Marcelo pirraður út í umræðuna eftir Meistaradeildarsigur Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2018 14:45 Marcelo og Sergio Ramos með Meistaradeildarbikarinn. Vísir/Getty Brasilíumaðurinn Marcelo vann á dögunum Meistaradeildina þriðja árið í röð með Real Madrid en hann er ekki sáttur með umræðuna eftir leikinn. Í stað þess að lofsyngja einstakan árangur Real Madrid liðsins þá finnst Marcelo að blaðamenn og aðrir hafi leitað uppi það neikvæða við sigur spænska liðsins. Umfjöllunin hefur vissulega snúist mikið í kringum meiðsli Liverpool-manna og tuddaskap fyrirliða Real Madrid. Marcelo ræddi þetta á blaðamannafundi með brasilíska landsliðinu en bakvörðurinn er á leiðinni á HM í Rússlandi eins og íslenska landsliðið. Markvörðurinn Loris Karius gerði skelfileg mistök í leiknum og stórstjarna Liverpool-liðsins, Mo Salah, fór meiddur og grátandi af velli. Sergio Ramos fékk síðan á sig mikla gagnrýni fyrir að gefa Karius olnbogaskot og snúa síðan Mo Salah niður þegar Egyptinn meiddist. 'We win three Champions League trophies in a row... but people talk more about the collision with Loris Karius' Marcelo says people should appreciate Real Madrid's achievement. pic.twitter.com/qEFp9zR4J5 — ESPN FC (@ESPNFC) June 8, 2018 „Það pirrar mig að þegar við vinnum Meistaradeildina þriðja árið í röð og menn eru að segja að það sé vegna þess að einn leikmaður lenti í árekstri við markvörð þeirra eða að einn leikmaður þeirra þurfti að fara af velli eða að þeir fengu ekki vítaspyrnu sem þeir áttu að fá,“ segir Marcelo eins og sjá má hér fyrir ofan. Marcelo hélt áfram: „Mér finnst að fólk eiga að gefa okkur meira hrós. Real Madrid hefur unnið þessa þrjá titla á eigin verðleikum. Það er aftur á móti meira rætt um áreksturinn við Loris Karius en mörkin þrjú sem við skoruðum í leiknum,“ sagði Marcelo. „Við unnum Meistaradeildina og allir voru að kenna markverðinum um tapið. Greyið markvörðurinn þurfti að taka alla sökina fyrir allt liðið,“ sagði Marcelo hálf hlæjandi. HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Brasilíumaðurinn Marcelo vann á dögunum Meistaradeildina þriðja árið í röð með Real Madrid en hann er ekki sáttur með umræðuna eftir leikinn. Í stað þess að lofsyngja einstakan árangur Real Madrid liðsins þá finnst Marcelo að blaðamenn og aðrir hafi leitað uppi það neikvæða við sigur spænska liðsins. Umfjöllunin hefur vissulega snúist mikið í kringum meiðsli Liverpool-manna og tuddaskap fyrirliða Real Madrid. Marcelo ræddi þetta á blaðamannafundi með brasilíska landsliðinu en bakvörðurinn er á leiðinni á HM í Rússlandi eins og íslenska landsliðið. Markvörðurinn Loris Karius gerði skelfileg mistök í leiknum og stórstjarna Liverpool-liðsins, Mo Salah, fór meiddur og grátandi af velli. Sergio Ramos fékk síðan á sig mikla gagnrýni fyrir að gefa Karius olnbogaskot og snúa síðan Mo Salah niður þegar Egyptinn meiddist. 'We win three Champions League trophies in a row... but people talk more about the collision with Loris Karius' Marcelo says people should appreciate Real Madrid's achievement. pic.twitter.com/qEFp9zR4J5 — ESPN FC (@ESPNFC) June 8, 2018 „Það pirrar mig að þegar við vinnum Meistaradeildina þriðja árið í röð og menn eru að segja að það sé vegna þess að einn leikmaður lenti í árekstri við markvörð þeirra eða að einn leikmaður þeirra þurfti að fara af velli eða að þeir fengu ekki vítaspyrnu sem þeir áttu að fá,“ segir Marcelo eins og sjá má hér fyrir ofan. Marcelo hélt áfram: „Mér finnst að fólk eiga að gefa okkur meira hrós. Real Madrid hefur unnið þessa þrjá titla á eigin verðleikum. Það er aftur á móti meira rætt um áreksturinn við Loris Karius en mörkin þrjú sem við skoruðum í leiknum,“ sagði Marcelo. „Við unnum Meistaradeildina og allir voru að kenna markverðinum um tapið. Greyið markvörðurinn þurfti að taka alla sökina fyrir allt liðið,“ sagði Marcelo hálf hlæjandi.
HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Körfubolti