Önnur hitabylgja skellur á norðurpólnum Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2018 16:55 Frá Tjúktahafi við strendur Alaska í júlímánuði. Útbreiðsla hafíssins þar nú er sú minnsta sem mælst hefur í maí Vísir/AFP Hitinn sem mælst hefur á norðurskautinu undanfarna daga er líklega sá mesti á þessum árstíma frá því að mælingar hófust upp úr miðri síðustu öld. Á norðurpólnum sjálfum hefur hitinn náð frostmarki sem er um 17-19°C hlýrra en í venjulegu árferði. Óvanaleg hlýindi hafa gengið yfir norðurskautið fjóra af síðustu fimm vetrum. Stór hluti norðurskautsins norðan 80. Breiddargráðu er nú sagður óvenjuhlýr, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Hitinn þar er nú um 10°C en vanalega væri hann nær -16°C. Það eru mestu hlýindi sem mælst hafa á svæðinu frá 1958. Hafísinn hefur hopað hratt í hlýindunum. Við Svalbarða hefur hann skroppið saman um 82.000 ferkílómetra. Útbreiðsla hans er nú sú önnur minnsta frá því að mælingar hófust þar. Í Berings- og Tjúktahafi hefur hafísinni aldrei þakið minna svæði á þessum árstíma.Sea ice extent in the Bering-Chukchi Sea region remains a record low for the date. The previous record was 2017. Each other thin line represents one year from 1979 [purple] to 2016 [white]. pic.twitter.com/0B2ffJMZ44— Zack Labe (@ZLabe) May 6, 2018 Líkt og í vetur þegar heitt loft streymdi norður á heimskautið en kalt loft þaðan suður í Evrópu og Síberíu hefur svalt heimskautaloftið leitað suður á bóginn til Grænlands. Þar hefur kuldinn efst á jöklinum nálgast met í maímánuði. Kuldinn hefur farið niður í -44°C. Árekstrar hlýs og kalds lofts við Grænland hefur valdið lægðagangi þar að undanförnu. Hitabylgjan á norðurslóðum í vetur var rakin til röskunar á meginveðurkerfi norðurhvelsins sem heldur alla jafna köldu heimskautaloftinu á sínum stað. Vísindamenn hafa lengi velt vöngum yfir því hvort að hnattræn hlýnun af völdum manna gæti veikt veðurkerfið. Það myndi gera sveiflur sem þessar líklegri þar sem hlýtt loft að sunnan ætti greiðari leið að norðurskautinu en kalt loft gæti að sama skapi þá skriðið suður og kælt meginlöndin þar. Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15 Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00 Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Hitinn sem mælst hefur á norðurskautinu undanfarna daga er líklega sá mesti á þessum árstíma frá því að mælingar hófust upp úr miðri síðustu öld. Á norðurpólnum sjálfum hefur hitinn náð frostmarki sem er um 17-19°C hlýrra en í venjulegu árferði. Óvanaleg hlýindi hafa gengið yfir norðurskautið fjóra af síðustu fimm vetrum. Stór hluti norðurskautsins norðan 80. Breiddargráðu er nú sagður óvenjuhlýr, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Hitinn þar er nú um 10°C en vanalega væri hann nær -16°C. Það eru mestu hlýindi sem mælst hafa á svæðinu frá 1958. Hafísinn hefur hopað hratt í hlýindunum. Við Svalbarða hefur hann skroppið saman um 82.000 ferkílómetra. Útbreiðsla hans er nú sú önnur minnsta frá því að mælingar hófust þar. Í Berings- og Tjúktahafi hefur hafísinni aldrei þakið minna svæði á þessum árstíma.Sea ice extent in the Bering-Chukchi Sea region remains a record low for the date. The previous record was 2017. Each other thin line represents one year from 1979 [purple] to 2016 [white]. pic.twitter.com/0B2ffJMZ44— Zack Labe (@ZLabe) May 6, 2018 Líkt og í vetur þegar heitt loft streymdi norður á heimskautið en kalt loft þaðan suður í Evrópu og Síberíu hefur svalt heimskautaloftið leitað suður á bóginn til Grænlands. Þar hefur kuldinn efst á jöklinum nálgast met í maímánuði. Kuldinn hefur farið niður í -44°C. Árekstrar hlýs og kalds lofts við Grænland hefur valdið lægðagangi þar að undanförnu. Hitabylgjan á norðurslóðum í vetur var rakin til röskunar á meginveðurkerfi norðurhvelsins sem heldur alla jafna köldu heimskautaloftinu á sínum stað. Vísindamenn hafa lengi velt vöngum yfir því hvort að hnattræn hlýnun af völdum manna gæti veikt veðurkerfið. Það myndi gera sveiflur sem þessar líklegri þar sem hlýtt loft að sunnan ætti greiðari leið að norðurskautinu en kalt loft gæti að sama skapi þá skriðið suður og kælt meginlöndin þar.
Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15 Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00 Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55
Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15
Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00
Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55