Öll börn eiga að sitja við sama borð: Enga mismunun í grunnskólunum Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir skrifar 23. maí 2018 08:06 Á meðan fæði og skólagögn eru ekki gjaldfrjáls, eru grunnskólar ekki gjaldfrjálsir. Við í Vinstri grænum viljum að menntun barna sé gjaldfrjáls að öllu leiti. Núverandi meirihluti í borginni hefur stigið stórt skref í þessa átt. Frá og með næst hausti verður boðið upp á ókeypis skólagögn í grunnskólum, en foreldrar þurfa enn að greiða fyrir skólamat. Þetta eru upphæðir sem vega mjög þungt í heimilisbókhaldi fólks sem býr við kröpp kjör. Af hverju er ekki forgangsverkefni að nota sterka fjárhagsstöðu borgarsjóðs til að gera skólamat ókeypis? Til þess að skapa stéttlaust samfélög í grunnskólum þurfa öll börn að sitja við sama borð. Það bíður upp á stríðni og jaðarsetningu þegar sumir nemendur hafa ekki sama aðgengi að mat og ekki með nógu dýra hluti í skólatöskunni. Við verðum að búa þannig um hnútanna að börn hafi jöfn tækifæri í grunnskólum, ef við ekki getum það, hvar eru þau jöfn tækifæriEinkareknir skólar þýða verri skólakerfi Annað sem vinnur gegn því að öll börn sitji við sama borð er einkavæðing menntakerfisins. Það hefur sýnt sig, til dæmis í Svíþjóð. Laun eru oft hærri í einkavæddum skólum en þeim sem sveitarfélögin reka og því fara best menntuðu kennararnir þangað en skólar sem borga lægri laun sitja eftir með leiðbeinendur í stað menntaðra grunnskólakennara. Í Finnlandi var tekin upp sú stefna að banna einkarekna skóla, ásamt því að leggja gríðarlega vinnu í félagslegt umhverfi nemenda og það virkar. Árangur finnskra skóla hefur aukist síðustu ár. Félagslega rekið menntakerfi skilar betri nemendum og vinnur gegn misskiptingu. Gerum betur í íslenskukennslu fyrir flóttamenn Ég fór til Berlínar fyrir þremur mánuðum og fór í skóla sem höfðu útbúið sértæk úrræði fyrir flóttafólk. Ég sat með þremur börnum frá Sýrlandi og einu frá Rússlandi. Þau kunnu ekki þýsku en kennari þeirra talaði eingöngu þýsku við þau. Þau fengu þó einnig móðurmálskennslu en sú kennsla var aðkeypt. Öll umgerð kennslunar var til fyrirmyndar. Eftir að hafa hlustað á fyrirlestur drengs sem flúði einn frá Sýrland fyrir þrem árum aðeins 15 ára, sá ég að við hér á Íslandi erum ekki að sinna flóttamönnum nógu vel. Hann talaði um hversu mikilvægt það er að læra um nýja menningu og læra nýtt mál en einnig að fá tækifæri til þess að halda í sína eigin menningu, sögu og tungumál. Stefna Vinstri grænna í þessum málum er að efla bæði móðurmáls- og íslenskukennslu fyrir börn sem koma erlendis frá. Það er líka mikilvægt að sveitarfélögin komi sér saman um sálfræði – og áfallahjálp inn í skólunum. Við verðum að undirbúa börnin fyrir framtíðina hér á landi og kenna þeim hvernig okkar samfélag virkar um leið og við höfum engan rétt til þess að taka menningu þeirra, sögu né tungumál frá þeim. Berum virðingu fyrir öllum börnum, óháð uppruna eða efnahagsstöðu. Þannig verða samfélög til sem virka best. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 8 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Skóla - og menntamál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Á meðan fæði og skólagögn eru ekki gjaldfrjáls, eru grunnskólar ekki gjaldfrjálsir. Við í Vinstri grænum viljum að menntun barna sé gjaldfrjáls að öllu leiti. Núverandi meirihluti í borginni hefur stigið stórt skref í þessa átt. Frá og með næst hausti verður boðið upp á ókeypis skólagögn í grunnskólum, en foreldrar þurfa enn að greiða fyrir skólamat. Þetta eru upphæðir sem vega mjög þungt í heimilisbókhaldi fólks sem býr við kröpp kjör. Af hverju er ekki forgangsverkefni að nota sterka fjárhagsstöðu borgarsjóðs til að gera skólamat ókeypis? Til þess að skapa stéttlaust samfélög í grunnskólum þurfa öll börn að sitja við sama borð. Það bíður upp á stríðni og jaðarsetningu þegar sumir nemendur hafa ekki sama aðgengi að mat og ekki með nógu dýra hluti í skólatöskunni. Við verðum að búa þannig um hnútanna að börn hafi jöfn tækifæri í grunnskólum, ef við ekki getum það, hvar eru þau jöfn tækifæriEinkareknir skólar þýða verri skólakerfi Annað sem vinnur gegn því að öll börn sitji við sama borð er einkavæðing menntakerfisins. Það hefur sýnt sig, til dæmis í Svíþjóð. Laun eru oft hærri í einkavæddum skólum en þeim sem sveitarfélögin reka og því fara best menntuðu kennararnir þangað en skólar sem borga lægri laun sitja eftir með leiðbeinendur í stað menntaðra grunnskólakennara. Í Finnlandi var tekin upp sú stefna að banna einkarekna skóla, ásamt því að leggja gríðarlega vinnu í félagslegt umhverfi nemenda og það virkar. Árangur finnskra skóla hefur aukist síðustu ár. Félagslega rekið menntakerfi skilar betri nemendum og vinnur gegn misskiptingu. Gerum betur í íslenskukennslu fyrir flóttamenn Ég fór til Berlínar fyrir þremur mánuðum og fór í skóla sem höfðu útbúið sértæk úrræði fyrir flóttafólk. Ég sat með þremur börnum frá Sýrlandi og einu frá Rússlandi. Þau kunnu ekki þýsku en kennari þeirra talaði eingöngu þýsku við þau. Þau fengu þó einnig móðurmálskennslu en sú kennsla var aðkeypt. Öll umgerð kennslunar var til fyrirmyndar. Eftir að hafa hlustað á fyrirlestur drengs sem flúði einn frá Sýrland fyrir þrem árum aðeins 15 ára, sá ég að við hér á Íslandi erum ekki að sinna flóttamönnum nógu vel. Hann talaði um hversu mikilvægt það er að læra um nýja menningu og læra nýtt mál en einnig að fá tækifæri til þess að halda í sína eigin menningu, sögu og tungumál. Stefna Vinstri grænna í þessum málum er að efla bæði móðurmáls- og íslenskukennslu fyrir börn sem koma erlendis frá. Það er líka mikilvægt að sveitarfélögin komi sér saman um sálfræði – og áfallahjálp inn í skólunum. Við verðum að undirbúa börnin fyrir framtíðina hér á landi og kenna þeim hvernig okkar samfélag virkar um leið og við höfum engan rétt til þess að taka menningu þeirra, sögu né tungumál frá þeim. Berum virðingu fyrir öllum börnum, óháð uppruna eða efnahagsstöðu. Þannig verða samfélög til sem virka best. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 8 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun