Ávinningur endurhæfingar fyrir krabbameinsgreinda Sigrún Elva Einarsdóttir og Hulda Hjálmarsdóttir skrifar 3. maí 2018 07:00 Fólk sem greinist með krabbamein og fer í krabbameinsmeðferð glímir oft við fjölþættan vanda, meðal annars af líkamlegum, sálrænum og félagslegum toga sem getur haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklinganna og aðstandenda þeirra. Rannsóknir sýna að með öflugri endurhæfingarþjónustu er hægt að sporna við ýmsum neikvæðum áhrifum veikindanna og stuðla að umtalsvert betri lífsgæðum. Einstaklingarnir verða þannig betur í stakk búnir til að takast á við lífið í kjölfar veikindanna og í því felst mikill ávinningur, bæði fyrir þá og samfélagið. Að meðaltali greinast árlega tæplega 1.600 Íslendingar með krabbamein og einn af hverjum þremur fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Það er mikilvægt að endurhæfing þeirra sem greinast með krabbamein sé almennt viðurkennd sem sjálfsagður og órjúfanlegur hluti krabbameinsmeðferðar, allt frá upphafi. Leggja þarf aukna áherslu á endurhæfingu þessa stækkandi hóps og hún á að vera jafnsjálfsögð og hjá öðrum hópum eins og til dæmis þeim sem lenda í alvarlegum slysum eða gangast undir hjartaaðgerðir. Stórstígar framfarir hafa orðið undanfarna áratugi á vettvangi krabbameinslækninga, meðal annars hvað varðar greiningu og meðferðarúrræði. Þetta hefur leitt til þeirrar jákvæðu þróunar að lífslíkur hafa aukist verulega og mun fleiri en áður læknast eða lifa með krabbamein sem langvinnan sjúkdóm. Fimm ára lífshorfur hafa meira en tvöfaldast frá árinu 1954 og eru nú tæplega 15.000 einstaklingar á lífi sem greinst hafa með krabbamein og hópurinn fer ört stækkandi.Hulda ?Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri KraftsÁ síðustu árum hafa framfarir óneitanlega átt sér stað í endurhæfingarmálum þessa hóps hérlendis og fleiri og fjölbreyttari endurhæfingarúrræði eru til staðar. Betur má þó ef duga skal. Þörf er á samræmdara og skipulagðara ferli. Tilviljun má ekki ráða hverjir fá endurhæfingu, hvar hún fer fram og í hverju hún felst eins og raunin er oft nú. Nauðsynlegt er að endurhæfingarmat fari fram í samráði við meðferðaraðila strax við greiningu og viðeigandi úrræði fundin. Markvissari vinna á þessum vettvangi tryggir einnig betur jafnt aðgengi að endurhæfingu og betri nýtingu þeirra endurhæfingarúrræða sem til staðar eru. Skýrari stefna og markvissari vinnubrögð sem byggja á samvinnu og sameiginlegu skipulagi þeirra sem að málefninu koma myndi tryggja fleiri einstaklingum betri endurhæfingu. Öflug þjónusta sem viðheldur eða bætir lífsgæði skilar sér í þágu einstaklinganna sjálfra, aðstandenda og í víðara samhengi út í þjóðfélagið. Það er fagnaðarefni að í nýrri fjármálaáætlun ríkisins sé talað um eflingu endurhæfingar. Þó þarf að tryggja að krabbameinsgreindir séu sérstaklega skilgreindir í áætluninni, en þar stendur nú: „Aukið aðgengi sjúklinga sem þarfnast endurhæfingar með þverfaglegri endurhæfingu innan og utan stofnana óháð eðli vanda.“ Félög og stofnanir sem tengjast málefninu halda málþingið „Endurhæfing alla leið“ í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag, fimmtudaginn 3. maí kl. 15. Málþingið fjallar um stöðu og stefnu endurhæfingar fólks sem hefur greinst með krabbamein. Allir áhugasamir eru velkomnir.Höfundar Sigrún Elva Einarsdóttir, fræðslufulltrúi Krabbameinsfélags Ísland Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fólk sem greinist með krabbamein og fer í krabbameinsmeðferð glímir oft við fjölþættan vanda, meðal annars af líkamlegum, sálrænum og félagslegum toga sem getur haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklinganna og aðstandenda þeirra. Rannsóknir sýna að með öflugri endurhæfingarþjónustu er hægt að sporna við ýmsum neikvæðum áhrifum veikindanna og stuðla að umtalsvert betri lífsgæðum. Einstaklingarnir verða þannig betur í stakk búnir til að takast á við lífið í kjölfar veikindanna og í því felst mikill ávinningur, bæði fyrir þá og samfélagið. Að meðaltali greinast árlega tæplega 1.600 Íslendingar með krabbamein og einn af hverjum þremur fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Það er mikilvægt að endurhæfing þeirra sem greinast með krabbamein sé almennt viðurkennd sem sjálfsagður og órjúfanlegur hluti krabbameinsmeðferðar, allt frá upphafi. Leggja þarf aukna áherslu á endurhæfingu þessa stækkandi hóps og hún á að vera jafnsjálfsögð og hjá öðrum hópum eins og til dæmis þeim sem lenda í alvarlegum slysum eða gangast undir hjartaaðgerðir. Stórstígar framfarir hafa orðið undanfarna áratugi á vettvangi krabbameinslækninga, meðal annars hvað varðar greiningu og meðferðarúrræði. Þetta hefur leitt til þeirrar jákvæðu þróunar að lífslíkur hafa aukist verulega og mun fleiri en áður læknast eða lifa með krabbamein sem langvinnan sjúkdóm. Fimm ára lífshorfur hafa meira en tvöfaldast frá árinu 1954 og eru nú tæplega 15.000 einstaklingar á lífi sem greinst hafa með krabbamein og hópurinn fer ört stækkandi.Hulda ?Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri KraftsÁ síðustu árum hafa framfarir óneitanlega átt sér stað í endurhæfingarmálum þessa hóps hérlendis og fleiri og fjölbreyttari endurhæfingarúrræði eru til staðar. Betur má þó ef duga skal. Þörf er á samræmdara og skipulagðara ferli. Tilviljun má ekki ráða hverjir fá endurhæfingu, hvar hún fer fram og í hverju hún felst eins og raunin er oft nú. Nauðsynlegt er að endurhæfingarmat fari fram í samráði við meðferðaraðila strax við greiningu og viðeigandi úrræði fundin. Markvissari vinna á þessum vettvangi tryggir einnig betur jafnt aðgengi að endurhæfingu og betri nýtingu þeirra endurhæfingarúrræða sem til staðar eru. Skýrari stefna og markvissari vinnubrögð sem byggja á samvinnu og sameiginlegu skipulagi þeirra sem að málefninu koma myndi tryggja fleiri einstaklingum betri endurhæfingu. Öflug þjónusta sem viðheldur eða bætir lífsgæði skilar sér í þágu einstaklinganna sjálfra, aðstandenda og í víðara samhengi út í þjóðfélagið. Það er fagnaðarefni að í nýrri fjármálaáætlun ríkisins sé talað um eflingu endurhæfingar. Þó þarf að tryggja að krabbameinsgreindir séu sérstaklega skilgreindir í áætluninni, en þar stendur nú: „Aukið aðgengi sjúklinga sem þarfnast endurhæfingar með þverfaglegri endurhæfingu innan og utan stofnana óháð eðli vanda.“ Félög og stofnanir sem tengjast málefninu halda málþingið „Endurhæfing alla leið“ í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag, fimmtudaginn 3. maí kl. 15. Málþingið fjallar um stöðu og stefnu endurhæfingar fólks sem hefur greinst með krabbamein. Allir áhugasamir eru velkomnir.Höfundar Sigrún Elva Einarsdóttir, fræðslufulltrúi Krabbameinsfélags Ísland Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun