Að tala upp samfélag Birna Lárusdóttir skrifar 29. maí 2018 07:00 Fyrir sléttri viku birti ég grein á þessum vettvangi sem var viðbragð við skrifum Tómasar Guðbjartssonar. Hann brást að vonum snarlega við undir yfirskriftinni „Að tala niður náttúruna“. Ekki verður staðar numið í andsvörum á meðan Tómas heldur rangfærslum sínum um Hvalárvirkjun og fleira áfram.Sjáum fréttablöð seint og illa Fyrst er að nefna myndasýninguna, sem Tómas stóð fyrir hér á Ísafirði kvöldið fyrir Fossavatnsgönguna stóru. Reyndar talar Tómas nú um málþing, þótt hann og félagi hans hafi verið einu framsögumennirnir. Eftir því sem ég kemst næst var í boði falleg myndasýning úr náttúru Íslands með spjalli í lokin. Uppistaðan í áhorfendahópnum voru gestir Ísafjarðar, sem voru komnir vestur til að taka þátt í Fossavatnsgöngunni daginn eftir. Íbúar Ísafjarðar voru aftur á móti margir önnum kafnir við að undirbúa gönguna fyrir þetta sama fólk. Tómas segist hafa auglýst viðburðinn vel á síðum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Því miður er útbreiðsla þeirra prentmiðla heldur lítil hér vestur á fjörðum. Fréttablaðið er ekki borið í hús á Vestfjörðum og Morgunblaðið er áskriftarblað. Það skýrir kannski af hverju heimamenn vissu seint af fundinum. Frábær dagur til fjallaferða Ég kannast ekki við að hafa fyrr beint orðum mínum að Tómasi í greinaskrifum, eins og hann gefur í skyn, en við höfum reyndar einu sinni hist í tengslum við náinn ættingja minn, sem leitaði lækninga hjá honum. Þar með eru okkar samskipti upptalin, bæði í ræðu og riti. Ég skrifaði hins vegar grein nýlega sem bar yfirskriftina „Óaðgengileg náttúra fyrir vestan“. Væntanlega hefur Tómas tekið þau skrif til sín. Hann segir að þar hafi ég fullyrt að ekki væri hægt að komast að fossum Ófeigsfjarðar nema einn mánuð á ári. Það stendur hvergi í minni grein. Hins vegar vita allir sem til þekkja að svæðið er erfitt yfirferðar þorra ársins. Um það verður ekki deilt og heimamenn í Árneshreppi og Vestfirðingar flestir vita það manna best. Vissulega koma góðir dagar inn á milli og annar í hvítasunnu var einmitt slíkur dagur. Ég hafði því miður ekki tök á að fara norður í Árneshrepp þann dag, líkt og Tómas, en naut einstakrar veðurblíðunnar á fjöllum nær Ísafirði með fjölskyldunni. Virkjun vatnsfalla og hlýnun jarðar Tómas virðist gera að engu álit helstu sérfræðinga landsins á sviði orkumála ásamt niðurstöðu Orkubús Vestfjarða, Vestfjarðastofu, Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri, fjölmenns borgarafundar á Ísafirði í september og samstöðufundar í Gilsfirði á annan í hvítasunnu. Allir þessir telja vægi Hvalárvirkjunar í framtíðarraforkuöryggi Vestfirðinga ótvírætt. Niðurstöður kosninga í hreppsnefnd Árneshrepps á laugardag voru einnig afgerandi. Málflutningur á borð við Tómasar hindrar eðlilega og sjálfbæra innviðauppbyggingu á Vestfjörðum. Náttúra Íslands brennur á fleirum en Tómasi Guðbjartssyni. Við Vestfirðingar höfum kosið að búa hér í sátt við náttúruna og höfum lýst fjórðunginn okkar stóriðjulausan. Ef við horfum á stóru myndina er virkjun vatnsfalla til orkuframleiðslu ein umhverfisvænasta leiðin sem völ er á til að stemma stigu við notkun jarðefnaeldsneytis og hlýnun jarðar. Virkjun Hvalár er liður í því. Ég hefði talið að um þetta gætum við, umhverfissinnar allra landa, verið á einu máli. Á grundvelli sjálfbærrar nýtingar náttúrunnar gætum við þannig sameinast um að tala upp samfélagið hér á Vestfjörðum.Höfundur er upplýsingafulltrúi VesturVerks á Ísafirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir sléttri viku birti ég grein á þessum vettvangi sem var viðbragð við skrifum Tómasar Guðbjartssonar. Hann brást að vonum snarlega við undir yfirskriftinni „Að tala niður náttúruna“. Ekki verður staðar numið í andsvörum á meðan Tómas heldur rangfærslum sínum um Hvalárvirkjun og fleira áfram.Sjáum fréttablöð seint og illa Fyrst er að nefna myndasýninguna, sem Tómas stóð fyrir hér á Ísafirði kvöldið fyrir Fossavatnsgönguna stóru. Reyndar talar Tómas nú um málþing, þótt hann og félagi hans hafi verið einu framsögumennirnir. Eftir því sem ég kemst næst var í boði falleg myndasýning úr náttúru Íslands með spjalli í lokin. Uppistaðan í áhorfendahópnum voru gestir Ísafjarðar, sem voru komnir vestur til að taka þátt í Fossavatnsgöngunni daginn eftir. Íbúar Ísafjarðar voru aftur á móti margir önnum kafnir við að undirbúa gönguna fyrir þetta sama fólk. Tómas segist hafa auglýst viðburðinn vel á síðum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Því miður er útbreiðsla þeirra prentmiðla heldur lítil hér vestur á fjörðum. Fréttablaðið er ekki borið í hús á Vestfjörðum og Morgunblaðið er áskriftarblað. Það skýrir kannski af hverju heimamenn vissu seint af fundinum. Frábær dagur til fjallaferða Ég kannast ekki við að hafa fyrr beint orðum mínum að Tómasi í greinaskrifum, eins og hann gefur í skyn, en við höfum reyndar einu sinni hist í tengslum við náinn ættingja minn, sem leitaði lækninga hjá honum. Þar með eru okkar samskipti upptalin, bæði í ræðu og riti. Ég skrifaði hins vegar grein nýlega sem bar yfirskriftina „Óaðgengileg náttúra fyrir vestan“. Væntanlega hefur Tómas tekið þau skrif til sín. Hann segir að þar hafi ég fullyrt að ekki væri hægt að komast að fossum Ófeigsfjarðar nema einn mánuð á ári. Það stendur hvergi í minni grein. Hins vegar vita allir sem til þekkja að svæðið er erfitt yfirferðar þorra ársins. Um það verður ekki deilt og heimamenn í Árneshreppi og Vestfirðingar flestir vita það manna best. Vissulega koma góðir dagar inn á milli og annar í hvítasunnu var einmitt slíkur dagur. Ég hafði því miður ekki tök á að fara norður í Árneshrepp þann dag, líkt og Tómas, en naut einstakrar veðurblíðunnar á fjöllum nær Ísafirði með fjölskyldunni. Virkjun vatnsfalla og hlýnun jarðar Tómas virðist gera að engu álit helstu sérfræðinga landsins á sviði orkumála ásamt niðurstöðu Orkubús Vestfjarða, Vestfjarðastofu, Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri, fjölmenns borgarafundar á Ísafirði í september og samstöðufundar í Gilsfirði á annan í hvítasunnu. Allir þessir telja vægi Hvalárvirkjunar í framtíðarraforkuöryggi Vestfirðinga ótvírætt. Niðurstöður kosninga í hreppsnefnd Árneshrepps á laugardag voru einnig afgerandi. Málflutningur á borð við Tómasar hindrar eðlilega og sjálfbæra innviðauppbyggingu á Vestfjörðum. Náttúra Íslands brennur á fleirum en Tómasi Guðbjartssyni. Við Vestfirðingar höfum kosið að búa hér í sátt við náttúruna og höfum lýst fjórðunginn okkar stóriðjulausan. Ef við horfum á stóru myndina er virkjun vatnsfalla til orkuframleiðslu ein umhverfisvænasta leiðin sem völ er á til að stemma stigu við notkun jarðefnaeldsneytis og hlýnun jarðar. Virkjun Hvalár er liður í því. Ég hefði talið að um þetta gætum við, umhverfissinnar allra landa, verið á einu máli. Á grundvelli sjálfbærrar nýtingar náttúrunnar gætum við þannig sameinast um að tala upp samfélagið hér á Vestfjörðum.Höfundur er upplýsingafulltrúi VesturVerks á Ísafirði
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun