Traust fjármál skila góðri þjónustu og uppbyggingu Almar Guðmundsson skrifar 20. maí 2018 17:05 Ný greining Samtaka atvinnulífsins á fjármálum og rekstri 12 stærstu sveitarfélaga landsins er athyglisverð. Greiningin lítur heildstætt á fjárhagslega mælikvarða, svo sem skuldastöðu, rekstrarafkomu og álögur á íbúa. Hún tekur líka tillit til ánægju íbúanna með ýmsa þjónustuþætti. Niðurstaðan er sú að Garðabær er í hópi þeirra sveitarfélaga sem allra best standa og er sterk staða bæjarins staðfest enn á ný. Ársskýrsla eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga sem gefin var út í desember 2017 gefur einnig góða mynd af stöðu Garðabæjar í samanburði við önnur sveitarfélög í landinu sem eru á meðal þeirra 10 stærstu (tölur um rekstur 2016). Þar má sjá að rekstrarniðurstaða Garðabæjar sem hlutfall af tekjum var 12% en meðaltal hinna sveitarfélaganna var 6%. Veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum var 21% í Garðabæ en 16% að meðaltali í samanburðarsveitarfélögum. Þá var skuldahlutfall samanburðarsveitarfélaganna (150%) að jafnaði nærri tvöfalt hærra en í Garðabæ (79%). Með öðrum orðum, Garðabær er í forystu meðal stærri sveitarfélaga landsins þegar kemur að fjármálum. Það er mikilvægt að átta sig á hverju þessi staða skilar. Traust fjárhagsstaða ein og sér er ekki markmið en hún skapar mikilvægan grunn. Grunn að betri þjónustu, lægri álögum, meiri fjárfestingagetu og svo mætti áfram telja. Góð afkoma og fjárhagsstaða í Garðabæ undanfarin ár og áratugi skilar sér m.a. í eftirtöldu: Álögur á bæjarbúa eru með því lægsta sem gerist meðal sveitarfélaga. Tekjur bæjarins skila sér beint í þjónustu, enda eru vaxtagjöld ekki fjárfrekur útgjaldaliður. Það er mikil ánægja með þjónustu við íbúa Garðabæjar enda skapar fjárhagsleg staða möguleika á að horfa sérstaklega til ólíkra þarfa og sveigjanleika við veitingu þjónustu. Í Garðabæ komast börn inn á leikskóla fyrr en almennt gerist eða við 12 mánaða aldur. Þá loka leikskólar ekki á sumrin þannig að það eru notendur þjónustunnar sem ráða því hvenær fríið er tekið, ekki kerfið. Annar stærsti útgjaldaliður í rekstri sveitarfélagsins eru útgjöld til félagsþjónustu. Reglum um húsnæðisstuðning og fjárhagsaðstoð var breytt á yfirstandandi kjörtímabili til að auka stuðning við þá sem þurfa. Þá má nefna að Garðabær hefur verið í fararbroddi í að veita Notendastýrða Persónulega Aðstoð (NPA). Uppbygging á ýmsum sviðum er áberandi í bænum. Verið er að fjölga búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk og félagslegum íbúðum. Þá hefur íþróttaaðstaða verið stórbætt og næstu verkefni eru m.a. að reisa fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri og að bæta aðstöðu til líkams- og heilsuræktar á Ásgarðssvæðinu. Undanfarin ár hafa verulegir fjármunir verið settir í viðhald á eignum og svæðum í bænum. Framundan er stórátak í viðhaldi gatna, gangstétta og opinna svæða. Hægt er að fjármagna framkvæmdir í miklum mæli úr rekstri bæjarfélagsins án lántöku. Þetta er eftirsóknarverð staða og langt því frá sjálfgefin á Íslandi í dag. Afkoma bæjarsjóðs á síðasta ári var jákvæð um 1,1 milljarð króna og staðan er sterk á alla mælikvarða. Það er til marks um góða stöðu að á sama tíma og skuldir vaxa ekki er unnt að fjárfesta fyrir tæpa 3 milljarða króna sem er met. Hröð uppbygging i bænum hefur ekki verið á kostnað þjónustu. Góð fjárhagsstaða tryggir að hægt er að byggja upp öfluga innviði samhliði uppbygingu hverfa. Gott dæmi um þetta er Urriðaholtsskóli, sem er glæsileg bygging og þjónar hverfinu strax frá upphafi. Ábyrg fjármálastjórn er einn af hornsteinum stefnu núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Garðabæjar og við viljum sækja umboð bæjarbúa til að halda áfram á þeirri braut. Farsæl fjármálastjórn er góður grunnur að öflugri þjónustu, ánægju íbúa og kraftmikilli uppbyggingu. Um það vitna fjölmargar staðreyndir. Það skiptir máli að Garðabær sé í forystu í fjármálum.Höfundur er hagfræðingur, bæjarfulltrúi og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Kosningar 2018 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ný greining Samtaka atvinnulífsins á fjármálum og rekstri 12 stærstu sveitarfélaga landsins er athyglisverð. Greiningin lítur heildstætt á fjárhagslega mælikvarða, svo sem skuldastöðu, rekstrarafkomu og álögur á íbúa. Hún tekur líka tillit til ánægju íbúanna með ýmsa þjónustuþætti. Niðurstaðan er sú að Garðabær er í hópi þeirra sveitarfélaga sem allra best standa og er sterk staða bæjarins staðfest enn á ný. Ársskýrsla eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga sem gefin var út í desember 2017 gefur einnig góða mynd af stöðu Garðabæjar í samanburði við önnur sveitarfélög í landinu sem eru á meðal þeirra 10 stærstu (tölur um rekstur 2016). Þar má sjá að rekstrarniðurstaða Garðabæjar sem hlutfall af tekjum var 12% en meðaltal hinna sveitarfélaganna var 6%. Veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum var 21% í Garðabæ en 16% að meðaltali í samanburðarsveitarfélögum. Þá var skuldahlutfall samanburðarsveitarfélaganna (150%) að jafnaði nærri tvöfalt hærra en í Garðabæ (79%). Með öðrum orðum, Garðabær er í forystu meðal stærri sveitarfélaga landsins þegar kemur að fjármálum. Það er mikilvægt að átta sig á hverju þessi staða skilar. Traust fjárhagsstaða ein og sér er ekki markmið en hún skapar mikilvægan grunn. Grunn að betri þjónustu, lægri álögum, meiri fjárfestingagetu og svo mætti áfram telja. Góð afkoma og fjárhagsstaða í Garðabæ undanfarin ár og áratugi skilar sér m.a. í eftirtöldu: Álögur á bæjarbúa eru með því lægsta sem gerist meðal sveitarfélaga. Tekjur bæjarins skila sér beint í þjónustu, enda eru vaxtagjöld ekki fjárfrekur útgjaldaliður. Það er mikil ánægja með þjónustu við íbúa Garðabæjar enda skapar fjárhagsleg staða möguleika á að horfa sérstaklega til ólíkra þarfa og sveigjanleika við veitingu þjónustu. Í Garðabæ komast börn inn á leikskóla fyrr en almennt gerist eða við 12 mánaða aldur. Þá loka leikskólar ekki á sumrin þannig að það eru notendur þjónustunnar sem ráða því hvenær fríið er tekið, ekki kerfið. Annar stærsti útgjaldaliður í rekstri sveitarfélagsins eru útgjöld til félagsþjónustu. Reglum um húsnæðisstuðning og fjárhagsaðstoð var breytt á yfirstandandi kjörtímabili til að auka stuðning við þá sem þurfa. Þá má nefna að Garðabær hefur verið í fararbroddi í að veita Notendastýrða Persónulega Aðstoð (NPA). Uppbygging á ýmsum sviðum er áberandi í bænum. Verið er að fjölga búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk og félagslegum íbúðum. Þá hefur íþróttaaðstaða verið stórbætt og næstu verkefni eru m.a. að reisa fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri og að bæta aðstöðu til líkams- og heilsuræktar á Ásgarðssvæðinu. Undanfarin ár hafa verulegir fjármunir verið settir í viðhald á eignum og svæðum í bænum. Framundan er stórátak í viðhaldi gatna, gangstétta og opinna svæða. Hægt er að fjármagna framkvæmdir í miklum mæli úr rekstri bæjarfélagsins án lántöku. Þetta er eftirsóknarverð staða og langt því frá sjálfgefin á Íslandi í dag. Afkoma bæjarsjóðs á síðasta ári var jákvæð um 1,1 milljarð króna og staðan er sterk á alla mælikvarða. Það er til marks um góða stöðu að á sama tíma og skuldir vaxa ekki er unnt að fjárfesta fyrir tæpa 3 milljarða króna sem er met. Hröð uppbygging i bænum hefur ekki verið á kostnað þjónustu. Góð fjárhagsstaða tryggir að hægt er að byggja upp öfluga innviði samhliði uppbygingu hverfa. Gott dæmi um þetta er Urriðaholtsskóli, sem er glæsileg bygging og þjónar hverfinu strax frá upphafi. Ábyrg fjármálastjórn er einn af hornsteinum stefnu núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Garðabæjar og við viljum sækja umboð bæjarbúa til að halda áfram á þeirri braut. Farsæl fjármálastjórn er góður grunnur að öflugri þjónustu, ánægju íbúa og kraftmikilli uppbyggingu. Um það vitna fjölmargar staðreyndir. Það skiptir máli að Garðabær sé í forystu í fjármálum.Höfundur er hagfræðingur, bæjarfulltrúi og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar