Sætið við borðsendann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. maí 2018 10:00 Í viðtali við Kjarnann ekki alls fyrir löngu sagði Svandís Svavarsdóttir að í ríkisstjórninni væru tveir hefðbundnir valdaflokkar sem sætu þar undir forsæti sósíalista og konu. Ég skil vel stolt Svandísar enda áhugavert í sögulegu samhengi. Í því felst einnig tækifæri sem áhugavert er að sjá hvernig er nýtt þegar kemur að hugsjónum og pólitík. Þau eru reyndar ekki mörg tækifærin sem fylgja sósíalismanum en annað er upp á teningnum þegar kemur að áherslum kvenna. Því nálgun kvenna á hin ýmsu mál er oft önnur en karla, eins og dæmin sýna. Slík fjölbreytni er eftirsóknarverð fyrir hvert samfélag. Fjármálaáætlun hverrar ríkisstjórnar er grundvallarplagg, líkt og formaður VG sagði fyrir ári. Ríkisstjórn undir forystu sósíalista og konu veitir hins vegar litla framtíðarsýn í nýrri fjármálaáætlun um hvernig hægt er að byggja upp kjör kvennastétta. Að glitt hefði í slíkar hugsjónir í þessu grundvallarplaggi hefði verið dýrmætt. Þarna er tækifæri til að sýna afgerandi forystu og fá alla með til að leiðrétta kjör kvennastétta, hvort sem um ljósmæður, kennara, hjúkrunarfræðinga eða sjúkraliða er að ræða. En í staðinn virðast ráðherrar uppteknir við að senda kvennastéttum kaldar kveðjur í kjarabaráttu þeirra. Það er í raun merkilegt að ríkisstjórnin taki ekki pólitíska forystu um þetta mál því það eru hagsmunir allra að þessi störf verði unnin, eftirspurn verði til að sinna þeim og endalausri óvissu eytt. Þannig styrkjum við bæði mennta- og velferðarkerfið til lengri tíma litið. Þess vegna er einfalt að samþykkja strax þingsályktunartillögu okkar í Viðreisn um að hefja vinnu til að bæta kjör kvennastétta. Forgangsröðun í þágu kvenna og jafnréttis er ekki allra, ekki síst þegar kemur að hefðbundnum valdaflokkum. Þá þarf að toga í klárinn og sýna lipurð í senn. Það upplifðum við í Viðreisn á síðasta ári með jafnlaunavottunina og þetta sýnir sagan. Fyrir Vinstri græn er hins vegar óþarfi að láta undan íhaldssömum trega til breytinga á þessu umhverfi. Þótt ríkisstjórnin sé málamiðlunarstjórn. Miklu heldur þarf að sýna forystu og nýta tækifærið sem felst í sætinu við borðsendann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í viðtali við Kjarnann ekki alls fyrir löngu sagði Svandís Svavarsdóttir að í ríkisstjórninni væru tveir hefðbundnir valdaflokkar sem sætu þar undir forsæti sósíalista og konu. Ég skil vel stolt Svandísar enda áhugavert í sögulegu samhengi. Í því felst einnig tækifæri sem áhugavert er að sjá hvernig er nýtt þegar kemur að hugsjónum og pólitík. Þau eru reyndar ekki mörg tækifærin sem fylgja sósíalismanum en annað er upp á teningnum þegar kemur að áherslum kvenna. Því nálgun kvenna á hin ýmsu mál er oft önnur en karla, eins og dæmin sýna. Slík fjölbreytni er eftirsóknarverð fyrir hvert samfélag. Fjármálaáætlun hverrar ríkisstjórnar er grundvallarplagg, líkt og formaður VG sagði fyrir ári. Ríkisstjórn undir forystu sósíalista og konu veitir hins vegar litla framtíðarsýn í nýrri fjármálaáætlun um hvernig hægt er að byggja upp kjör kvennastétta. Að glitt hefði í slíkar hugsjónir í þessu grundvallarplaggi hefði verið dýrmætt. Þarna er tækifæri til að sýna afgerandi forystu og fá alla með til að leiðrétta kjör kvennastétta, hvort sem um ljósmæður, kennara, hjúkrunarfræðinga eða sjúkraliða er að ræða. En í staðinn virðast ráðherrar uppteknir við að senda kvennastéttum kaldar kveðjur í kjarabaráttu þeirra. Það er í raun merkilegt að ríkisstjórnin taki ekki pólitíska forystu um þetta mál því það eru hagsmunir allra að þessi störf verði unnin, eftirspurn verði til að sinna þeim og endalausri óvissu eytt. Þannig styrkjum við bæði mennta- og velferðarkerfið til lengri tíma litið. Þess vegna er einfalt að samþykkja strax þingsályktunartillögu okkar í Viðreisn um að hefja vinnu til að bæta kjör kvennastétta. Forgangsröðun í þágu kvenna og jafnréttis er ekki allra, ekki síst þegar kemur að hefðbundnum valdaflokkum. Þá þarf að toga í klárinn og sýna lipurð í senn. Það upplifðum við í Viðreisn á síðasta ári með jafnlaunavottunina og þetta sýnir sagan. Fyrir Vinstri græn er hins vegar óþarfi að láta undan íhaldssömum trega til breytinga á þessu umhverfi. Þótt ríkisstjórnin sé málamiðlunarstjórn. Miklu heldur þarf að sýna forystu og nýta tækifærið sem felst í sætinu við borðsendann.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar