Fótbolti

Stjóri Roma leggur ekki höfuðáherslu á að stoppa Salah

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eusebio Di Francesco er stjóri Roma og hefur verið að gera þar flotta hluti.
Eusebio Di Francesco er stjóri Roma og hefur verið að gera þar flotta hluti. vísir/afp
Eusebio Di Francesco, þjálfari Roma, segir að Rómverjar þurfa að stoppa Mohamed Salah en marga aðra leikmenn Liverpool er liðin mætast í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld.

Flautað verður til leiks klukkan 18.45 á Anfield annað kvöld. Roma snéri við 3-1 tapi gegn Barcelona og sló þá út en Di Francesco segir að liðið þurfi að stoppa meira en hinn magnaða Mohamed Salah.

„Við höfum ekki undirbúið okkur bara til þess að stoppa Salah. Auðvitað höfum vð auga á stjörnum liðanna sem við spilum á móti, eins og Salah og Messi, en við undirbúum okkur fyrir liðið. Ekki bara einn leikmann,” sagði Di Frencesco.

Vinstri bakvörður Aleksander Kolarov tekur undir þetta og segir að liðið þurfi að halda svipuðum takti og gegn Barcelona.

„Gegn Barcelona spiluðum við eins og lið, okkar einbeiting var ekki bara á Messi og ef við spilum svona getum við afrekað frábæra hluti.”

„Þetta snýst ekki bara um að stoppa einn leikmann. Liverpool er ekki bara Salah, þeir hafa fullt af góðum leikmönnum,” sagði Kolarov sem lék með City áður en hann gekk í raðir Roma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×