Myglusaga úr Reykjavík Kolbrún Baldursdóttir skrifar 22. maí 2018 19:19 Móður var sagt að lofta bara út þegar hún hafði ítrekað kvartað yfir myglu og raka í félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar. Kona með lítið barn er búin að vera á vergangi vegna myglu og raka. Mæðgurnar voru báðar veikar og barnið með sýkingar frá fæðingu. Heimilislæknir ráðlagði mæðgunum að flytja út. Árið 2014 greindist móðirin með astma og flutti fjölskyldan þá á sjúkrahótel. Móðirin margreyndi að ná sambandi við Reykjavíkurborg og fékk árið 2015 fund með borgarstjóra þar sem hún óskaði eftir að sýni yrðu tekin úr húsnæðinu vegna veikinda dóttur sinnar. Við því var ekki orðið. Mæðgunum bauðst loksins íbúð í 101 Reykjavík sem hentaði illa en móðirin samþykkti þó að taka. Heilsu barnsins hélt áfram að hraka. Í ljós kom að veggur í barnaherbergi var illa einangraður og vegna raka hafði mygla myndast. Mæðgurnar voru veikar allan þennan vetur og varð móðir að hætta háskólanámi. Ekki var orðið við beiðni um lagfæringar og áttu mæðgurnar ekki annars kost en að flýja úr húsnæðinu og skilja búslóðina eftir. Vatnsleki var í veggnum og vatn hafði komist í rafmagn svo þeim var hætta búin. Málið var loksins athugað og þá talað um „minniháttar leka“. Ekki var gert við og mæðgurnar fóru aftur á sjúkrahótelið. Heilbrigðiseftirlitið skoðaði íbúðina og í skýrslu kom fram að fjarlægja skyldi allt rakaskemmt byggingarefni. Félagsbústaðir réðust í viðgerðir en rakaskemmt efni var þó ekki fjarlægt, einungis skrapað af veggjum, sparslað og kíttað en myglan lifði áfram góðu lífi bak við fínpússað yfirborð. Á meðan að lagfæringar áttu sér stað sendi móðir sýni af myglu úr vegg til Náttúrufræðistofnunar Íslands, á Akureyri. Kom þá í ljós að um Aspergilus myglu væri að ræða en eiturefni úr henni eru krabbameinsvaldandi. Um var að ræða margar slæmar tegundir af myglu. Henni var ráðlagt að henda öllu innbúi sínu nema nokkrum glösum. Móðirin fór í rannsóknir vegna heilsuleysis og í ljós kom að hún er komin með langvinnan alvarlegan lungnasjúkdóm. Um var að ræða bandvefsbreytingar í lungum og skerta lungnastarfsemi og það var mat lækna að lungnasjúkdómurinn hafi verið afleiðing þess að búa í rakaskemmdu mygluðu húsnæði í langan tíma. Staða mæðgnanna í dag er að móðir og barn glíma enn við veikindi, barn sem nú er 10 ára er kvíðið og finnur til mikils óöryggis eftir allan flækinginn. Hún spyr: mamma, eigum við hvergi heima?Eftir viðgerðir á íbúðinni var móðurinni boðin sama íbúð aftur en hún fylgdi ráðleggingum læknis og afþakkaði. Á þessum tímapunkti gat hún ekki lengur gist á sjúkrahóteli og þurfti því að bíða eftir öðru húsnæði. Móðir afþakkaði boð um gamlar íbúðir hjá félagsbústöðum. Vegna alvarlegra veikinda gat hún ekki tekið áhættuna á að fara í gamalt húsnæði. Læknar ráðlögðu henni að búa í nýbyggingu til þess að lágmarka möguleikann á því að lenda í myglu síðar á lífsleiðinni. Annars myndu einkennin versna og hætta var á líffæraskemmdum. Við tók þvælingur milli gistiheimila. Eftir að hafa verið heimilislaus með barn í 16 mánuði fékk hún loks íbúð í nýbyggingu með loftræstikerfi eftir að málið hafði farið til umboðsmanns Alþingis. Í dag sér hún fram á að missa nýju fínu íbúðina vegna þess að leigan þar er 50% hærri en myglubælið í 101 Reykjavík. Leigan er 180 þ.kr. á mánuði fyrir utan hússjóð og móðirin er eingöngu með 250 þ.kr. í tekjur á mánuði. Nýja húsnæðið er nýbygging sem er laus við myglu og með góðri loftræstingu sem er nauðsynleg vegna lungnasjúkdómsins. Þó uppfyllir húsnæðið ekki byggingareglugerðir vegna hávaðamengunar frá vélbúnaði innan byggingarinnar samkvæmt heilbrigðiseftirlitinu. Hjá Reykjavíkurborg á leigutaki alltaf sökina. Mygla heima hjá þér? Það er vegna þess að þú loftar ekki nógu vel út. Tíu árum síðar er móðirin enn að berjast fyrir því að fá að lifa í mannsæmandi húsnæði. Skyldu fleiri sem búa í félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar hafa svipaða sögu að segja?Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Móður var sagt að lofta bara út þegar hún hafði ítrekað kvartað yfir myglu og raka í félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar. Kona með lítið barn er búin að vera á vergangi vegna myglu og raka. Mæðgurnar voru báðar veikar og barnið með sýkingar frá fæðingu. Heimilislæknir ráðlagði mæðgunum að flytja út. Árið 2014 greindist móðirin með astma og flutti fjölskyldan þá á sjúkrahótel. Móðirin margreyndi að ná sambandi við Reykjavíkurborg og fékk árið 2015 fund með borgarstjóra þar sem hún óskaði eftir að sýni yrðu tekin úr húsnæðinu vegna veikinda dóttur sinnar. Við því var ekki orðið. Mæðgunum bauðst loksins íbúð í 101 Reykjavík sem hentaði illa en móðirin samþykkti þó að taka. Heilsu barnsins hélt áfram að hraka. Í ljós kom að veggur í barnaherbergi var illa einangraður og vegna raka hafði mygla myndast. Mæðgurnar voru veikar allan þennan vetur og varð móðir að hætta háskólanámi. Ekki var orðið við beiðni um lagfæringar og áttu mæðgurnar ekki annars kost en að flýja úr húsnæðinu og skilja búslóðina eftir. Vatnsleki var í veggnum og vatn hafði komist í rafmagn svo þeim var hætta búin. Málið var loksins athugað og þá talað um „minniháttar leka“. Ekki var gert við og mæðgurnar fóru aftur á sjúkrahótelið. Heilbrigðiseftirlitið skoðaði íbúðina og í skýrslu kom fram að fjarlægja skyldi allt rakaskemmt byggingarefni. Félagsbústaðir réðust í viðgerðir en rakaskemmt efni var þó ekki fjarlægt, einungis skrapað af veggjum, sparslað og kíttað en myglan lifði áfram góðu lífi bak við fínpússað yfirborð. Á meðan að lagfæringar áttu sér stað sendi móðir sýni af myglu úr vegg til Náttúrufræðistofnunar Íslands, á Akureyri. Kom þá í ljós að um Aspergilus myglu væri að ræða en eiturefni úr henni eru krabbameinsvaldandi. Um var að ræða margar slæmar tegundir af myglu. Henni var ráðlagt að henda öllu innbúi sínu nema nokkrum glösum. Móðirin fór í rannsóknir vegna heilsuleysis og í ljós kom að hún er komin með langvinnan alvarlegan lungnasjúkdóm. Um var að ræða bandvefsbreytingar í lungum og skerta lungnastarfsemi og það var mat lækna að lungnasjúkdómurinn hafi verið afleiðing þess að búa í rakaskemmdu mygluðu húsnæði í langan tíma. Staða mæðgnanna í dag er að móðir og barn glíma enn við veikindi, barn sem nú er 10 ára er kvíðið og finnur til mikils óöryggis eftir allan flækinginn. Hún spyr: mamma, eigum við hvergi heima?Eftir viðgerðir á íbúðinni var móðurinni boðin sama íbúð aftur en hún fylgdi ráðleggingum læknis og afþakkaði. Á þessum tímapunkti gat hún ekki lengur gist á sjúkrahóteli og þurfti því að bíða eftir öðru húsnæði. Móðir afþakkaði boð um gamlar íbúðir hjá félagsbústöðum. Vegna alvarlegra veikinda gat hún ekki tekið áhættuna á að fara í gamalt húsnæði. Læknar ráðlögðu henni að búa í nýbyggingu til þess að lágmarka möguleikann á því að lenda í myglu síðar á lífsleiðinni. Annars myndu einkennin versna og hætta var á líffæraskemmdum. Við tók þvælingur milli gistiheimila. Eftir að hafa verið heimilislaus með barn í 16 mánuði fékk hún loks íbúð í nýbyggingu með loftræstikerfi eftir að málið hafði farið til umboðsmanns Alþingis. Í dag sér hún fram á að missa nýju fínu íbúðina vegna þess að leigan þar er 50% hærri en myglubælið í 101 Reykjavík. Leigan er 180 þ.kr. á mánuði fyrir utan hússjóð og móðirin er eingöngu með 250 þ.kr. í tekjur á mánuði. Nýja húsnæðið er nýbygging sem er laus við myglu og með góðri loftræstingu sem er nauðsynleg vegna lungnasjúkdómsins. Þó uppfyllir húsnæðið ekki byggingareglugerðir vegna hávaðamengunar frá vélbúnaði innan byggingarinnar samkvæmt heilbrigðiseftirlitinu. Hjá Reykjavíkurborg á leigutaki alltaf sökina. Mygla heima hjá þér? Það er vegna þess að þú loftar ekki nógu vel út. Tíu árum síðar er móðirin enn að berjast fyrir því að fá að lifa í mannsæmandi húsnæði. Skyldu fleiri sem búa í félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar hafa svipaða sögu að segja?Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun