Frelsisstefnan á áttavitanum Katrín Atladóttir skrifar 11. maí 2018 09:37 Enginn getur sest niður og skýrt frá öllu hann hyggst gera í nýju starfi næstu fjögur árin. Því er mikilvægt að í starfsviðtali komi fram fyrir hvað viðkomandi stendur og fyrir hvað hann brennur. Að sama skapi er nauðsynlegt að kjósendur viti fyrir hvað frambjóðendur standa, svo þeir geti borið traust til ákvarðana þeirra þegar á hólminn kemur. Að frambjóðendur hafi lífsviðhorf sem þeir munu alltaf leita í til að lýsa sér veginn við ákvarðanir, jafnt stórar sem smáar. Ég brenn fyrir frelsi. Frelsi til að allir njóti jafnra tækifæra. Mannréttindum og jafnræði. Að borgarbúar fái notið sín og borgin veiti þeim rými til að finna frumkvæði og framkvæmdaþrótti farveg. Jafnt í sínum störfum og frítíma. Að ungt fólk hafi frelsi til að mennta sig, óháð aðstæðum. Að allir foreldrar hafi frelsi til að taka jafnan þátt á vinnumarkaði og hafi jafnan aðgang að dagvistun. Án þess að lenda í vandræðum með að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Grundvöllur jafnréttis er fjárhagslegt sjálfstæði. Því er ógnað þegar annað foreldri þarf að minnka þátttöku á vinnumarkaði. Að grípa samborgara okkar ef eitthvað bjátar á og veita þeim hjálp við að verða aftur virkir þátttakendur í samfélaginu. Að veita borgarbúum frelsi til að velja samgöngukosti sem henta þeim og blanda þeim saman að vild. Að skipuleggja borgina þannig að allir íbúar hennar finni sér búsetukosti við hæfi, hvort sem það er út frá staðsetningu, stærð eða öðrum háttum. Við erum nefnilega öll ólík, höfum ólíkan smekk og ólíkar þarfir. Að setja ekki of miklar skorður á íbúa og fyrirtæki, að setja ekki reglur um að allt sé bannað nema það sé sérstaklega leyft. Að sýna ráðdeild í rekstri borgarinnar og leggja ekki óhóflegar álögur á borgarbúa. Að berjast fyrir atvinnufrelsi og frelsi einstaklingsins, afnámi hafta, samvinnu og framfaramálum. Ég er í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að þau lífsviðhorf frelsis og ábyrgðar eru líka grundvöllur sjálfstæðisstefnunnar. Og ég er í framboði til borgarstjórnar vegna þess að þau eiga sérstakt erindi í Reykjavík, það er kominn tími á breytingar í borginni okkar.Höfundur skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Kosningar 2018 Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Sjá meira
Enginn getur sest niður og skýrt frá öllu hann hyggst gera í nýju starfi næstu fjögur árin. Því er mikilvægt að í starfsviðtali komi fram fyrir hvað viðkomandi stendur og fyrir hvað hann brennur. Að sama skapi er nauðsynlegt að kjósendur viti fyrir hvað frambjóðendur standa, svo þeir geti borið traust til ákvarðana þeirra þegar á hólminn kemur. Að frambjóðendur hafi lífsviðhorf sem þeir munu alltaf leita í til að lýsa sér veginn við ákvarðanir, jafnt stórar sem smáar. Ég brenn fyrir frelsi. Frelsi til að allir njóti jafnra tækifæra. Mannréttindum og jafnræði. Að borgarbúar fái notið sín og borgin veiti þeim rými til að finna frumkvæði og framkvæmdaþrótti farveg. Jafnt í sínum störfum og frítíma. Að ungt fólk hafi frelsi til að mennta sig, óháð aðstæðum. Að allir foreldrar hafi frelsi til að taka jafnan þátt á vinnumarkaði og hafi jafnan aðgang að dagvistun. Án þess að lenda í vandræðum með að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Grundvöllur jafnréttis er fjárhagslegt sjálfstæði. Því er ógnað þegar annað foreldri þarf að minnka þátttöku á vinnumarkaði. Að grípa samborgara okkar ef eitthvað bjátar á og veita þeim hjálp við að verða aftur virkir þátttakendur í samfélaginu. Að veita borgarbúum frelsi til að velja samgöngukosti sem henta þeim og blanda þeim saman að vild. Að skipuleggja borgina þannig að allir íbúar hennar finni sér búsetukosti við hæfi, hvort sem það er út frá staðsetningu, stærð eða öðrum háttum. Við erum nefnilega öll ólík, höfum ólíkan smekk og ólíkar þarfir. Að setja ekki of miklar skorður á íbúa og fyrirtæki, að setja ekki reglur um að allt sé bannað nema það sé sérstaklega leyft. Að sýna ráðdeild í rekstri borgarinnar og leggja ekki óhóflegar álögur á borgarbúa. Að berjast fyrir atvinnufrelsi og frelsi einstaklingsins, afnámi hafta, samvinnu og framfaramálum. Ég er í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að þau lífsviðhorf frelsis og ábyrgðar eru líka grundvöllur sjálfstæðisstefnunnar. Og ég er í framboði til borgarstjórnar vegna þess að þau eiga sérstakt erindi í Reykjavík, það er kominn tími á breytingar í borginni okkar.Höfundur skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar