Öll börn eiga að sitja við sama borð: Enga mismunun í grunnskólunum Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir skrifar 23. maí 2018 08:06 Á meðan fæði og skólagögn eru ekki gjaldfrjáls, eru grunnskólar ekki gjaldfrjálsir. Við í Vinstri grænum viljum að menntun barna sé gjaldfrjáls að öllu leiti. Núverandi meirihluti í borginni hefur stigið stórt skref í þessa átt. Frá og með næst hausti verður boðið upp á ókeypis skólagögn í grunnskólum, en foreldrar þurfa enn að greiða fyrir skólamat. Þetta eru upphæðir sem vega mjög þungt í heimilisbókhaldi fólks sem býr við kröpp kjör. Af hverju er ekki forgangsverkefni að nota sterka fjárhagsstöðu borgarsjóðs til að gera skólamat ókeypis? Til þess að skapa stéttlaust samfélög í grunnskólum þurfa öll börn að sitja við sama borð. Það bíður upp á stríðni og jaðarsetningu þegar sumir nemendur hafa ekki sama aðgengi að mat og ekki með nógu dýra hluti í skólatöskunni. Við verðum að búa þannig um hnútanna að börn hafi jöfn tækifæri í grunnskólum, ef við ekki getum það, hvar eru þau jöfn tækifæriEinkareknir skólar þýða verri skólakerfi Annað sem vinnur gegn því að öll börn sitji við sama borð er einkavæðing menntakerfisins. Það hefur sýnt sig, til dæmis í Svíþjóð. Laun eru oft hærri í einkavæddum skólum en þeim sem sveitarfélögin reka og því fara best menntuðu kennararnir þangað en skólar sem borga lægri laun sitja eftir með leiðbeinendur í stað menntaðra grunnskólakennara. Í Finnlandi var tekin upp sú stefna að banna einkarekna skóla, ásamt því að leggja gríðarlega vinnu í félagslegt umhverfi nemenda og það virkar. Árangur finnskra skóla hefur aukist síðustu ár. Félagslega rekið menntakerfi skilar betri nemendum og vinnur gegn misskiptingu. Gerum betur í íslenskukennslu fyrir flóttamenn Ég fór til Berlínar fyrir þremur mánuðum og fór í skóla sem höfðu útbúið sértæk úrræði fyrir flóttafólk. Ég sat með þremur börnum frá Sýrlandi og einu frá Rússlandi. Þau kunnu ekki þýsku en kennari þeirra talaði eingöngu þýsku við þau. Þau fengu þó einnig móðurmálskennslu en sú kennsla var aðkeypt. Öll umgerð kennslunar var til fyrirmyndar. Eftir að hafa hlustað á fyrirlestur drengs sem flúði einn frá Sýrland fyrir þrem árum aðeins 15 ára, sá ég að við hér á Íslandi erum ekki að sinna flóttamönnum nógu vel. Hann talaði um hversu mikilvægt það er að læra um nýja menningu og læra nýtt mál en einnig að fá tækifæri til þess að halda í sína eigin menningu, sögu og tungumál. Stefna Vinstri grænna í þessum málum er að efla bæði móðurmáls- og íslenskukennslu fyrir börn sem koma erlendis frá. Það er líka mikilvægt að sveitarfélögin komi sér saman um sálfræði – og áfallahjálp inn í skólunum. Við verðum að undirbúa börnin fyrir framtíðina hér á landi og kenna þeim hvernig okkar samfélag virkar um leið og við höfum engan rétt til þess að taka menningu þeirra, sögu né tungumál frá þeim. Berum virðingu fyrir öllum börnum, óháð uppruna eða efnahagsstöðu. Þannig verða samfélög til sem virka best. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 8 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á meðan fæði og skólagögn eru ekki gjaldfrjáls, eru grunnskólar ekki gjaldfrjálsir. Við í Vinstri grænum viljum að menntun barna sé gjaldfrjáls að öllu leiti. Núverandi meirihluti í borginni hefur stigið stórt skref í þessa átt. Frá og með næst hausti verður boðið upp á ókeypis skólagögn í grunnskólum, en foreldrar þurfa enn að greiða fyrir skólamat. Þetta eru upphæðir sem vega mjög þungt í heimilisbókhaldi fólks sem býr við kröpp kjör. Af hverju er ekki forgangsverkefni að nota sterka fjárhagsstöðu borgarsjóðs til að gera skólamat ókeypis? Til þess að skapa stéttlaust samfélög í grunnskólum þurfa öll börn að sitja við sama borð. Það bíður upp á stríðni og jaðarsetningu þegar sumir nemendur hafa ekki sama aðgengi að mat og ekki með nógu dýra hluti í skólatöskunni. Við verðum að búa þannig um hnútanna að börn hafi jöfn tækifæri í grunnskólum, ef við ekki getum það, hvar eru þau jöfn tækifæriEinkareknir skólar þýða verri skólakerfi Annað sem vinnur gegn því að öll börn sitji við sama borð er einkavæðing menntakerfisins. Það hefur sýnt sig, til dæmis í Svíþjóð. Laun eru oft hærri í einkavæddum skólum en þeim sem sveitarfélögin reka og því fara best menntuðu kennararnir þangað en skólar sem borga lægri laun sitja eftir með leiðbeinendur í stað menntaðra grunnskólakennara. Í Finnlandi var tekin upp sú stefna að banna einkarekna skóla, ásamt því að leggja gríðarlega vinnu í félagslegt umhverfi nemenda og það virkar. Árangur finnskra skóla hefur aukist síðustu ár. Félagslega rekið menntakerfi skilar betri nemendum og vinnur gegn misskiptingu. Gerum betur í íslenskukennslu fyrir flóttamenn Ég fór til Berlínar fyrir þremur mánuðum og fór í skóla sem höfðu útbúið sértæk úrræði fyrir flóttafólk. Ég sat með þremur börnum frá Sýrlandi og einu frá Rússlandi. Þau kunnu ekki þýsku en kennari þeirra talaði eingöngu þýsku við þau. Þau fengu þó einnig móðurmálskennslu en sú kennsla var aðkeypt. Öll umgerð kennslunar var til fyrirmyndar. Eftir að hafa hlustað á fyrirlestur drengs sem flúði einn frá Sýrland fyrir þrem árum aðeins 15 ára, sá ég að við hér á Íslandi erum ekki að sinna flóttamönnum nógu vel. Hann talaði um hversu mikilvægt það er að læra um nýja menningu og læra nýtt mál en einnig að fá tækifæri til þess að halda í sína eigin menningu, sögu og tungumál. Stefna Vinstri grænna í þessum málum er að efla bæði móðurmáls- og íslenskukennslu fyrir börn sem koma erlendis frá. Það er líka mikilvægt að sveitarfélögin komi sér saman um sálfræði – og áfallahjálp inn í skólunum. Við verðum að undirbúa börnin fyrir framtíðina hér á landi og kenna þeim hvernig okkar samfélag virkar um leið og við höfum engan rétt til þess að taka menningu þeirra, sögu né tungumál frá þeim. Berum virðingu fyrir öllum börnum, óháð uppruna eða efnahagsstöðu. Þannig verða samfélög til sem virka best. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 8 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar