Stöndum saman gegn aukinni misskiptingu Elín Björg Jónsdóttir skrifar 1. maí 2018 10:00 Í dag fögnum við alþjóðlegum baráttudegi verkafólks með kröfugöngum og baráttufundum um allt land. Með því sýnum við samstöðuna sem hefur verið lykillinn að árangri verkalýðsfélaga síðustu áratugi og mun verða það áfram. Við þurfum á samstöðunni að halda nú sem aldrei fyrr. Misskiptingin í samfélaginu blasir við launafólki. Í hvert skipti sem kemur að því að semja um laun stórra stétta heyrist sami söngurinn um að ekki sé hægt að bæta kjörin því annars sé stöðugleikinn úti. Það virðist alltaf vera þeir hópar sem eru á lægstu laununum sem eiga að bera ábyrgð á stöðugleikanum. Á meðan finnst þingmönnum, ráðherrum og stjórnendum fyrirtækja og stofnana fullkomlega eðlilegt að þeirra laun hækki um upphæðir sem eru úr öllu samhengi við það sem launafólk í landinu þekkir. Það er einfaldlega engin þolinmæði eftir gagnvart ofurlaunum og bónusum fyrir stjórnendur fyrirtækja og þá sem sýsla með peninga. Í síðustu kjarasamningum hafa stéttarfélög lagt mikla áherslu á hækkun lægstu launa. En það þarf að gera betur því lægstu laun eru allt of lág. En hvers vegna finnur fólk ekki fyrir því að lægstu launin hafa hækkað? Á því er einföld skýring. Á meðan verkalýðshreyfingin hefur beitt sér sérstaklega fyrir hækkun lægstu launa hafa stjórnvöld ekki gengið í takt. Dregið hefur verið markvisst úr tekjujöfnunarhlutverki skattkerfisins, persónuafsláttur hefur ekki fylgt launaþróun, vaxtabætur og barnbætur hafa verið skertar verulega og húsnæðisbætur sömuleiðis. Þetta er algerlega óþolandi og gegn þessu þurfa stéttarfélögin og bandalög þeirra að berjast. Það hafa verið átök í verkalýðshreyfingunni undanfarin misseri. Það er heilbrigðismerki að tekist sé á um hugmyndafræði og aðferðir og því eigum við að fagna. En við verðum líka að vera nægilega stór til að standa saman og ná fram kjarabótum fyrir launafólk í landinu, sér í lagi þá sem lægstar hafa tekjurnar. Við þurfum að byggja upp fjölskylduvænt samfélag þar sem áherslan er á velferð, jöfnuð og samhygð. Við erum sterkari saman.Höfundur er formaður BSRB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Elín Björg Jónsdóttir Kjaramál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við alþjóðlegum baráttudegi verkafólks með kröfugöngum og baráttufundum um allt land. Með því sýnum við samstöðuna sem hefur verið lykillinn að árangri verkalýðsfélaga síðustu áratugi og mun verða það áfram. Við þurfum á samstöðunni að halda nú sem aldrei fyrr. Misskiptingin í samfélaginu blasir við launafólki. Í hvert skipti sem kemur að því að semja um laun stórra stétta heyrist sami söngurinn um að ekki sé hægt að bæta kjörin því annars sé stöðugleikinn úti. Það virðist alltaf vera þeir hópar sem eru á lægstu laununum sem eiga að bera ábyrgð á stöðugleikanum. Á meðan finnst þingmönnum, ráðherrum og stjórnendum fyrirtækja og stofnana fullkomlega eðlilegt að þeirra laun hækki um upphæðir sem eru úr öllu samhengi við það sem launafólk í landinu þekkir. Það er einfaldlega engin þolinmæði eftir gagnvart ofurlaunum og bónusum fyrir stjórnendur fyrirtækja og þá sem sýsla með peninga. Í síðustu kjarasamningum hafa stéttarfélög lagt mikla áherslu á hækkun lægstu launa. En það þarf að gera betur því lægstu laun eru allt of lág. En hvers vegna finnur fólk ekki fyrir því að lægstu launin hafa hækkað? Á því er einföld skýring. Á meðan verkalýðshreyfingin hefur beitt sér sérstaklega fyrir hækkun lægstu launa hafa stjórnvöld ekki gengið í takt. Dregið hefur verið markvisst úr tekjujöfnunarhlutverki skattkerfisins, persónuafsláttur hefur ekki fylgt launaþróun, vaxtabætur og barnbætur hafa verið skertar verulega og húsnæðisbætur sömuleiðis. Þetta er algerlega óþolandi og gegn þessu þurfa stéttarfélögin og bandalög þeirra að berjast. Það hafa verið átök í verkalýðshreyfingunni undanfarin misseri. Það er heilbrigðismerki að tekist sé á um hugmyndafræði og aðferðir og því eigum við að fagna. En við verðum líka að vera nægilega stór til að standa saman og ná fram kjarabótum fyrir launafólk í landinu, sér í lagi þá sem lægstar hafa tekjurnar. Við þurfum að byggja upp fjölskylduvænt samfélag þar sem áherslan er á velferð, jöfnuð og samhygð. Við erum sterkari saman.Höfundur er formaður BSRB
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun