Hvar eru milljarðarnir? Hildur Björnsdóttir skrifar 16. maí 2018 07:00 Borgarstjóri sparar ekki yfirlýsingar um ársreikning Reykjavíkurborgar. Hann slær vísvitandi ryki í augu borgarbúa. Borgarstjóri fullyrti að 5 milljarða hagnaður hefði orðið af venjubundnum rekstri borgarinnar. Þær niðurstöður fást þó eingöngu vegna 8 milljarða byggingaréttar- og eignasölu sem telst til einskiptisliða – tekjur sem ekki koma aftur. Eðlilegur uppsláttur hefði verið „Tap af hefðbundnum rekstri borgarinnar“ með tilliti til eignasölu, en slíkt gengur vissulega ekki á kosningaári. Í tilkynningu borgarstjóra kom fram að skuldir ?samstæðunnar“ hefðu farið lækkandi. Hér þvælir borgarstjóri umræðuna. Hann tekur nefnilega skuldir Orkuveitunnar með í reikninginn. Það hentar svo afskaplega vel. Eftir aðhald fyrri ára siglir Orkuveitan nú þöndum seglum á ný. Starfsmönnum hefur fjölgað um tæp 20% á kjörtímabilinu og meðallaun eru með því hæsta sem gerist. Skuldir Orkuveitunnar hafa að stórum hluta lækkað vegna styrkingar krónu. Borgarstjóri slær sig til riddara án innistæðu. Dagur B. Eggertsson getur tæpast eignað sjálfum sér heiður af styrkingu krónu. Dagur og félagar nota kennitölur frjálslega og eftir hentisemi. Slíkt er ekki einungis óábyrgt heldur til þess fallið að leyna raunverulegri stöðu borgarsjóðs fyrir borgarbúum.Skuldasöfnun í tekjugóðæri Árið 2017 höfðu tekjur borgarinnar hækkað að raunvirði um tæp 32% frá árinu 2014. Á sama tíma hafa skuldir borgarsjóðs aukist um ríflega 45%. Með öðrum orðum: núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefur ekki látið sér nægja tæplega 30 milljarða tekjuaukningu, heldur aukið við skuldsetninguna sem nemur 30 milljörðum til viðbótar. Ekki er gott að segja hvert fjármunirnir fóru. Varla er það grunnþjónustan. Ekki eru það samgöngulausnir, leikskólar, grunnskólar eða löngu tímabært átak í hreinlætismálum borgarinnar. Ekki eru það lausnir í húsnæðismálum. Allt endurspeglast þetta í niðurstöðum þjónustukannana – lífsgæði mælast verst í Reykjavík. Núverandi meirihluti hefur haft úr fordæmalausum fjármunum að spila, en niðurstaðan er neyðarleg. Hvað varð eiginlega um þessa sextíu milljarða? Hefði þeim ekki verið betur varið í vösum borgarbúa? Fjárhæðin samsvarar 1,2 milljónum fyrir hvert heimili borgarinnar.Glötuð tækifæri Aukið svigrúm til niðurgreiðslu skulda hefur ekki verið nýtt. Þetta kom fram í nýrri úttekt Samtaka atvinnulífsins. Samtökin benda enn fremur á að lukkan geti snúist skyndilega. Stjórnmálamenn geti ekki gengið að því vísu að tekjur vaxi áfram með sama hraða. Dagur og samstarfsfólk hans ættu að leggja við hlustir. Hver er fjárhagsstefna núverandi meirihluta? Reykjavíkurborg innheimtir hæsta lögleyfða útsvar þrátt fyrir fordæmalausa tekjuaukningu. Orkuveitunni er ætlað að greiða arð í vasa stjórnmálamannanna í stað þess að skila umframfé til borgarbúa með lækkun þjónustugjalda. Útlit er fyrir áframhaldandi skuldasöfnun borgarsjóðs – það gefa uppblásin kosningaloforð meirihlutans til kynna. Loforð sem engin leið er að efna á næsta kjörtímabili. Forgangsröðun og ábyrg fjármálastjórn Í dag starfa 12% vinnandi borgarbúa hjá Reykjavíkurborg. Það er 20% hærra hlutfall en hjá Kópavogi. Báknið er uppblásið og yfirbyggingin stór. Afgreiðsla erinda flókin og boðleiðir langar. Borgarkerfið flækist fyrir sjálfu sér. Forgangsröðun er allt sem þarf. Við stöndum fyrir ábyrga fjármálastjórn og áherslu á grunnþjónustu. Við höfnum óábyrgum loforðum sem verða ekki fjármögnuð án frekari skuldabyrðar á herðum næstu kynslóða. Öllu fjárhagslegu svigrúmi skal skilað aftur til borgarbúa. Minnkum yfirbygginguna – minnkum báknið. Greiðum niður skuldir. Lækkum álögur og þjónustugjöld. Gerum betur fyrir borgarbúa.Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Borgarstjóri sparar ekki yfirlýsingar um ársreikning Reykjavíkurborgar. Hann slær vísvitandi ryki í augu borgarbúa. Borgarstjóri fullyrti að 5 milljarða hagnaður hefði orðið af venjubundnum rekstri borgarinnar. Þær niðurstöður fást þó eingöngu vegna 8 milljarða byggingaréttar- og eignasölu sem telst til einskiptisliða – tekjur sem ekki koma aftur. Eðlilegur uppsláttur hefði verið „Tap af hefðbundnum rekstri borgarinnar“ með tilliti til eignasölu, en slíkt gengur vissulega ekki á kosningaári. Í tilkynningu borgarstjóra kom fram að skuldir ?samstæðunnar“ hefðu farið lækkandi. Hér þvælir borgarstjóri umræðuna. Hann tekur nefnilega skuldir Orkuveitunnar með í reikninginn. Það hentar svo afskaplega vel. Eftir aðhald fyrri ára siglir Orkuveitan nú þöndum seglum á ný. Starfsmönnum hefur fjölgað um tæp 20% á kjörtímabilinu og meðallaun eru með því hæsta sem gerist. Skuldir Orkuveitunnar hafa að stórum hluta lækkað vegna styrkingar krónu. Borgarstjóri slær sig til riddara án innistæðu. Dagur B. Eggertsson getur tæpast eignað sjálfum sér heiður af styrkingu krónu. Dagur og félagar nota kennitölur frjálslega og eftir hentisemi. Slíkt er ekki einungis óábyrgt heldur til þess fallið að leyna raunverulegri stöðu borgarsjóðs fyrir borgarbúum.Skuldasöfnun í tekjugóðæri Árið 2017 höfðu tekjur borgarinnar hækkað að raunvirði um tæp 32% frá árinu 2014. Á sama tíma hafa skuldir borgarsjóðs aukist um ríflega 45%. Með öðrum orðum: núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefur ekki látið sér nægja tæplega 30 milljarða tekjuaukningu, heldur aukið við skuldsetninguna sem nemur 30 milljörðum til viðbótar. Ekki er gott að segja hvert fjármunirnir fóru. Varla er það grunnþjónustan. Ekki eru það samgöngulausnir, leikskólar, grunnskólar eða löngu tímabært átak í hreinlætismálum borgarinnar. Ekki eru það lausnir í húsnæðismálum. Allt endurspeglast þetta í niðurstöðum þjónustukannana – lífsgæði mælast verst í Reykjavík. Núverandi meirihluti hefur haft úr fordæmalausum fjármunum að spila, en niðurstaðan er neyðarleg. Hvað varð eiginlega um þessa sextíu milljarða? Hefði þeim ekki verið betur varið í vösum borgarbúa? Fjárhæðin samsvarar 1,2 milljónum fyrir hvert heimili borgarinnar.Glötuð tækifæri Aukið svigrúm til niðurgreiðslu skulda hefur ekki verið nýtt. Þetta kom fram í nýrri úttekt Samtaka atvinnulífsins. Samtökin benda enn fremur á að lukkan geti snúist skyndilega. Stjórnmálamenn geti ekki gengið að því vísu að tekjur vaxi áfram með sama hraða. Dagur og samstarfsfólk hans ættu að leggja við hlustir. Hver er fjárhagsstefna núverandi meirihluta? Reykjavíkurborg innheimtir hæsta lögleyfða útsvar þrátt fyrir fordæmalausa tekjuaukningu. Orkuveitunni er ætlað að greiða arð í vasa stjórnmálamannanna í stað þess að skila umframfé til borgarbúa með lækkun þjónustugjalda. Útlit er fyrir áframhaldandi skuldasöfnun borgarsjóðs – það gefa uppblásin kosningaloforð meirihlutans til kynna. Loforð sem engin leið er að efna á næsta kjörtímabili. Forgangsröðun og ábyrg fjármálastjórn Í dag starfa 12% vinnandi borgarbúa hjá Reykjavíkurborg. Það er 20% hærra hlutfall en hjá Kópavogi. Báknið er uppblásið og yfirbyggingin stór. Afgreiðsla erinda flókin og boðleiðir langar. Borgarkerfið flækist fyrir sjálfu sér. Forgangsröðun er allt sem þarf. Við stöndum fyrir ábyrga fjármálastjórn og áherslu á grunnþjónustu. Við höfnum óábyrgum loforðum sem verða ekki fjármögnuð án frekari skuldabyrðar á herðum næstu kynslóða. Öllu fjárhagslegu svigrúmi skal skilað aftur til borgarbúa. Minnkum yfirbygginguna – minnkum báknið. Greiðum niður skuldir. Lækkum álögur og þjónustugjöld. Gerum betur fyrir borgarbúa.Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun