Farfuglar í Dýraríkinu Árni Stefán Árnason skrifar 27. maí 2018 00:35 Yfirdýralæknir ákvað nýlega, að aflífa skyldi 360 heilbrigða páfagauka, finkur o.fl tegundir saklausra fugla, sem er ætlað það hlutverk að vera mönnum gæludýr. Gæludýrahlutverk dýra er mönnum mikilvægt skv. Nýlegum rannsóknum. Fuglarnir voru hins vegar svo óheppnar að lenda í tollskoðun hjá yfirdýró, hvar á einum þeirra fannst mítill nokkur, sem skírður hefur verið hinn Norræni fuglamítill. Allur túristahópurinn skyldi drepinn eða sendur til baka með flugi ökkvört til Evrópu, að sögn frú yfirdýralæknis. Fuglarnir eru af vinsælum búrfuglategundum. Einn af þessum fuglum er, sem fyrr segir, sagður hafa verið greindur með Norræna fuglamítilinn, en fuglinn drapst í í sóttkví og sérfræðingar á Keldum eru handvissir um að um sé að ræða óværu, sem verði að útrýma. Smásjáin svíki ekki. Mítillinn merki hafi aldrei greinst áður á Íslandi þó svo að vísindagrein, sem finna megi á skemman.is segi: Norræni fuglamítilinn var talin vera landlægur á Íslandi af íslenskum vísindamönnum fyrir meira en áratug. Fulltrúi fuglanna, höfundur þessa pistils, tók fuglana undir sinn verndarvæng, að beiðni innflytjenda, enda var frá upphafi ljóst að mál fuglanna var rannsakað af mikilla handvömm og viðvaningshætti yfirdýralæknis, sem starfar hjá stofnun, sem er þekkt fyrir slíkt, Matvælastofnun. Þegar sýnt hafði verið fram á það af eigendum fuglanna, að hægt væri að senda Norræna fuglamítilinn í sóttkví Dýraríkisins í Holtagörðum, feðra sinna til, féllst yfirdýralæknir lox á að hlusta á slík rök. Erlendur sérfræðingur í fuglasjúkdómum við virtan háskóla í Þýskalandi þrábað vinnumenn yfirdýralæknis á símafundi, sem undirritaður sat en yfirdýralæknir þorði ekki að mæta á, að þyrma lífi þessara heilbrigðu fugla og gaf um leið heillaráð um útrýmingu meints mítils í öðrum fuglum í sóttkvínni. Sagðist þýzki fuglasjúkdómasérfræðingur oft meðhöndla fugla með þennan mítil í sínu heimalandi, einkum á alifuglabúum - ekki vegna slæms heilsufars alifugla heldur vegna þess að alifuglaræktendur kvörtuðu yfir honum á eigin skinni. Kláða. Þrátt fyrir að sérfræðingur í fuglasjúkdómum við sama háskóla og yfirdýralæknir öðlaðist sitt prófskírteini frá, benti á gildar leiðir til að útrýma mítlinum, hafnaði yfirdýralæknir vísindalegum leiðbeiningum þessa sérfræðings. Þvílíkur hroki. Yfirlætisháttur yfirdýralæknis, valdníðsla, valdhroki og þekkingarleysi á meðferð laga, sem heyra undir framkvæmdavald hans er ekki nýr af nálinni. Undir rekstri þessa máls, sem undirritaður hefur annast f.h. Dýraríkisins hefur orðið vart svo mikilla hnökra við beitingu stjórnsýslulaga að það er orðiði efni í kennslubók í lögfræði. Hvað eftir annað hefur yfirdýralæknir þ.e. vinnumenn hans beitt réttarheimildum rangt, með ófullnægjandi hætti eða alls ekki og ekki haft grundvallarreglur stjórnsýsluréttar í heiðri. - Yfirdýralæknir hefur ekki sýnt málinu þá virðingu að koma fram sjálfur því. Vond lykt er af þessu máli, sem hefur ekki hlotið nokkra faglega meðhöndlun af hálfu MAST. Öll viðleytni Matvælastofnunar við endurupptökubeiðni málsins ber merki sýndarmennsku. - Enda sýndi Guðni Ágústsson fyrrv. Landbúnaðarráðherra, blessuðum yfirdýralækni hnefann á fundi um landbúnaðarmál og er sagður hafa sagt: Þú yfirdýralæknir, berð ábyrð að því að mengandi óværur berist ei hingað til okkar. Yfyridýralæknir virðist ætla að hlýða útbrunnum pólitíkus. Ekki er ólíklegt að hagsmunaaðilar, íslenskir alifuglaræktendur, séu með hálstak á yfirdýralækni og hann óttist um launaseðil sinn hlýði hann þeim ekki. Málið er allt hið undarlegasta og lyktar af spillingu. Undrun sætir líka að Dýraverndarsamband Íslands hafi ekki haft nein afskipti af málinu í þágu fuglanna. Hljótt hefur eigi farið um málið í fjölmiðlum. Megi dýravernd á Íslandi tryggja líf þessara fugla og búseturétt þeirra á Íslandi. X dýravernd á Íslandi. Megi fuglarnir lifa og fá frelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Yfirdýralæknir ákvað nýlega, að aflífa skyldi 360 heilbrigða páfagauka, finkur o.fl tegundir saklausra fugla, sem er ætlað það hlutverk að vera mönnum gæludýr. Gæludýrahlutverk dýra er mönnum mikilvægt skv. Nýlegum rannsóknum. Fuglarnir voru hins vegar svo óheppnar að lenda í tollskoðun hjá yfirdýró, hvar á einum þeirra fannst mítill nokkur, sem skírður hefur verið hinn Norræni fuglamítill. Allur túristahópurinn skyldi drepinn eða sendur til baka með flugi ökkvört til Evrópu, að sögn frú yfirdýralæknis. Fuglarnir eru af vinsælum búrfuglategundum. Einn af þessum fuglum er, sem fyrr segir, sagður hafa verið greindur með Norræna fuglamítilinn, en fuglinn drapst í í sóttkví og sérfræðingar á Keldum eru handvissir um að um sé að ræða óværu, sem verði að útrýma. Smásjáin svíki ekki. Mítillinn merki hafi aldrei greinst áður á Íslandi þó svo að vísindagrein, sem finna megi á skemman.is segi: Norræni fuglamítilinn var talin vera landlægur á Íslandi af íslenskum vísindamönnum fyrir meira en áratug. Fulltrúi fuglanna, höfundur þessa pistils, tók fuglana undir sinn verndarvæng, að beiðni innflytjenda, enda var frá upphafi ljóst að mál fuglanna var rannsakað af mikilla handvömm og viðvaningshætti yfirdýralæknis, sem starfar hjá stofnun, sem er þekkt fyrir slíkt, Matvælastofnun. Þegar sýnt hafði verið fram á það af eigendum fuglanna, að hægt væri að senda Norræna fuglamítilinn í sóttkví Dýraríkisins í Holtagörðum, feðra sinna til, féllst yfirdýralæknir lox á að hlusta á slík rök. Erlendur sérfræðingur í fuglasjúkdómum við virtan háskóla í Þýskalandi þrábað vinnumenn yfirdýralæknis á símafundi, sem undirritaður sat en yfirdýralæknir þorði ekki að mæta á, að þyrma lífi þessara heilbrigðu fugla og gaf um leið heillaráð um útrýmingu meints mítils í öðrum fuglum í sóttkvínni. Sagðist þýzki fuglasjúkdómasérfræðingur oft meðhöndla fugla með þennan mítil í sínu heimalandi, einkum á alifuglabúum - ekki vegna slæms heilsufars alifugla heldur vegna þess að alifuglaræktendur kvörtuðu yfir honum á eigin skinni. Kláða. Þrátt fyrir að sérfræðingur í fuglasjúkdómum við sama háskóla og yfirdýralæknir öðlaðist sitt prófskírteini frá, benti á gildar leiðir til að útrýma mítlinum, hafnaði yfirdýralæknir vísindalegum leiðbeiningum þessa sérfræðings. Þvílíkur hroki. Yfirlætisháttur yfirdýralæknis, valdníðsla, valdhroki og þekkingarleysi á meðferð laga, sem heyra undir framkvæmdavald hans er ekki nýr af nálinni. Undir rekstri þessa máls, sem undirritaður hefur annast f.h. Dýraríkisins hefur orðið vart svo mikilla hnökra við beitingu stjórnsýslulaga að það er orðiði efni í kennslubók í lögfræði. Hvað eftir annað hefur yfirdýralæknir þ.e. vinnumenn hans beitt réttarheimildum rangt, með ófullnægjandi hætti eða alls ekki og ekki haft grundvallarreglur stjórnsýsluréttar í heiðri. - Yfirdýralæknir hefur ekki sýnt málinu þá virðingu að koma fram sjálfur því. Vond lykt er af þessu máli, sem hefur ekki hlotið nokkra faglega meðhöndlun af hálfu MAST. Öll viðleytni Matvælastofnunar við endurupptökubeiðni málsins ber merki sýndarmennsku. - Enda sýndi Guðni Ágústsson fyrrv. Landbúnaðarráðherra, blessuðum yfirdýralækni hnefann á fundi um landbúnaðarmál og er sagður hafa sagt: Þú yfirdýralæknir, berð ábyrð að því að mengandi óværur berist ei hingað til okkar. Yfyridýralæknir virðist ætla að hlýða útbrunnum pólitíkus. Ekki er ólíklegt að hagsmunaaðilar, íslenskir alifuglaræktendur, séu með hálstak á yfirdýralækni og hann óttist um launaseðil sinn hlýði hann þeim ekki. Málið er allt hið undarlegasta og lyktar af spillingu. Undrun sætir líka að Dýraverndarsamband Íslands hafi ekki haft nein afskipti af málinu í þágu fuglanna. Hljótt hefur eigi farið um málið í fjölmiðlum. Megi dýravernd á Íslandi tryggja líf þessara fugla og búseturétt þeirra á Íslandi. X dýravernd á Íslandi. Megi fuglarnir lifa og fá frelsi.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar