Vilja móta risavaxna andlitsmynd af Trump í bráðnandi jökul Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. maí 2018 10:57 Um það bil svona sér hópurinn fyrir sér að verkið muni líta út. Vísir/ProjectTrumpmore Hópur Finna sem berst gegn loftslagsbreytingum hyggst safna fé til þess að móta risavaxna andlitsmynd af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í einn af jöklum norðurslóða sem stendur frammi fyrir bráðnum af völdum hlýnun jarðar. Ef marka má mynd á vefsíðu samtakanna er Ísland möguleg staðsetning andslitsmyndarinnar. Markmið hópsins er að safna hálfri milljón dollara, um fimmtíu milljón króna, svo að andslitsmyndin geti orðið að veruleika. Er markmiðið að safna fénu með svokallaðri hópfjármögnun. Verkefnið hefur fengið nafnið „Project Trumpmore“ í anda Mount Rushmore minnismerkisins í Bandaríkjunum þar sem finna má fjórar risavaxnar andlitsmyndir af forsetum Bandaríkjanna sem skornar voru út í Rushmore-fjallið í Suður-Dakóta á síðustu öld.Mögulegar staðsetningar fyrir minnismerkið að mati hópsins.Mynd/ProjectTrumpmoreÍ tilkynningu þar sem verkefnið var kynnt var haft eftir Nicolas Prieto, formanni finnska hópsins sem stendur fyrir verkefninu, að loftslagsbreytingar séu eitt af alvarlegustu málum dagsins í dag. Með því að skera andslitsmynd af Trump í bráðnandi ísjaka eða jökul verði hægt að vekja athygli á áhrifum loftslagsbreytinga. „Við viljum reisa minnismerkið fyrir okkur öll, svo að við getum séð hversu lengi andlitsmyndin endist áður en hún bráðnar. Fólk trúir oft ekki hlutum fyrr en það sér þá með eigin augum,“ segir Prieto en Trump hefur ítrekað lýst yfir efasemdum sínum um alvarleika áhrifa hlýnun jarðar. Takist söfnunin mun hópurinn streyma gerð andlitsmyndarinnar beint á netinu en ráðgert er að andlitsmyndin af Trump verði risavaxinn, 35 metra há og tuttugu metra breið, eða áþekk andlitsmyndunum á Rushmore-fjalli að stærð. Á vefsíðu samtakanna segir að endanleg staðsetning liggi ekki fyrir utan þess að andlitsmyndin verður mótuð á einn af jöklum norðurslóða. Á mynd á vefsíðu má samtakanna er búið að merkja inn mögulegar staðsetningar í Kanada, Grænlandi og á Íslandi. Donald Trump Loftslagsmál Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Dónatal í desember Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Sjá meira
Hópur Finna sem berst gegn loftslagsbreytingum hyggst safna fé til þess að móta risavaxna andlitsmynd af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í einn af jöklum norðurslóða sem stendur frammi fyrir bráðnum af völdum hlýnun jarðar. Ef marka má mynd á vefsíðu samtakanna er Ísland möguleg staðsetning andslitsmyndarinnar. Markmið hópsins er að safna hálfri milljón dollara, um fimmtíu milljón króna, svo að andslitsmyndin geti orðið að veruleika. Er markmiðið að safna fénu með svokallaðri hópfjármögnun. Verkefnið hefur fengið nafnið „Project Trumpmore“ í anda Mount Rushmore minnismerkisins í Bandaríkjunum þar sem finna má fjórar risavaxnar andlitsmyndir af forsetum Bandaríkjanna sem skornar voru út í Rushmore-fjallið í Suður-Dakóta á síðustu öld.Mögulegar staðsetningar fyrir minnismerkið að mati hópsins.Mynd/ProjectTrumpmoreÍ tilkynningu þar sem verkefnið var kynnt var haft eftir Nicolas Prieto, formanni finnska hópsins sem stendur fyrir verkefninu, að loftslagsbreytingar séu eitt af alvarlegustu málum dagsins í dag. Með því að skera andslitsmynd af Trump í bráðnandi ísjaka eða jökul verði hægt að vekja athygli á áhrifum loftslagsbreytinga. „Við viljum reisa minnismerkið fyrir okkur öll, svo að við getum séð hversu lengi andlitsmyndin endist áður en hún bráðnar. Fólk trúir oft ekki hlutum fyrr en það sér þá með eigin augum,“ segir Prieto en Trump hefur ítrekað lýst yfir efasemdum sínum um alvarleika áhrifa hlýnun jarðar. Takist söfnunin mun hópurinn streyma gerð andlitsmyndarinnar beint á netinu en ráðgert er að andlitsmyndin af Trump verði risavaxinn, 35 metra há og tuttugu metra breið, eða áþekk andlitsmyndunum á Rushmore-fjalli að stærð. Á vefsíðu samtakanna segir að endanleg staðsetning liggi ekki fyrir utan þess að andlitsmyndin verður mótuð á einn af jöklum norðurslóða. Á mynd á vefsíðu má samtakanna er búið að merkja inn mögulegar staðsetningar í Kanada, Grænlandi og á Íslandi.
Donald Trump Loftslagsmál Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Dónatal í desember Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Sjá meira