Á að fjármagna kosningaloforðin með fasteignabólu? Jóhannes Loftsson skrifar 9. maí 2018 11:28 Afar ósanngjarnt er þegar sveitarfélög fara að nýta fasteignabólu til tekjuöflunar fyrir gæluverkefnin sín, því slík gjaldtaka kemur ávalt verst niður á þeim tekjulægstu: leigjendum og fyrstu íbúðakaupendum. Kostnaðurinn sem lendir á þessum hópi verður síðan margfaldur vegna viðbótarálagningar markaðsins. Í þessu ljósi þá var uppgjör Reykjavíkurborgar dálítið sérstakt þetta árið. Allur gróði borgarsjóðs varð til við sölu byggingarréttar og fasteignatekjur á íbúa eru orðnar næstum því helmingi hærri (43%) í borginni en í nágrannasveitarfélögunum. Gróði borgarfyrirtækjanna byggir síðan að mestu á fasteignabóluhækkun og áhrifum álverðshækkunar á orkusölusamninga OR. Slíkur markaðsgróði getur verið fallvaltur,því hann hverfur eða breytist í taprekstur um leið og markaðssveiflur hægjast eða ganga til baka. Á sama tíma þá er aðalkosningaloforð borgarstjóra að byggja Borgarlínu og að koma Miklubraut í stokk, sem eru líklega ein dýrustu kosningarloforð í sögu Reykjavíkur. Engar áætlanir voru þó kynntar um hagræðingu eða sparnað til að fjármagna þessi loforð. En hvaðan á peningurinn þá að koma? Á ríkið að borga brúsann? Hversu líklegt er fjármálaráðherra sjálfstæðisflokks fari að fjármagna uppblásin yfirboð samfylkingarinnar í borginni? Þó að umferðarbetrumbætur á Miklubrautinni kunni vissulega að vera á könnu vegagerðarinnar, þá er rándýr brú eftir götunni endilangri bara fegrunaraðgerð sem hefur ekki nema að litlu leiti með umferðarflæði að gera. Vegagerðin mun aldrei samþykkja slíka sóun og mun líklega bara borga brot af kostnaðinum. Það eina sem stendur eftir er að taka lán og nýta svo sölu fasteigna og lóða til að fjármagna verkefnið. Þessi leið var einmitt nefnd þegar Reykjavíkurborg kynnti fyrst Miklubrautarstokkinn. Álíka fjármögnunarleiðir hafa líka verið nefndar vegna Borgarlínunnar, þar sem talað hefur verið um að leggja sérstakt innviðagjald á byggð nálægt Borgarlínunni. Vandamálið við að fjármagna kosningaloforð með lóðabraski, er að þá þurfa borgaryfirvöld að veðja á áframhaldandi fasteignabólu. Fjárfestar munu bara vilja borga hátt verð fyrir byggingarrétt ef þeir trúa á að geta selt fasteignina líka á háu verði. Við höfum reynsluna af slíkum fjármögnunaraðferðum af Valssvæðinu, þar sem meðalverð nýrra íbúða er nú sett á hátt í 700 þúsund á fermetrann. Borgarlínan og Miklubrautarstokkurinn eru hins vegar miklu stærri og dýrari framkvæmdir en íþróttaaðstaða Vals, og því munu áhrif þeirra verða margfalt meiri. Hækkun fasteignaverðs er ein mesta aðför að kjörum láglaunahópa og eignaminni sem hægt er að fara í. Borgarstjóri skuldar því kjósendum frekari útskýringar á því hvernig samfylkingin ætli að fjármagna loforðin sín. Ef til stendur á láta fasteignabóluna borga og ýta kostnaðinum yfir á þá sem minnst mega sín, þá væri betra að sleppa þessari vegferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Jóhannes Loftsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Afar ósanngjarnt er þegar sveitarfélög fara að nýta fasteignabólu til tekjuöflunar fyrir gæluverkefnin sín, því slík gjaldtaka kemur ávalt verst niður á þeim tekjulægstu: leigjendum og fyrstu íbúðakaupendum. Kostnaðurinn sem lendir á þessum hópi verður síðan margfaldur vegna viðbótarálagningar markaðsins. Í þessu ljósi þá var uppgjör Reykjavíkurborgar dálítið sérstakt þetta árið. Allur gróði borgarsjóðs varð til við sölu byggingarréttar og fasteignatekjur á íbúa eru orðnar næstum því helmingi hærri (43%) í borginni en í nágrannasveitarfélögunum. Gróði borgarfyrirtækjanna byggir síðan að mestu á fasteignabóluhækkun og áhrifum álverðshækkunar á orkusölusamninga OR. Slíkur markaðsgróði getur verið fallvaltur,því hann hverfur eða breytist í taprekstur um leið og markaðssveiflur hægjast eða ganga til baka. Á sama tíma þá er aðalkosningaloforð borgarstjóra að byggja Borgarlínu og að koma Miklubraut í stokk, sem eru líklega ein dýrustu kosningarloforð í sögu Reykjavíkur. Engar áætlanir voru þó kynntar um hagræðingu eða sparnað til að fjármagna þessi loforð. En hvaðan á peningurinn þá að koma? Á ríkið að borga brúsann? Hversu líklegt er fjármálaráðherra sjálfstæðisflokks fari að fjármagna uppblásin yfirboð samfylkingarinnar í borginni? Þó að umferðarbetrumbætur á Miklubrautinni kunni vissulega að vera á könnu vegagerðarinnar, þá er rándýr brú eftir götunni endilangri bara fegrunaraðgerð sem hefur ekki nema að litlu leiti með umferðarflæði að gera. Vegagerðin mun aldrei samþykkja slíka sóun og mun líklega bara borga brot af kostnaðinum. Það eina sem stendur eftir er að taka lán og nýta svo sölu fasteigna og lóða til að fjármagna verkefnið. Þessi leið var einmitt nefnd þegar Reykjavíkurborg kynnti fyrst Miklubrautarstokkinn. Álíka fjármögnunarleiðir hafa líka verið nefndar vegna Borgarlínunnar, þar sem talað hefur verið um að leggja sérstakt innviðagjald á byggð nálægt Borgarlínunni. Vandamálið við að fjármagna kosningaloforð með lóðabraski, er að þá þurfa borgaryfirvöld að veðja á áframhaldandi fasteignabólu. Fjárfestar munu bara vilja borga hátt verð fyrir byggingarrétt ef þeir trúa á að geta selt fasteignina líka á háu verði. Við höfum reynsluna af slíkum fjármögnunaraðferðum af Valssvæðinu, þar sem meðalverð nýrra íbúða er nú sett á hátt í 700 þúsund á fermetrann. Borgarlínan og Miklubrautarstokkurinn eru hins vegar miklu stærri og dýrari framkvæmdir en íþróttaaðstaða Vals, og því munu áhrif þeirra verða margfalt meiri. Hækkun fasteignaverðs er ein mesta aðför að kjörum láglaunahópa og eignaminni sem hægt er að fara í. Borgarstjóri skuldar því kjósendum frekari útskýringar á því hvernig samfylkingin ætli að fjármagna loforðin sín. Ef til stendur á láta fasteignabóluna borga og ýta kostnaðinum yfir á þá sem minnst mega sín, þá væri betra að sleppa þessari vegferð.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun