Að tala niður náttúruna Tómas Guðbjartsson skrifar 25. maí 2018 07:00 Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi VesturVerks, sendir mér tóninn í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær undir fyrirsögninni Tómas tungulipri. Hún kemur víða við og segir mig fara með rangt mál án þess að færa fyrir því rök. Vel sótt málþing okkar Ólafs Más Björnssonar um ósnortin víðerni á Ísafirði segir hún hafa verið illa auglýst þannig að ísfirskir ráðamenn sáu sér ekki fært að mæta. Samt var það auglýst með hálfsíðuauglýsingum í Fréttablaðinu og Mogganum auk þess sem við keyptum auglýsingu í Bæjarins besta á Ísafirði og dreifðum viðburðinum með löngum fyrirvara á Facebook. Það er rétt að Fossavatnsgangan var daginn eftir en sú frábæra keppni stöðvaði a.m.k. ekki Sjálfstæðisflokkinn á Ísafirði í að opna kosningaskrifstofu sína á nákvæmlega sama tíma. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Birna sendir mér tóninn en hún hefur verið í forsvari þeirra sem tala niður náttúruna upp af Ófeigsfirði á Ströndum og þá í hlutverki talsmanns framkvæmdaaðila virkjunarinnar, VesturVerks. Það gerði hún m.a. í aðsendri grein í Fréttablaðinu þann 21. mars sl. en þar sagði hún: „Sá hluti Ófeigsfjarðarheiði, þar sem stíflumannvirki Hvalárvirkjunar munu rísa, er dæmigerð vestfirsk háheiði. Landið er hrjóstrugt og gróðurlítið og veður þar oft válynd, jafnvel að sumri til. Varla má anda úr norðaustri án þess að allt fyllist af þoku. Svæðið er illa aðgengilegt göngufólki þar til í seinni hluta júlímánaðar því ár eru vatnsmiklar og jafnvel ófærar. Eftir miðjan ágúst er allra veðra von og gæta þarf sérstakrar varúðar á svæðinu. Það er því aðeins um einn mánuður að sumri sem er álitlegur til gönguferða á þessu svæði.“ Reyndar eru sumar lýsingar Birnu beinlínis rangar, t.d. fullyrðing hennar um að ekki sé hægt að komast að fossunum nema í einn mánuð á ári. Birna er því miður ekki sú eina sem talað hefur niður náttúrufegurð þessa stórkostlega svæðis. Það hefur einnig Pétur Guðmundsson í Ófeigsfirði gert, en hann lýsir þessum æskustöðvum sínum á einkar neikvæðan hátt í blaðaviðtali og segir þarna vera „þoku í 300 daga á ári“.Fossinn Drynjandi.Pétur er annar tveggja aðila sem selt hafa Vesturorku vatnsréttindi sín fyrir háar fjárhæðir en hinn er ítalskur barón, Felix Von Longo-Liebenstein, sem á Eyvindarfjörð. Það er því nokkuð ljóst að þeir sem hafa mestan fjárhagslegan ávinning af Hvalárvirkjun reyna allt til að gera lítið úr náttúrunni – náttúru sem ekki getur varið sig árásum. Vissulega eru heiðarnar upp af Ófeigsfirði gróðurlitlar efst en neðar tekur við ríkulegur gróður og sérlega fallegar tjarnir. Fossarnir á svæðinu og klettum prýdd strandlengjan eru þó helstu gersemar svæðisins, steinsnar frá friðlandi Hornstranda og Drangaskörðum. Máli mínu til staðfestingar, en einnig til að afsanna kenningar Birnu og VesturVerks, þá hélt ég ásamt félaga mínum Ólafi Má Björnssyni en einnig Ragnari Axelssyni ljósmyndara og Sigurði G. Sveinssyni tölvunarfræðingi á fyrirhugað virkjanasvæði í byrjun vikunnar, nánar tiltekið annan í hvítasunnu (20. maí). Veðrið var guðdómlegt og móðir náttúra í miklu stuði, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd af Drynjanda. Mjög greiðlega gekk að komast að fossunum og í þeim var mikið og blátært vatn. Þarna hefði Birna átt að vera – bæði til að sjá fegurðina en líka til að sjá hversu rangt hún fór með í grein sinni í Fréttablaðinu. Sannleikurinn er nefnilega sagna bestur.Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi VesturVerks, sendir mér tóninn í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær undir fyrirsögninni Tómas tungulipri. Hún kemur víða við og segir mig fara með rangt mál án þess að færa fyrir því rök. Vel sótt málþing okkar Ólafs Más Björnssonar um ósnortin víðerni á Ísafirði segir hún hafa verið illa auglýst þannig að ísfirskir ráðamenn sáu sér ekki fært að mæta. Samt var það auglýst með hálfsíðuauglýsingum í Fréttablaðinu og Mogganum auk þess sem við keyptum auglýsingu í Bæjarins besta á Ísafirði og dreifðum viðburðinum með löngum fyrirvara á Facebook. Það er rétt að Fossavatnsgangan var daginn eftir en sú frábæra keppni stöðvaði a.m.k. ekki Sjálfstæðisflokkinn á Ísafirði í að opna kosningaskrifstofu sína á nákvæmlega sama tíma. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Birna sendir mér tóninn en hún hefur verið í forsvari þeirra sem tala niður náttúruna upp af Ófeigsfirði á Ströndum og þá í hlutverki talsmanns framkvæmdaaðila virkjunarinnar, VesturVerks. Það gerði hún m.a. í aðsendri grein í Fréttablaðinu þann 21. mars sl. en þar sagði hún: „Sá hluti Ófeigsfjarðarheiði, þar sem stíflumannvirki Hvalárvirkjunar munu rísa, er dæmigerð vestfirsk háheiði. Landið er hrjóstrugt og gróðurlítið og veður þar oft válynd, jafnvel að sumri til. Varla má anda úr norðaustri án þess að allt fyllist af þoku. Svæðið er illa aðgengilegt göngufólki þar til í seinni hluta júlímánaðar því ár eru vatnsmiklar og jafnvel ófærar. Eftir miðjan ágúst er allra veðra von og gæta þarf sérstakrar varúðar á svæðinu. Það er því aðeins um einn mánuður að sumri sem er álitlegur til gönguferða á þessu svæði.“ Reyndar eru sumar lýsingar Birnu beinlínis rangar, t.d. fullyrðing hennar um að ekki sé hægt að komast að fossunum nema í einn mánuð á ári. Birna er því miður ekki sú eina sem talað hefur niður náttúrufegurð þessa stórkostlega svæðis. Það hefur einnig Pétur Guðmundsson í Ófeigsfirði gert, en hann lýsir þessum æskustöðvum sínum á einkar neikvæðan hátt í blaðaviðtali og segir þarna vera „þoku í 300 daga á ári“.Fossinn Drynjandi.Pétur er annar tveggja aðila sem selt hafa Vesturorku vatnsréttindi sín fyrir háar fjárhæðir en hinn er ítalskur barón, Felix Von Longo-Liebenstein, sem á Eyvindarfjörð. Það er því nokkuð ljóst að þeir sem hafa mestan fjárhagslegan ávinning af Hvalárvirkjun reyna allt til að gera lítið úr náttúrunni – náttúru sem ekki getur varið sig árásum. Vissulega eru heiðarnar upp af Ófeigsfirði gróðurlitlar efst en neðar tekur við ríkulegur gróður og sérlega fallegar tjarnir. Fossarnir á svæðinu og klettum prýdd strandlengjan eru þó helstu gersemar svæðisins, steinsnar frá friðlandi Hornstranda og Drangaskörðum. Máli mínu til staðfestingar, en einnig til að afsanna kenningar Birnu og VesturVerks, þá hélt ég ásamt félaga mínum Ólafi Má Björnssyni en einnig Ragnari Axelssyni ljósmyndara og Sigurði G. Sveinssyni tölvunarfræðingi á fyrirhugað virkjanasvæði í byrjun vikunnar, nánar tiltekið annan í hvítasunnu (20. maí). Veðrið var guðdómlegt og móðir náttúra í miklu stuði, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd af Drynjanda. Mjög greiðlega gekk að komast að fossunum og í þeim var mikið og blátært vatn. Þarna hefði Birna átt að vera – bæði til að sjá fegurðina en líka til að sjá hversu rangt hún fór með í grein sinni í Fréttablaðinu. Sannleikurinn er nefnilega sagna bestur.Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun