Sálfræðing í hvern skóla Kolbrún Baldursdóttir skrifar 24. maí 2018 10:30 Sálfræðiþjónusta við börn í skólum er einn af þeim málaflokkum sem hefur verið vanræktur hjá borgarmeirihlutanum árum saman. Nú sinnir hver sálfræðingur jafnvel þremur skólum. Nærtækasta dæmið er úr Breiðholti en í Breiðholti eru 17 leik- og grunnskólar en aðeins 5 stöðugildi sálfræðinga. Mikið álag er á sálfræðingum þjónustumiðstöðva og erfitt fyrir þá að vera til taks fyrir börnin, kennarana og foreldrana. Í starfi mínu sem sálfræðingur á heilsugæslu í Breiðholti hafa komið til mín foreldrar sem segja að enginn sálfræðingur sé í grunnskóla barna þeirra, í það minnsta hafa þeir ekki heyrt af slíkum. Flokkur fólksins vill að sérhver skóli hafi sinn sálfræðing. Við munum ekki hætta fyrr en því markmiði er náð fái Flokkur fólksins kjörgengi í kosningunum næstkomandi laugardag. Viðunandi fyrirkomulag er að einn sálfræðingur í fullu starfi sinni að hámarki einum grunnskóla og einum leikskóla.En hvert er hlutverk skólasálfræðings? Hlutverk skólasálfræðings felst í greiningu á vanda barna, ráðgjöf til foreldra og starfsfólks og stuðningsviðtölum við börn. Algengast er að börnum sé vísað til skólasálfræðings vegna vanlíðunar s.s. kvíða, depurðar eða gruns um athyglisbrest og/eða ofvirkni, hegðunarvanda eða þroskaskerðingar. Hlutverk sálfræðinga í skóla er einnig að vinna við hlið kennara og styðja foreldra í tilfellum barna sem glíma við hegðunar- og tilfinningavanda. Eins og sjá má er hlutverk skólasálfræðings yfirgripsmikið og er vísað til nánari upplýsinga í Reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla. Ef þú hefur ekki séð sálfræðinginn í skóla barnsins þíns er það vegna þess að hann annar ekki að sinna starfi sínu sem skyldi. Þegar kemur að börnunum á ekki að spara eða skera niður eins og gert hefur verið á undanförnum árum. Borgin hefur vel ráð á að sjá til þess að börn, foreldrar og kennarar hafi fullnægjandi aðgengi að sálfræðiþjónustu í skólum. Flokkur fólksins vill velta við hverjum steini til að fjármagna megi strax þá aðgerð að ráða fleiri sálfræðinga í skóla. Með því að sameina nefndir sem nú telja um 400 og draga úr ferðakostnaði er hægt að veita fjárhagslegt svigrúm sem nota má til að ráða fleiri sálfræðinga í skóla í haust. Bið eftir þjónustu fagaðila fyrir barn getur haft alvarlegar afleiðingar. Börnum í vanlíðan sem ekki er sinnt eru oft búin að missa sjálfstraust, jafnvel farin að stunda sjálfskaða, neita að fara í skólann og dæmi eru um að börn tali um að þau vilji ekki lifa lengur. Flokkur fólksins líður ekki að börn sem þarfnast aðstoðar séu látin bíða og líða sálarkvalir af því að borgin telur sig ekki hafa efni á að sinna þeim með fullnægjandi hætti. Gleymum ekki að börnin eru framtíðin!Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Sjá meira
Sálfræðiþjónusta við börn í skólum er einn af þeim málaflokkum sem hefur verið vanræktur hjá borgarmeirihlutanum árum saman. Nú sinnir hver sálfræðingur jafnvel þremur skólum. Nærtækasta dæmið er úr Breiðholti en í Breiðholti eru 17 leik- og grunnskólar en aðeins 5 stöðugildi sálfræðinga. Mikið álag er á sálfræðingum þjónustumiðstöðva og erfitt fyrir þá að vera til taks fyrir börnin, kennarana og foreldrana. Í starfi mínu sem sálfræðingur á heilsugæslu í Breiðholti hafa komið til mín foreldrar sem segja að enginn sálfræðingur sé í grunnskóla barna þeirra, í það minnsta hafa þeir ekki heyrt af slíkum. Flokkur fólksins vill að sérhver skóli hafi sinn sálfræðing. Við munum ekki hætta fyrr en því markmiði er náð fái Flokkur fólksins kjörgengi í kosningunum næstkomandi laugardag. Viðunandi fyrirkomulag er að einn sálfræðingur í fullu starfi sinni að hámarki einum grunnskóla og einum leikskóla.En hvert er hlutverk skólasálfræðings? Hlutverk skólasálfræðings felst í greiningu á vanda barna, ráðgjöf til foreldra og starfsfólks og stuðningsviðtölum við börn. Algengast er að börnum sé vísað til skólasálfræðings vegna vanlíðunar s.s. kvíða, depurðar eða gruns um athyglisbrest og/eða ofvirkni, hegðunarvanda eða þroskaskerðingar. Hlutverk sálfræðinga í skóla er einnig að vinna við hlið kennara og styðja foreldra í tilfellum barna sem glíma við hegðunar- og tilfinningavanda. Eins og sjá má er hlutverk skólasálfræðings yfirgripsmikið og er vísað til nánari upplýsinga í Reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla. Ef þú hefur ekki séð sálfræðinginn í skóla barnsins þíns er það vegna þess að hann annar ekki að sinna starfi sínu sem skyldi. Þegar kemur að börnunum á ekki að spara eða skera niður eins og gert hefur verið á undanförnum árum. Borgin hefur vel ráð á að sjá til þess að börn, foreldrar og kennarar hafi fullnægjandi aðgengi að sálfræðiþjónustu í skólum. Flokkur fólksins vill velta við hverjum steini til að fjármagna megi strax þá aðgerð að ráða fleiri sálfræðinga í skóla. Með því að sameina nefndir sem nú telja um 400 og draga úr ferðakostnaði er hægt að veita fjárhagslegt svigrúm sem nota má til að ráða fleiri sálfræðinga í skóla í haust. Bið eftir þjónustu fagaðila fyrir barn getur haft alvarlegar afleiðingar. Börnum í vanlíðan sem ekki er sinnt eru oft búin að missa sjálfstraust, jafnvel farin að stunda sjálfskaða, neita að fara í skólann og dæmi eru um að börn tali um að þau vilji ekki lifa lengur. Flokkur fólksins líður ekki að börn sem þarfnast aðstoðar séu látin bíða og líða sálarkvalir af því að borgin telur sig ekki hafa efni á að sinna þeim með fullnægjandi hætti. Gleymum ekki að börnin eru framtíðin!Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun