Lundalíf Líf Magneudóttir skrifar 26. apríl 2018 09:16 Nýlega bárust þær dapurlegu fréttir að alþjóðasamtök fuglaverndarfélaga hefðu sett lundann á válista fuglategunda sem væru í bráðri útrýmingahættu. Þetta eru grafalvarlegar fréttir fyrir okkur Íslendinga, því nærri 60% af lundastofninum verpir á Íslandi. Okkur ber því skylda til að varðveita þennan fallega fugl og varpstöðvar hans.Einstakt varpland innan borgarmarka Á síðustu árum hefur lundinn orðið óopinber einkennisfugl Íslands, fulltrúi náttúrufegurðarinnar sem dregur milljónir ferðamanna til landsins. Tugþúsundir ferðamanna fara í lundaskoðunarferðir á sundunum við Reykjavík. Í borgarlandinu er nefnilega að finna stórar lundabyggðir. Talið er að í Akurey verpi um 19.000 lundapör og í Engey verpi um 8.500 pör. Samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum gerir það eyjarnar að mikilvægum varpstöðvum lundans. Í upphafi yfirstandandi kjörtímabils samþykkti Umhverfisráð að Akurey skyldi friðuð. Fréttir af því að lundinn sé á válista ættu því að hringja viðvörunarbjöllum: Friðlýsing Akureyjar þolir enga bið!Fjölgum friðlýstum svæðum í borginni Verndun Akureyjar er mikilvægt skref til þess að fjölga friðlýstum svæðum í borgarlandinu. Á alþjóðlegan mælikvarða eigum við í Reykjavík mjög mikið af friðlýstum svæðum á hvern íbúa. Við verðum að standa vörð um þessa nálægð við náttúruna, enda er hún ein mikilvægasta sérstaða Reykjavíkur. Í því sambandi höfum við í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði lagt áherslu á að á næsta kjörtímabili verð ráðist í metnaðarfullar aðgerðir til þess að stækka friðlýst svæði innan borgarinnar, auka við núverandi svæði, bæta aðgengi og umgengni og koma upp nýjum upplýsingaskiltum til að fræða aðkomufólk og innfædda um náttúruna og sögu borgarlandsins.Borgarfriðland frá heiðum út á sundin Reykjavík á að stefna að því að tengja net slíkra verndaðra svæða saman í eitt stórt borgarfriðland sem myndi teygja sig ofan af heiðum og út á sundin. Slíkt friðland er mikilvægt til þess að varðveita þá ómetanlegu náttúru sem er steinsnar frá íbúum höfuðborgarinnar. Það tryggir að þeir hafi aðgang að útivistarmöguleikum í framtíðinni en væri einnig mikilvæg lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í Reykjavíkur. Umfram allt er það þó skylda okkar við lífríki jarðar og komandi kynslóðir að varðveita og vernda líffræðilega fjölbreytni og náttúruna. Íbúar Reykjavíkur eru umkringdir einstökum náttúruperlum og er Akurey ein þeirra. Þar líta dagsins ljós þúsundir lundaunga á ári hverju. Sýnum í verki að okkur þykir vænt um náttúruna og dýralífið sem hana prýðir og friðum Akurey. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Líf Magneudóttir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Nýlega bárust þær dapurlegu fréttir að alþjóðasamtök fuglaverndarfélaga hefðu sett lundann á válista fuglategunda sem væru í bráðri útrýmingahættu. Þetta eru grafalvarlegar fréttir fyrir okkur Íslendinga, því nærri 60% af lundastofninum verpir á Íslandi. Okkur ber því skylda til að varðveita þennan fallega fugl og varpstöðvar hans.Einstakt varpland innan borgarmarka Á síðustu árum hefur lundinn orðið óopinber einkennisfugl Íslands, fulltrúi náttúrufegurðarinnar sem dregur milljónir ferðamanna til landsins. Tugþúsundir ferðamanna fara í lundaskoðunarferðir á sundunum við Reykjavík. Í borgarlandinu er nefnilega að finna stórar lundabyggðir. Talið er að í Akurey verpi um 19.000 lundapör og í Engey verpi um 8.500 pör. Samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum gerir það eyjarnar að mikilvægum varpstöðvum lundans. Í upphafi yfirstandandi kjörtímabils samþykkti Umhverfisráð að Akurey skyldi friðuð. Fréttir af því að lundinn sé á válista ættu því að hringja viðvörunarbjöllum: Friðlýsing Akureyjar þolir enga bið!Fjölgum friðlýstum svæðum í borginni Verndun Akureyjar er mikilvægt skref til þess að fjölga friðlýstum svæðum í borgarlandinu. Á alþjóðlegan mælikvarða eigum við í Reykjavík mjög mikið af friðlýstum svæðum á hvern íbúa. Við verðum að standa vörð um þessa nálægð við náttúruna, enda er hún ein mikilvægasta sérstaða Reykjavíkur. Í því sambandi höfum við í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði lagt áherslu á að á næsta kjörtímabili verð ráðist í metnaðarfullar aðgerðir til þess að stækka friðlýst svæði innan borgarinnar, auka við núverandi svæði, bæta aðgengi og umgengni og koma upp nýjum upplýsingaskiltum til að fræða aðkomufólk og innfædda um náttúruna og sögu borgarlandsins.Borgarfriðland frá heiðum út á sundin Reykjavík á að stefna að því að tengja net slíkra verndaðra svæða saman í eitt stórt borgarfriðland sem myndi teygja sig ofan af heiðum og út á sundin. Slíkt friðland er mikilvægt til þess að varðveita þá ómetanlegu náttúru sem er steinsnar frá íbúum höfuðborgarinnar. Það tryggir að þeir hafi aðgang að útivistarmöguleikum í framtíðinni en væri einnig mikilvæg lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í Reykjavíkur. Umfram allt er það þó skylda okkar við lífríki jarðar og komandi kynslóðir að varðveita og vernda líffræðilega fjölbreytni og náttúruna. Íbúar Reykjavíkur eru umkringdir einstökum náttúruperlum og er Akurey ein þeirra. Þar líta dagsins ljós þúsundir lundaunga á ári hverju. Sýnum í verki að okkur þykir vænt um náttúruna og dýralífið sem hana prýðir og friðum Akurey.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun