Hvað er að frétta af „stríðinu gegn einkabílnum“? Líf Magneudóttir skrifar 16. maí 2018 11:11 Eitt af kostulegri hugtökum sem dúkkað hafa í borgarpólítíkinni eru hin svokallaða aðför eða stríð gegn einkabílnum. Af einhverri ástæðu telja sumir að allar aðgerðir til að greiða fyrir vistvænni umferð, greiða götu almenningssamgangna, borgarlína, betri hjólreiðastígar og bætt aðgengi fótgangandi séu „aðför“ eða „stríð“ gegn einkabílnum. Gott og vel. Ef svo er þá er ljóst að við verðum að blása til stórsóknar í því stríði! Það væri þó betra ef við gætum náð einhverskonar sáttum í þessu ímyndaða stríði, því aukið vægi vistvænni samgangna er hagsmunamál okkar allra.Meiri umferð einkabíla þýðir meiri mengun Það er beinlínis lífsspursmál að við blásum til sóknar í því að greiða götu vistvænna samgangna. Það er ein áhrifamesta aðgerð sem við getum farið í til að vinna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Rannsóknir sýna líka að 80% svifryks í borginni kemur frá bílaumferð. Sama má segja um örplast: Götur og umferð eru stærsta uppspretta örplasts sem berst í sjó á Íslandi. Við útrýmum hvorki svifryki né örplasti með því að spúla göturnar oftar: Eina raunhæfa aðgerðin til að draga raunverulega úr mengun er að menga minna.Vistvænar samgöngur eru hagsmunamál allra Eitt af því sem gleymist í þrasinu um „aðförina að einkabílnum“ er að vistvænar samgöngur eru, þegar öllu er á botninn hvolft, stærsta hagsmunamál þeirra sem þurfa að nota einkabílinn. Ef allir íbúarnir í nýjum hverfum austan Elliðaáa þurfa að keyra á einkabílum í vinnuna þýðir það gríðarlega umferðaraukning, með tilheyrandi mengun, hávaða og töfum. Við leysum það ekki með fleiri hraðbrautum, mislægum gatnamótum eða ljósastýringu sem auka umferðarflæði. Allar rannsóknir og reynsla frá öðrum löndum sýna að bílum á götunum fjölgar einfaldlega þegar það það verður auðveldara að keyra milli staða. Fólk fer fleiri óþarfar ferðir og áður en varir eru tafirnar orðnar jafn miklar og áður meðan mengun hefur aukist. Eina raunhæfa leiðin til að leysa þetta er að gera fólki auðveldara að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga í vinnuna. Ný hverfi þarf að þróa með tilliti til almenningssamgangna og tryggja að fólk geti sótt þjónustu í sitt nærumhverfi. Borgarlína og vistvænir samgöngumátar eru ekki „stríð“ eða „aðför“. Þær eru skynsamlegar og raunhæfar aðgerðir til að minnka tafir í umferðinni, minnka mengun og gera borgina þannig bæði grænni og betri. Við þurfum líka ávallt að hafa hugfast að framtíð vistkerfis jarðarinnar er í húfi.Höfundur skipar fyrsta sæti á framboðslista Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Líf Magneudóttir Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eitt af kostulegri hugtökum sem dúkkað hafa í borgarpólítíkinni eru hin svokallaða aðför eða stríð gegn einkabílnum. Af einhverri ástæðu telja sumir að allar aðgerðir til að greiða fyrir vistvænni umferð, greiða götu almenningssamgangna, borgarlína, betri hjólreiðastígar og bætt aðgengi fótgangandi séu „aðför“ eða „stríð“ gegn einkabílnum. Gott og vel. Ef svo er þá er ljóst að við verðum að blása til stórsóknar í því stríði! Það væri þó betra ef við gætum náð einhverskonar sáttum í þessu ímyndaða stríði, því aukið vægi vistvænni samgangna er hagsmunamál okkar allra.Meiri umferð einkabíla þýðir meiri mengun Það er beinlínis lífsspursmál að við blásum til sóknar í því að greiða götu vistvænna samgangna. Það er ein áhrifamesta aðgerð sem við getum farið í til að vinna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Rannsóknir sýna líka að 80% svifryks í borginni kemur frá bílaumferð. Sama má segja um örplast: Götur og umferð eru stærsta uppspretta örplasts sem berst í sjó á Íslandi. Við útrýmum hvorki svifryki né örplasti með því að spúla göturnar oftar: Eina raunhæfa aðgerðin til að draga raunverulega úr mengun er að menga minna.Vistvænar samgöngur eru hagsmunamál allra Eitt af því sem gleymist í þrasinu um „aðförina að einkabílnum“ er að vistvænar samgöngur eru, þegar öllu er á botninn hvolft, stærsta hagsmunamál þeirra sem þurfa að nota einkabílinn. Ef allir íbúarnir í nýjum hverfum austan Elliðaáa þurfa að keyra á einkabílum í vinnuna þýðir það gríðarlega umferðaraukning, með tilheyrandi mengun, hávaða og töfum. Við leysum það ekki með fleiri hraðbrautum, mislægum gatnamótum eða ljósastýringu sem auka umferðarflæði. Allar rannsóknir og reynsla frá öðrum löndum sýna að bílum á götunum fjölgar einfaldlega þegar það það verður auðveldara að keyra milli staða. Fólk fer fleiri óþarfar ferðir og áður en varir eru tafirnar orðnar jafn miklar og áður meðan mengun hefur aukist. Eina raunhæfa leiðin til að leysa þetta er að gera fólki auðveldara að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga í vinnuna. Ný hverfi þarf að þróa með tilliti til almenningssamgangna og tryggja að fólk geti sótt þjónustu í sitt nærumhverfi. Borgarlína og vistvænir samgöngumátar eru ekki „stríð“ eða „aðför“. Þær eru skynsamlegar og raunhæfar aðgerðir til að minnka tafir í umferðinni, minnka mengun og gera borgina þannig bæði grænni og betri. Við þurfum líka ávallt að hafa hugfast að framtíð vistkerfis jarðarinnar er í húfi.Höfundur skipar fyrsta sæti á framboðslista Vinstri grænna í Reykjavík.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar