Metanlosun frá ferskvötnum gæti stóraukist samfara hlýnun jarðar Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2018 15:00 Allt að fjögur hundruð sinnum meiri metanmyndun varð af völdum sefsins en barrtrjáa í rannsókn vísindamannanna á tilraunastofu. Vísir/AFP Vísbendingar eru um að losun gróðurhúsalofttegundarinnar metans frá ferskvötnum á norðurhveli jarðar gæti allt að tvöfaldast á næstu fimmtíu árunum eftir því sem hnattræn hlýnun heldur áfram að breyta gróðurfari. Rannsókn vísindamanna við Cambridge-háskóla á Englandi bendir til þess að aukin útbreiðsla sefs við ferskvatn á norðurhveli geti stóraukið myndun metans í vötnunum. Metan er tuttugu og fimm sinnum öflugari gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur en lifir skemur í lofthjúpi jarðar. Metan myndast í ferskvatni þegar örverur nærast á lífrænu efni úr gróðri sem fellur til botns í þeim. Mismikið metan verður til eftir því hvaða hvers kyns plöntuleifar lenda í vatninu. Áætlað er að um 16% af náttúrulegri losun á metani komi frá stöðuvötnum. Rannsóknin leiddi í ljós að um 400 sinnum meira metan varð til úr sefinu en barrtrjám, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Vísindamennirnir telja að efni í barr- og sumargrænum trjám hamli metanmyndun örveranna. Það sama sé hins vegar ekki uppi á teningnum með sefið. „Sefið er ekki með sömu efnin þannig að það stöðvar örverurnar ekki lengur í að mynda metan,“ segir Andrew Tanentzap, aðalhöfundur rannsóknarinnar frá Cambridge-háskóla.Sefið líklegt til landvinninga til norðurs Líkön yfir hvernig gróðurfar er líklegt til að breyta með áframhaldandi hnattrænni hlýnuna benda til þess að sefið haldi áfram að hasla sér völl norðar og norðar þar sem mikið er um stöðuvötn. Útreikningar vísindamannanna benda til þess að sefið gæti hafa breitt úr sér til tvöfalt fleiri vatna en nú um miðja öldina. Við það gæti losun gróðurhúsalofttegunda aukist um að minnsta kosti 73% yfir vaxtartímabilið. Tanentzap varar við því að þessi losun gæti vegið upp á móti bindingu plantna á kolefni. Grein um niðurstöður rannsóknarinnar birtist í vísindaritinu Nature Communications. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30 Vísbendingar um vítahring bráðnunar á Suðurskautslandinu Ekki er enn hægt að fullyrða að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi komið vítahringnum af stað en hann mun að líkindum auka á áhrif þeirra. 25. apríl 2018 16:15 Hagur beykis vænkast í hlýnandi heimi á kostnað skóga Breytt samsetning skóga í austanverðum Bandaríkjunum er sögð geta haft skaðleg áhrif á vistkerfi skóga og timburiðnaðinn. 27. febrúar 2018 11:20 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Vísbendingar eru um að losun gróðurhúsalofttegundarinnar metans frá ferskvötnum á norðurhveli jarðar gæti allt að tvöfaldast á næstu fimmtíu árunum eftir því sem hnattræn hlýnun heldur áfram að breyta gróðurfari. Rannsókn vísindamanna við Cambridge-háskóla á Englandi bendir til þess að aukin útbreiðsla sefs við ferskvatn á norðurhveli geti stóraukið myndun metans í vötnunum. Metan er tuttugu og fimm sinnum öflugari gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur en lifir skemur í lofthjúpi jarðar. Metan myndast í ferskvatni þegar örverur nærast á lífrænu efni úr gróðri sem fellur til botns í þeim. Mismikið metan verður til eftir því hvaða hvers kyns plöntuleifar lenda í vatninu. Áætlað er að um 16% af náttúrulegri losun á metani komi frá stöðuvötnum. Rannsóknin leiddi í ljós að um 400 sinnum meira metan varð til úr sefinu en barrtrjám, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Vísindamennirnir telja að efni í barr- og sumargrænum trjám hamli metanmyndun örveranna. Það sama sé hins vegar ekki uppi á teningnum með sefið. „Sefið er ekki með sömu efnin þannig að það stöðvar örverurnar ekki lengur í að mynda metan,“ segir Andrew Tanentzap, aðalhöfundur rannsóknarinnar frá Cambridge-háskóla.Sefið líklegt til landvinninga til norðurs Líkön yfir hvernig gróðurfar er líklegt til að breyta með áframhaldandi hnattrænni hlýnuna benda til þess að sefið haldi áfram að hasla sér völl norðar og norðar þar sem mikið er um stöðuvötn. Útreikningar vísindamannanna benda til þess að sefið gæti hafa breitt úr sér til tvöfalt fleiri vatna en nú um miðja öldina. Við það gæti losun gróðurhúsalofttegunda aukist um að minnsta kosti 73% yfir vaxtartímabilið. Tanentzap varar við því að þessi losun gæti vegið upp á móti bindingu plantna á kolefni. Grein um niðurstöður rannsóknarinnar birtist í vísindaritinu Nature Communications.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30 Vísbendingar um vítahring bráðnunar á Suðurskautslandinu Ekki er enn hægt að fullyrða að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi komið vítahringnum af stað en hann mun að líkindum auka á áhrif þeirra. 25. apríl 2018 16:15 Hagur beykis vænkast í hlýnandi heimi á kostnað skóga Breytt samsetning skóga í austanverðum Bandaríkjunum er sögð geta haft skaðleg áhrif á vistkerfi skóga og timburiðnaðinn. 27. febrúar 2018 11:20 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30
Vísbendingar um vítahring bráðnunar á Suðurskautslandinu Ekki er enn hægt að fullyrða að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi komið vítahringnum af stað en hann mun að líkindum auka á áhrif þeirra. 25. apríl 2018 16:15
Hagur beykis vænkast í hlýnandi heimi á kostnað skóga Breytt samsetning skóga í austanverðum Bandaríkjunum er sögð geta haft skaðleg áhrif á vistkerfi skóga og timburiðnaðinn. 27. febrúar 2018 11:20