Krabbameinsendurhæfing og reykingar Ásgeir R. Helgason skrifar 2. maí 2018 16:23 Rannsóknir sýna að haldi fólk áfram að reykja eftir að hafa greinst með krabbamein og fengið meðferð, aukast líkurnar á því að krabbameinið taki sig upp aftur. Reykingar hafa líka neikvæð áhrif á ónæmiskerfið. Rannsóknir á munntóbaki sem áhættuþætti fyrir krabbamein eru óljósar. Hinsvegar liggja fyrir rannsóknir sem benda til að nikótín, sem líka er í miklu magni í munntóbaki, geti örvað krabbameinsvöxt og haft áhrif á dreifingu sjúkdómsins Mælt er með að fólk hætti að reykja nokkrum vikum fyrir krabbameinsaðgerð og sé reyklaust að minsta kosti nokkrar vikur eftir aðgerð. Það dregur út líkum á neikvæðum eftirköstum aðgerðar, þetta á reyndar við um flestar tegundir aðgerða, ekki bara krabbameinsaðgerðir. Það er því mikilvægt að til staðar sé hágæða stuðningur við reykingafólk sem þarf að gangast undir aðgerð. Þrátt fyrir að lang flestir þeirra sem greinast með krabbamein viti að tóbak sé áhættuþáttur margra krabbameina, er raunin sú að margt krabbameinsgreint reykingafólk á erfitt með að hætta að reykja. Rannsóknir sýna að kvíði, streyta og depurð hafa neikvæð áhrif á getu fólks til að hætta að reykja, en margir þeirra sem greinast með krabbamein ganga í gegnum tímabil streitu og kvíða í kjölfar krabbameinsgreiningar og þurfa því oft mikinn og sérhæfðan stuðning til að hætta eða gera hlé á reykingum. Í heilbrigðiskerfinu er boðið uppá gjaldfrjálsa, raunprófaða þjónustu, Ráðgjöf í Reykbindindi í síma 800 6030. Sjálfsagt er að nýta þjónustuna til að auðvelda eftirfylgni, en reynsla og rannsóknir sýna að bestur árangur næst ef heilbrigðisstarfsfólk, sem sér um meðferð og endurhæfingu sjúklings, er til staðar og styður sjúklinginn til reykbindindis. Símaþjónustan getur síðan komið inn sem sérhæfður stuðningsaðili í samvinnu við meðferðar- og enduhæfingateimi sjúklingsins. Rannsóknir hafa sýnt að bestur árangur næst ef fleiri en einn aðili kemur að stuðningnum. Á morgun, fimmtudaginn 3. maí kl 15, fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands málþingið Endurhæfing alla leið. Farið verður yfir stöðu endurhæfingar krabbameinsgreindra á Íslandi og fjallað um nýjustu vitneskju um árangursríkar aðferðir. Ráðstefnan er öllum opin og henni verður einnig streymt á Vísi.Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Rannsóknir sýna að haldi fólk áfram að reykja eftir að hafa greinst með krabbamein og fengið meðferð, aukast líkurnar á því að krabbameinið taki sig upp aftur. Reykingar hafa líka neikvæð áhrif á ónæmiskerfið. Rannsóknir á munntóbaki sem áhættuþætti fyrir krabbamein eru óljósar. Hinsvegar liggja fyrir rannsóknir sem benda til að nikótín, sem líka er í miklu magni í munntóbaki, geti örvað krabbameinsvöxt og haft áhrif á dreifingu sjúkdómsins Mælt er með að fólk hætti að reykja nokkrum vikum fyrir krabbameinsaðgerð og sé reyklaust að minsta kosti nokkrar vikur eftir aðgerð. Það dregur út líkum á neikvæðum eftirköstum aðgerðar, þetta á reyndar við um flestar tegundir aðgerða, ekki bara krabbameinsaðgerðir. Það er því mikilvægt að til staðar sé hágæða stuðningur við reykingafólk sem þarf að gangast undir aðgerð. Þrátt fyrir að lang flestir þeirra sem greinast með krabbamein viti að tóbak sé áhættuþáttur margra krabbameina, er raunin sú að margt krabbameinsgreint reykingafólk á erfitt með að hætta að reykja. Rannsóknir sýna að kvíði, streyta og depurð hafa neikvæð áhrif á getu fólks til að hætta að reykja, en margir þeirra sem greinast með krabbamein ganga í gegnum tímabil streitu og kvíða í kjölfar krabbameinsgreiningar og þurfa því oft mikinn og sérhæfðan stuðning til að hætta eða gera hlé á reykingum. Í heilbrigðiskerfinu er boðið uppá gjaldfrjálsa, raunprófaða þjónustu, Ráðgjöf í Reykbindindi í síma 800 6030. Sjálfsagt er að nýta þjónustuna til að auðvelda eftirfylgni, en reynsla og rannsóknir sýna að bestur árangur næst ef heilbrigðisstarfsfólk, sem sér um meðferð og endurhæfingu sjúklings, er til staðar og styður sjúklinginn til reykbindindis. Símaþjónustan getur síðan komið inn sem sérhæfður stuðningsaðili í samvinnu við meðferðar- og enduhæfingateimi sjúklingsins. Rannsóknir hafa sýnt að bestur árangur næst ef fleiri en einn aðili kemur að stuðningnum. Á morgun, fimmtudaginn 3. maí kl 15, fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands málþingið Endurhæfing alla leið. Farið verður yfir stöðu endurhæfingar krabbameinsgreindra á Íslandi og fjallað um nýjustu vitneskju um árangursríkar aðferðir. Ráðstefnan er öllum opin og henni verður einnig streymt á Vísi.Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar