liðið að kveðja þannig. Eftir leikinn í gær var stemningin ekki mikil og sætin mörg hver orðin auð í stúkunni. Er þetta eitthvað sem Alfreð hugsaði um á leiðinni til búningsklefa eftir leik? „Nei, ekki þannig. Ég er bara fyrst og fremst svekktur með frammistöðuna. Leikurinn átti að snúast um frammistöðuna og úrslitin áttu að fylgja. Það var leiðinlegt að geta ekki haldið þetta út í 90 mínútur því við verðum að geta haldið út á HM,“ segir Alfreð. „Við verðum að geta haldið ákefðinni lengur og sett í sjötta gírinn. Ég hef fulla trú á því að við getum það en nú verður þetta spurningamerki yfir okkur sem þið getið rætt. Við náum samt alltaf að gíra okkur upp í mótsleikina þannig að ég er hvorki hræddur né smeykur,“ segir Alfreð Finnbogason.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi Þór: Verð í toppstandi þegar HM byrjar Gylfi Þór Sigurðsson verður í toppstandi þegar flautað verður til leiks á HM í Rússlandi eftir níu daga. 7. júní 2018 22:34 Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „Það var smá stress og drama“ Handbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira
Gylfi Þór: Verð í toppstandi þegar HM byrjar Gylfi Þór Sigurðsson verður í toppstandi þegar flautað verður til leiks á HM í Rússlandi eftir níu daga. 7. júní 2018 22:34
Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50