Hreinar strendur alltaf? Björg Kristín Sigþórsdóttir skrifar 26. apríl 2018 07:00 Grein er birtist í Fréttablaðinu 19. apríl síðastliðinn, sem Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur skrifaði, vakti furðu undirritaðrar. Þetta risabákn er í eigu Reykjavíkurborgar og í stjórn fyrirtækisins sitja helstu valdhafar borgarinnar. Stórfurðu vekur að forstjóri talar um hreinar strendur – alltaf. Orkuveita Reykjavíkur skilaði 16,5 milljarða hagnaði samkvæmt nýjustu fréttum, auk þess sem laun forstjóra hækkuðu verulega. Þá spyr sá sem ekki veit, af hverju hafa Orkuveitan og valdhafar hér í borg ekki haldið ströndinni með fram Reykjavík hreinni og öruggri fyrir íbúa sem eru að stunda alls kyns útivist í kringum strendurnar og í sjónum? Fyrirtækið virðist ekki, samkvæmt ársskýrslum vera á flæðiskeri statt. Það er ekki ásættanlegt að nú, korter í kosningar, komi grein í blöðin þess efnis að strendurnar eigi alltaf að vera hreinar. Undirrituð hefur komið fram í nokkrum útvarpsviðtölum og gagnrýnt fráveitumál með fram ströndum borgarinnar og fékk símtal á dögunum eftir nokkur útvarpsviðtöl frá Orkuveitunni og var tjáð að einhvers misskilnings gætti hjá undirritaðri í þessu málum. Fannst undirritaðri þetta vera einhvers konar skipun um að fara nú að loka á sér munninum. Svo ætlast þetta sama fólk til þess að þeir sem eru að greiða fyrir þjónustuna hirði skítinn upp eftir þá sem þeir láta leka hér óhindrað í sjóinn. Talar forstjórinn um að fyrst þurfi ásetning um úrbætur og segir að hann sé fyrir hendi og svo þurfi hugmyndir að lausnum og af þeim sé nóg. Ég spyr bara: Hvað er allt þetta fólk að gera? Talað er um að kostnaður verði minni en ávinningurinn fyrir Reykjavík og önnur sveitarfélög. Forstjórinn veit ekki hvaða mælikvarða á að leggja á samanburð kostnaðar og ávinnings en segir í öðru orði að lýðheilsa og hreint umhverfi verði í forgrunni. Undirrituð telur það vera algjört forgangsmál að heilsa og öryggi íbúa sé alltaf sett í fyrsta sæti. Það er stóri ávinningurinn, kæri Bjarni.Höfundur er borgarstjóraefni Höfuðborgarlistans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Grein er birtist í Fréttablaðinu 19. apríl síðastliðinn, sem Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur skrifaði, vakti furðu undirritaðrar. Þetta risabákn er í eigu Reykjavíkurborgar og í stjórn fyrirtækisins sitja helstu valdhafar borgarinnar. Stórfurðu vekur að forstjóri talar um hreinar strendur – alltaf. Orkuveita Reykjavíkur skilaði 16,5 milljarða hagnaði samkvæmt nýjustu fréttum, auk þess sem laun forstjóra hækkuðu verulega. Þá spyr sá sem ekki veit, af hverju hafa Orkuveitan og valdhafar hér í borg ekki haldið ströndinni með fram Reykjavík hreinni og öruggri fyrir íbúa sem eru að stunda alls kyns útivist í kringum strendurnar og í sjónum? Fyrirtækið virðist ekki, samkvæmt ársskýrslum vera á flæðiskeri statt. Það er ekki ásættanlegt að nú, korter í kosningar, komi grein í blöðin þess efnis að strendurnar eigi alltaf að vera hreinar. Undirrituð hefur komið fram í nokkrum útvarpsviðtölum og gagnrýnt fráveitumál með fram ströndum borgarinnar og fékk símtal á dögunum eftir nokkur útvarpsviðtöl frá Orkuveitunni og var tjáð að einhvers misskilnings gætti hjá undirritaðri í þessu málum. Fannst undirritaðri þetta vera einhvers konar skipun um að fara nú að loka á sér munninum. Svo ætlast þetta sama fólk til þess að þeir sem eru að greiða fyrir þjónustuna hirði skítinn upp eftir þá sem þeir láta leka hér óhindrað í sjóinn. Talar forstjórinn um að fyrst þurfi ásetning um úrbætur og segir að hann sé fyrir hendi og svo þurfi hugmyndir að lausnum og af þeim sé nóg. Ég spyr bara: Hvað er allt þetta fólk að gera? Talað er um að kostnaður verði minni en ávinningurinn fyrir Reykjavík og önnur sveitarfélög. Forstjórinn veit ekki hvaða mælikvarða á að leggja á samanburð kostnaðar og ávinnings en segir í öðru orði að lýðheilsa og hreint umhverfi verði í forgrunni. Undirrituð telur það vera algjört forgangsmál að heilsa og öryggi íbúa sé alltaf sett í fyrsta sæti. Það er stóri ávinningurinn, kæri Bjarni.Höfundur er borgarstjóraefni Höfuðborgarlistans
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar