Mygla og mölflugur Marta Guðjónsdóttir skrifar 16. maí 2018 20:03 Þrátt fyrir stórauknar tekjur borgarinnar og hámarksskattheimtu halda skuldir borgarinnar áfram að hækka. Skuldirnar hafa hækkað milli ára um 15 milljarða og eru nú komnar upp í 99 milljarða. Í stað þess að takast á við vandann á einum mesta góðæristíma Íslandssögunnar neitar meirihlutinn að horfast í augu við fjárhagsvandann og skuldsetur borgina enn meira. Á sama tíma og tekjur borgarinnar hafa aukist er þjónustan í molum, t.d. hvað leikskóla og grunnskóla varðar. Í staðinn fyrir að bretta upp ermar og endurskipuleggja reksturinn, hefur verið forgangsraðað í hvert gæluverkefnið á fætur öðru á kostnað grunnþjónustunnar. Borgarbúar hafa mátt þola mikla þjónustuskerðingu á ýmsum sviðum. Þetta kemur auðvitað niður á daglegu lífi íbúa eins og sjá má á manneklunni í leikskólunum. Þessi vandi birtist í því að fleiri hundruð börn voru send heim í vetur á miðjum degi. Þá þurftu sum börn jafnframt að vera heima nokkra daga í mánuði. Þessi mál verða ekki leyst nema laun þeirra lægstlaunuðu á leikskólunum verði hækkuð og starfsaðstæður leikskólanna bættar. Þessi vandi er svo sem ekki nýr af nálinni, því haustið 2016 stefndi í mikla manneklu án þess að brugðist væri við ástandinu og álaginu var velt yfir á þá starfsmenn sem fyrir voru. Enn hefur ekki tekist að manna allar stöður og enn er ekki hægt að nýta öll þau lausu pláss sem eru á leikskólunum. Boð um leikskólarými með fyrirvara Nú eru 179 laus leikskólarými sem ekki er hægt að nýta og nú fá foreldrar boð um pláss í haust með fyrirvara um að hægt sé að manna leikskólana. Þá hafa bæði leikskólar og skólar mátt þola langvarandi viðhaldsleysi. Sums staðar er húsnæðið heilsuspillandi eins og kom í ljós sl. sumar í Kvistaborg þegar upp kom mygla og mölflugur flugu um allt hús með þeim afleiðingum að starfsmaður veiktist og neyddist til að hætta þar störfum. Það er ekki boðlegt að við bjóðum leikskólabörnum og starfsmönnum upp á heilsuspillandi húsnæði. Sömuleiðis er það lágmarkskrafa að leiksvæðum barna á skólalóðum sé haldið við og þær ekki látnar drabbast niður eða að slæmt viðhald leiktækja bitni á öryggi barnanna. Biðlistarnir hafa ekki bara verið að lengjast í leikskólunum heldur einnig eftir skóla- og sérfræðiþjónustu en um áramótin var 441 eitt barn á biðlista eftir sérfræðiþjónustu. Þannig má sjá að víða er pottur brotinn í rekstrinum og löngu er kominn tími á að forgangsraðað verði í þágu grunnþjónustu. Það geta ekki talist ábyrg stjórnvöld sem taka lúxusverkefni fram yfir nauðsynlega þjónustu og sópa vandanum undir teppi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir stórauknar tekjur borgarinnar og hámarksskattheimtu halda skuldir borgarinnar áfram að hækka. Skuldirnar hafa hækkað milli ára um 15 milljarða og eru nú komnar upp í 99 milljarða. Í stað þess að takast á við vandann á einum mesta góðæristíma Íslandssögunnar neitar meirihlutinn að horfast í augu við fjárhagsvandann og skuldsetur borgina enn meira. Á sama tíma og tekjur borgarinnar hafa aukist er þjónustan í molum, t.d. hvað leikskóla og grunnskóla varðar. Í staðinn fyrir að bretta upp ermar og endurskipuleggja reksturinn, hefur verið forgangsraðað í hvert gæluverkefnið á fætur öðru á kostnað grunnþjónustunnar. Borgarbúar hafa mátt þola mikla þjónustuskerðingu á ýmsum sviðum. Þetta kemur auðvitað niður á daglegu lífi íbúa eins og sjá má á manneklunni í leikskólunum. Þessi vandi birtist í því að fleiri hundruð börn voru send heim í vetur á miðjum degi. Þá þurftu sum börn jafnframt að vera heima nokkra daga í mánuði. Þessi mál verða ekki leyst nema laun þeirra lægstlaunuðu á leikskólunum verði hækkuð og starfsaðstæður leikskólanna bættar. Þessi vandi er svo sem ekki nýr af nálinni, því haustið 2016 stefndi í mikla manneklu án þess að brugðist væri við ástandinu og álaginu var velt yfir á þá starfsmenn sem fyrir voru. Enn hefur ekki tekist að manna allar stöður og enn er ekki hægt að nýta öll þau lausu pláss sem eru á leikskólunum. Boð um leikskólarými með fyrirvara Nú eru 179 laus leikskólarými sem ekki er hægt að nýta og nú fá foreldrar boð um pláss í haust með fyrirvara um að hægt sé að manna leikskólana. Þá hafa bæði leikskólar og skólar mátt þola langvarandi viðhaldsleysi. Sums staðar er húsnæðið heilsuspillandi eins og kom í ljós sl. sumar í Kvistaborg þegar upp kom mygla og mölflugur flugu um allt hús með þeim afleiðingum að starfsmaður veiktist og neyddist til að hætta þar störfum. Það er ekki boðlegt að við bjóðum leikskólabörnum og starfsmönnum upp á heilsuspillandi húsnæði. Sömuleiðis er það lágmarkskrafa að leiksvæðum barna á skólalóðum sé haldið við og þær ekki látnar drabbast niður eða að slæmt viðhald leiktækja bitni á öryggi barnanna. Biðlistarnir hafa ekki bara verið að lengjast í leikskólunum heldur einnig eftir skóla- og sérfræðiþjónustu en um áramótin var 441 eitt barn á biðlista eftir sérfræðiþjónustu. Þannig má sjá að víða er pottur brotinn í rekstrinum og löngu er kominn tími á að forgangsraðað verði í þágu grunnþjónustu. Það geta ekki talist ábyrg stjórnvöld sem taka lúxusverkefni fram yfir nauðsynlega þjónustu og sópa vandanum undir teppi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar