Að tala niður náttúruna Tómas Guðbjartsson skrifar 25. maí 2018 07:00 Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi VesturVerks, sendir mér tóninn í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær undir fyrirsögninni Tómas tungulipri. Hún kemur víða við og segir mig fara með rangt mál án þess að færa fyrir því rök. Vel sótt málþing okkar Ólafs Más Björnssonar um ósnortin víðerni á Ísafirði segir hún hafa verið illa auglýst þannig að ísfirskir ráðamenn sáu sér ekki fært að mæta. Samt var það auglýst með hálfsíðuauglýsingum í Fréttablaðinu og Mogganum auk þess sem við keyptum auglýsingu í Bæjarins besta á Ísafirði og dreifðum viðburðinum með löngum fyrirvara á Facebook. Það er rétt að Fossavatnsgangan var daginn eftir en sú frábæra keppni stöðvaði a.m.k. ekki Sjálfstæðisflokkinn á Ísafirði í að opna kosningaskrifstofu sína á nákvæmlega sama tíma. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Birna sendir mér tóninn en hún hefur verið í forsvari þeirra sem tala niður náttúruna upp af Ófeigsfirði á Ströndum og þá í hlutverki talsmanns framkvæmdaaðila virkjunarinnar, VesturVerks. Það gerði hún m.a. í aðsendri grein í Fréttablaðinu þann 21. mars sl. en þar sagði hún: „Sá hluti Ófeigsfjarðarheiði, þar sem stíflumannvirki Hvalárvirkjunar munu rísa, er dæmigerð vestfirsk háheiði. Landið er hrjóstrugt og gróðurlítið og veður þar oft válynd, jafnvel að sumri til. Varla má anda úr norðaustri án þess að allt fyllist af þoku. Svæðið er illa aðgengilegt göngufólki þar til í seinni hluta júlímánaðar því ár eru vatnsmiklar og jafnvel ófærar. Eftir miðjan ágúst er allra veðra von og gæta þarf sérstakrar varúðar á svæðinu. Það er því aðeins um einn mánuður að sumri sem er álitlegur til gönguferða á þessu svæði.“ Reyndar eru sumar lýsingar Birnu beinlínis rangar, t.d. fullyrðing hennar um að ekki sé hægt að komast að fossunum nema í einn mánuð á ári. Birna er því miður ekki sú eina sem talað hefur niður náttúrufegurð þessa stórkostlega svæðis. Það hefur einnig Pétur Guðmundsson í Ófeigsfirði gert, en hann lýsir þessum æskustöðvum sínum á einkar neikvæðan hátt í blaðaviðtali og segir þarna vera „þoku í 300 daga á ári“.Fossinn Drynjandi.Pétur er annar tveggja aðila sem selt hafa Vesturorku vatnsréttindi sín fyrir háar fjárhæðir en hinn er ítalskur barón, Felix Von Longo-Liebenstein, sem á Eyvindarfjörð. Það er því nokkuð ljóst að þeir sem hafa mestan fjárhagslegan ávinning af Hvalárvirkjun reyna allt til að gera lítið úr náttúrunni – náttúru sem ekki getur varið sig árásum. Vissulega eru heiðarnar upp af Ófeigsfirði gróðurlitlar efst en neðar tekur við ríkulegur gróður og sérlega fallegar tjarnir. Fossarnir á svæðinu og klettum prýdd strandlengjan eru þó helstu gersemar svæðisins, steinsnar frá friðlandi Hornstranda og Drangaskörðum. Máli mínu til staðfestingar, en einnig til að afsanna kenningar Birnu og VesturVerks, þá hélt ég ásamt félaga mínum Ólafi Má Björnssyni en einnig Ragnari Axelssyni ljósmyndara og Sigurði G. Sveinssyni tölvunarfræðingi á fyrirhugað virkjanasvæði í byrjun vikunnar, nánar tiltekið annan í hvítasunnu (20. maí). Veðrið var guðdómlegt og móðir náttúra í miklu stuði, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd af Drynjanda. Mjög greiðlega gekk að komast að fossunum og í þeim var mikið og blátært vatn. Þarna hefði Birna átt að vera – bæði til að sjá fegurðina en líka til að sjá hversu rangt hún fór með í grein sinni í Fréttablaðinu. Sannleikurinn er nefnilega sagna bestur.Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi VesturVerks, sendir mér tóninn í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær undir fyrirsögninni Tómas tungulipri. Hún kemur víða við og segir mig fara með rangt mál án þess að færa fyrir því rök. Vel sótt málþing okkar Ólafs Más Björnssonar um ósnortin víðerni á Ísafirði segir hún hafa verið illa auglýst þannig að ísfirskir ráðamenn sáu sér ekki fært að mæta. Samt var það auglýst með hálfsíðuauglýsingum í Fréttablaðinu og Mogganum auk þess sem við keyptum auglýsingu í Bæjarins besta á Ísafirði og dreifðum viðburðinum með löngum fyrirvara á Facebook. Það er rétt að Fossavatnsgangan var daginn eftir en sú frábæra keppni stöðvaði a.m.k. ekki Sjálfstæðisflokkinn á Ísafirði í að opna kosningaskrifstofu sína á nákvæmlega sama tíma. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Birna sendir mér tóninn en hún hefur verið í forsvari þeirra sem tala niður náttúruna upp af Ófeigsfirði á Ströndum og þá í hlutverki talsmanns framkvæmdaaðila virkjunarinnar, VesturVerks. Það gerði hún m.a. í aðsendri grein í Fréttablaðinu þann 21. mars sl. en þar sagði hún: „Sá hluti Ófeigsfjarðarheiði, þar sem stíflumannvirki Hvalárvirkjunar munu rísa, er dæmigerð vestfirsk háheiði. Landið er hrjóstrugt og gróðurlítið og veður þar oft válynd, jafnvel að sumri til. Varla má anda úr norðaustri án þess að allt fyllist af þoku. Svæðið er illa aðgengilegt göngufólki þar til í seinni hluta júlímánaðar því ár eru vatnsmiklar og jafnvel ófærar. Eftir miðjan ágúst er allra veðra von og gæta þarf sérstakrar varúðar á svæðinu. Það er því aðeins um einn mánuður að sumri sem er álitlegur til gönguferða á þessu svæði.“ Reyndar eru sumar lýsingar Birnu beinlínis rangar, t.d. fullyrðing hennar um að ekki sé hægt að komast að fossunum nema í einn mánuð á ári. Birna er því miður ekki sú eina sem talað hefur niður náttúrufegurð þessa stórkostlega svæðis. Það hefur einnig Pétur Guðmundsson í Ófeigsfirði gert, en hann lýsir þessum æskustöðvum sínum á einkar neikvæðan hátt í blaðaviðtali og segir þarna vera „þoku í 300 daga á ári“.Fossinn Drynjandi.Pétur er annar tveggja aðila sem selt hafa Vesturorku vatnsréttindi sín fyrir háar fjárhæðir en hinn er ítalskur barón, Felix Von Longo-Liebenstein, sem á Eyvindarfjörð. Það er því nokkuð ljóst að þeir sem hafa mestan fjárhagslegan ávinning af Hvalárvirkjun reyna allt til að gera lítið úr náttúrunni – náttúru sem ekki getur varið sig árásum. Vissulega eru heiðarnar upp af Ófeigsfirði gróðurlitlar efst en neðar tekur við ríkulegur gróður og sérlega fallegar tjarnir. Fossarnir á svæðinu og klettum prýdd strandlengjan eru þó helstu gersemar svæðisins, steinsnar frá friðlandi Hornstranda og Drangaskörðum. Máli mínu til staðfestingar, en einnig til að afsanna kenningar Birnu og VesturVerks, þá hélt ég ásamt félaga mínum Ólafi Má Björnssyni en einnig Ragnari Axelssyni ljósmyndara og Sigurði G. Sveinssyni tölvunarfræðingi á fyrirhugað virkjanasvæði í byrjun vikunnar, nánar tiltekið annan í hvítasunnu (20. maí). Veðrið var guðdómlegt og móðir náttúra í miklu stuði, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd af Drynjanda. Mjög greiðlega gekk að komast að fossunum og í þeim var mikið og blátært vatn. Þarna hefði Birna átt að vera – bæði til að sjá fegurðina en líka til að sjá hversu rangt hún fór með í grein sinni í Fréttablaðinu. Sannleikurinn er nefnilega sagna bestur.Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun