Ragnar þarf að reiða fram 25 milljónir til að halda Hótel Adam Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. maí 2018 13:12 Hótel Adam er merkt sem þriggja stjörnu hótel. Það er staðsett við hlið Krambúðarinnar á Skólavörðustíg í miðbæ Reykjavíkur. visir/Anton brink Íslandsbanki hefur farið fram á að húsið á Skólavörðustíg 42 verði sett á nauðungarsölu. Húsið er í eigu Ragnars Guðmundssonar sem rekur Hótel Adam í húsinu sem Vísir fjallaði töluvert um í febrúar fyrir tveimur árum í framhaldi af því að gestir vöktu athygli á því að varað væri við því að drekka vatn úr krananum.Viðskiptablaðið vekur athygli á sölunni í dag og vísar í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Þar kemur fram að kröfur bankans hljóði upp á tæplega 25 milljónir króna. Beiðnin um nauðungarsölu verði tekin fyrir á skrifstofu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Hlíðarsmára í Kópavogi þann 14. júní hafi kröfurnar ekki verið greiddar. Blaðamaður Vísis gisti eina nótt á Hótel Adam í febrúar 2016. Heimsóknin var eftirminnileg og vakti margar spurningar. Bókun hótelsins var skrautleg, lykillinn var ranglega merktur, margra ára gömul símaskrá og klósettrúlla biðu gestsins, innstungur voru illa farnar og latexhanski var yfir reykskynjaranum svo fátt eitt sé nefnt. Vísir gerði fjölmargar tilraunir til að fá Ragnar Guðmundsson, eiganda hótelsins, í viðtal á sínum tíma, en hann vildi ekki tjá sig. Var sama hvort hringt var í Ragnar, honum sendur tölvupóstur eða mætt á staðinn. Umfjöllun Vísis má sjá hér að neðan undir fyrirsögninni: „Ég drekk úr krananum“ sem voru orð starfsmann hótelsins sem blaðamaður ræddi við. Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Neytendur Reykjavík Tengdar fréttir Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30 Hótel Adam greiði starfsmanni 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa Fyrrverandi starfsmaður Hótel Adam fær 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa. Hún segir lögreglu hafa rannsakað mál sitt sem mansalsmál. 16. október 2017 16:40 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Sjá meira
Íslandsbanki hefur farið fram á að húsið á Skólavörðustíg 42 verði sett á nauðungarsölu. Húsið er í eigu Ragnars Guðmundssonar sem rekur Hótel Adam í húsinu sem Vísir fjallaði töluvert um í febrúar fyrir tveimur árum í framhaldi af því að gestir vöktu athygli á því að varað væri við því að drekka vatn úr krananum.Viðskiptablaðið vekur athygli á sölunni í dag og vísar í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Þar kemur fram að kröfur bankans hljóði upp á tæplega 25 milljónir króna. Beiðnin um nauðungarsölu verði tekin fyrir á skrifstofu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Hlíðarsmára í Kópavogi þann 14. júní hafi kröfurnar ekki verið greiddar. Blaðamaður Vísis gisti eina nótt á Hótel Adam í febrúar 2016. Heimsóknin var eftirminnileg og vakti margar spurningar. Bókun hótelsins var skrautleg, lykillinn var ranglega merktur, margra ára gömul símaskrá og klósettrúlla biðu gestsins, innstungur voru illa farnar og latexhanski var yfir reykskynjaranum svo fátt eitt sé nefnt. Vísir gerði fjölmargar tilraunir til að fá Ragnar Guðmundsson, eiganda hótelsins, í viðtal á sínum tíma, en hann vildi ekki tjá sig. Var sama hvort hringt var í Ragnar, honum sendur tölvupóstur eða mætt á staðinn. Umfjöllun Vísis má sjá hér að neðan undir fyrirsögninni: „Ég drekk úr krananum“ sem voru orð starfsmann hótelsins sem blaðamaður ræddi við.
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Neytendur Reykjavík Tengdar fréttir Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30 Hótel Adam greiði starfsmanni 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa Fyrrverandi starfsmaður Hótel Adam fær 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa. Hún segir lögreglu hafa rannsakað mál sitt sem mansalsmál. 16. október 2017 16:40 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Sjá meira
Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30
Hótel Adam greiði starfsmanni 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa Fyrrverandi starfsmaður Hótel Adam fær 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa. Hún segir lögreglu hafa rannsakað mál sitt sem mansalsmál. 16. október 2017 16:40