Besti þjálfari heims og besti leikmaður heims gera lítið án hvors annars í Meistaradeildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2018 12:00 Ég sakna þín. vísir/getty Gærkvöldið var ekki gott fyrir gömlu félagana Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, og Lionel Messi, leikmann Barcelona. Báðir hafa lengi verið sagðir þeir bestu í sínu fagi; Guardiola besti þjálfari heims og Messi besti leikmaður heims. Guardiola og lærisveinar hans eru úr leik í Meistaradeildinni eftir 2-1 tap gegn Liverpool í seinni leik liðanna en spænski þjálfarinn fékk að horfa á seinni hálfleikinn úr stúkunni eftir að vera rekinn af velli í hálfleik. Lionel Messi og félögum hans tókst svo að tapa niður 4-1 stöðu frá fyrri leiknum í Rómarborg þegar að liðið tapaði 3-0 gegn Roma og er úr leik á útivallarmörkum. Ótrúleg úrslit sem hafa vakið heimsathygli. Guardiola og Messi því báðir úr leik í Meistaradeildinni og eiga ekki möguleika á að vinna hana sem eru reyndar ekkert sögulegar fréttir ef litið er til árangurs þeirra undanfarinna ára. Báðum hefur gengið bölvanlega að vinna Meistaradeildina síðan að leiðir þeirra skildu þegar að Guardiola hætti að þjálfa Barcelona árið 2012.Tveir titlar á fjórum árum Saman unnu þeir Meistaradeildina tvívegis, árin 2009 og 2011. Í bæði skiptin lagði Barcelona Manchester United í úrslitaleik en sigurinn árið 2009 var þriðji titilinn af þremur í þrennunni sem Guardiola vann á sínu fyrsta ári sem þjálfari Börsunga. Barcelona komst í undanúrslitin í Meistaradeildinni árið 2012 á síðasta ári Pep sem þjálfara liðsins en eftir að hann yfirgaf Katalóníu hefur honum aldrei tekist að vinna deild þeirra allra bestu. Messi er með einn titil á sama tíma. Pep fór til Bayern eftir árs frí frá þjálfun og rúllaði upp þýsku deildinni í þrígang en aldrei tókst honum að komast lengra en í undanúrslitin. Hann tapaði samanlagt 5-0 fyrir Real á fyrsta tímabilinu í Bæjaralandi, 5-3 fyrir sínum gömlulærisveinum í Barcelona á öðru tímabilinu og svo 2-2 á útivallarmörkum gegn Atlético á þriðju leiktíðinni. Þá yfirgaf hann Bayern München og fékk lausar hendur hjá Manchester City til að búa til sitt lið. Hann kom City-liðinu vissulega tveimur skrefum lengra í ár heldur en í fyrra en á síðustu leiktíð tapaði City fyrir Monaco á útivallarmörkum, 6-6, í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það vita svo allir hvernig fór í ár.Söknuður Lionel Messi hefur ekki upplifað mikla sælu í Meistaradeildinni síðan að Guardiola hætti að þjálfa hann. Argentínumaðurinn gerði vissulega aðeins betur en fyrrverandi lærifaðir sinn og vann Meistaradeildina árið 2015 en þá leiktíð vann Luis Enrique, þáverandi þjálfari Barcelona, þrennuna á sinni fyrstu leiktíð líkt og Guardiola gerði. Á sex leiktíðum síðan að leiðir þeirra skildu hafa Pep og Messi „aðeins“ unnið Meistaradeildina einu sinni (Pep var í fríi í eitt ár). Pep komst þrívegis í undanúrslit en Messi hefur þrisvar sinnum fallið úr keppni með Barcelona í átta liða úrslitum síðan að Pep fór, tvisvar í undanúrslitum, og einu sinni unnið bikarinn. Svona til að halda eilífum samanburði Messi og Ronaldo á lífi má benda á að Portúgalinn er búinn að vinna Meistaradeildina þrisvar sinnum síðan að Pep og Messi kvöddu hvorn annan og þá er Zinedine Zidane búinn að vinna keppnina tvívegis á sama tíma sem þjálfari.Pep í Meistaradeildinni frá 2008: 2008/2009: Barcelona, meistari* 2009/2010: Barcelona, undanúrslit* 2010/2011: Barcelona, meistari* 2011/2012: Barcelona, undanúrslit* 2012/2013: Frí frá þjálfun 2013/2014: Bayern, undanúrslit 2014/2015: Bayern, undanúrslit 2015/2016: Bayern, undanúrslit 2016/2017: Man. City, 16 liða úrslit 2017/2018: Man. City, undanúrslitMessi í Meistaradeildinni frá 2008: 2008/2009: Barcelona, meistari* 2009/2010: Barcelona, undanúrslit* 2010/2011: Barcelona, meistari* 2011/2012: Barcelona, undanúrslit* 2012/2013: Barcelona, undanúrslit 2013/2014: Barcelona, 8 liða úrslit 2014/2015: Barcelona, meistari 2015/2016: Barcelona, 8 liða úrslit 2016/2017: Barcelona, 8 liða úrslit 2017/2018: Barcelona, undanúrslit*Pep og Messi saman hjá Barcelona Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Meira að segja „hlutlausir“ blaðamenn misstu sig í Róm í gærkvöldi Það var fagnað út um allan völl og út um alla borg þegar AS Roma liðið sló Barcelona út úr Meistaradeildinni í gærkvöldi. 11. apríl 2018 12:30 Segir ekkert lið nema Real Madrid geti stoppað Liverpool í Meistaradeildinni Chris Waddle, knattspyrnusérfræðingur á BBC Radio 5, segir að Liverpool komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar svo framarlega sem liðið sleppur við það að dragast á móti Real Madrid í undanúrslitunum. 11. apríl 2018 09:00 Guardiola: Sagði að þetta hafi verið mark og hann rak mig útaf Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var sendur upp í stúku í leik Man. City og Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að hafa látið dómarateymið heyra það í hálfleik. 10. apríl 2018 21:20 Mörkin sem hentu Barcelona úr Meistaradeildinni og allur hasarinn á Etihad Roma gerði sér lítið fyrir og sló Barcelona úr keppni í Meistaradeild Evrópu með að snúa við 4-1 tapi á útivelli í síðustu viku í 3-0 sigur á heimavelli í kvöld. Roma fer því áfram á útivallarmörkum. 10. apríl 2018 21:45 Stemmningin var svo svakaleg í Róm í gærkvöldi að forseti Roma gerði þetta Á kvöldi þegar flestir knattspyrnaáhugamenn voru að pæla í því hvort Manchester City tækist að vinna upp þriggja marka forskot Liverpool þá voru endurkomudísirnar að hjálpa öðru félagi að vinna upp þriggja marka forskot mun sunnar í álfunni. 11. apríl 2018 08:30 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjá meira
Gærkvöldið var ekki gott fyrir gömlu félagana Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, og Lionel Messi, leikmann Barcelona. Báðir hafa lengi verið sagðir þeir bestu í sínu fagi; Guardiola besti þjálfari heims og Messi besti leikmaður heims. Guardiola og lærisveinar hans eru úr leik í Meistaradeildinni eftir 2-1 tap gegn Liverpool í seinni leik liðanna en spænski þjálfarinn fékk að horfa á seinni hálfleikinn úr stúkunni eftir að vera rekinn af velli í hálfleik. Lionel Messi og félögum hans tókst svo að tapa niður 4-1 stöðu frá fyrri leiknum í Rómarborg þegar að liðið tapaði 3-0 gegn Roma og er úr leik á útivallarmörkum. Ótrúleg úrslit sem hafa vakið heimsathygli. Guardiola og Messi því báðir úr leik í Meistaradeildinni og eiga ekki möguleika á að vinna hana sem eru reyndar ekkert sögulegar fréttir ef litið er til árangurs þeirra undanfarinna ára. Báðum hefur gengið bölvanlega að vinna Meistaradeildina síðan að leiðir þeirra skildu þegar að Guardiola hætti að þjálfa Barcelona árið 2012.Tveir titlar á fjórum árum Saman unnu þeir Meistaradeildina tvívegis, árin 2009 og 2011. Í bæði skiptin lagði Barcelona Manchester United í úrslitaleik en sigurinn árið 2009 var þriðji titilinn af þremur í þrennunni sem Guardiola vann á sínu fyrsta ári sem þjálfari Börsunga. Barcelona komst í undanúrslitin í Meistaradeildinni árið 2012 á síðasta ári Pep sem þjálfara liðsins en eftir að hann yfirgaf Katalóníu hefur honum aldrei tekist að vinna deild þeirra allra bestu. Messi er með einn titil á sama tíma. Pep fór til Bayern eftir árs frí frá þjálfun og rúllaði upp þýsku deildinni í þrígang en aldrei tókst honum að komast lengra en í undanúrslitin. Hann tapaði samanlagt 5-0 fyrir Real á fyrsta tímabilinu í Bæjaralandi, 5-3 fyrir sínum gömlulærisveinum í Barcelona á öðru tímabilinu og svo 2-2 á útivallarmörkum gegn Atlético á þriðju leiktíðinni. Þá yfirgaf hann Bayern München og fékk lausar hendur hjá Manchester City til að búa til sitt lið. Hann kom City-liðinu vissulega tveimur skrefum lengra í ár heldur en í fyrra en á síðustu leiktíð tapaði City fyrir Monaco á útivallarmörkum, 6-6, í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það vita svo allir hvernig fór í ár.Söknuður Lionel Messi hefur ekki upplifað mikla sælu í Meistaradeildinni síðan að Guardiola hætti að þjálfa hann. Argentínumaðurinn gerði vissulega aðeins betur en fyrrverandi lærifaðir sinn og vann Meistaradeildina árið 2015 en þá leiktíð vann Luis Enrique, þáverandi þjálfari Barcelona, þrennuna á sinni fyrstu leiktíð líkt og Guardiola gerði. Á sex leiktíðum síðan að leiðir þeirra skildu hafa Pep og Messi „aðeins“ unnið Meistaradeildina einu sinni (Pep var í fríi í eitt ár). Pep komst þrívegis í undanúrslit en Messi hefur þrisvar sinnum fallið úr keppni með Barcelona í átta liða úrslitum síðan að Pep fór, tvisvar í undanúrslitum, og einu sinni unnið bikarinn. Svona til að halda eilífum samanburði Messi og Ronaldo á lífi má benda á að Portúgalinn er búinn að vinna Meistaradeildina þrisvar sinnum síðan að Pep og Messi kvöddu hvorn annan og þá er Zinedine Zidane búinn að vinna keppnina tvívegis á sama tíma sem þjálfari.Pep í Meistaradeildinni frá 2008: 2008/2009: Barcelona, meistari* 2009/2010: Barcelona, undanúrslit* 2010/2011: Barcelona, meistari* 2011/2012: Barcelona, undanúrslit* 2012/2013: Frí frá þjálfun 2013/2014: Bayern, undanúrslit 2014/2015: Bayern, undanúrslit 2015/2016: Bayern, undanúrslit 2016/2017: Man. City, 16 liða úrslit 2017/2018: Man. City, undanúrslitMessi í Meistaradeildinni frá 2008: 2008/2009: Barcelona, meistari* 2009/2010: Barcelona, undanúrslit* 2010/2011: Barcelona, meistari* 2011/2012: Barcelona, undanúrslit* 2012/2013: Barcelona, undanúrslit 2013/2014: Barcelona, 8 liða úrslit 2014/2015: Barcelona, meistari 2015/2016: Barcelona, 8 liða úrslit 2016/2017: Barcelona, 8 liða úrslit 2017/2018: Barcelona, undanúrslit*Pep og Messi saman hjá Barcelona
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Meira að segja „hlutlausir“ blaðamenn misstu sig í Róm í gærkvöldi Það var fagnað út um allan völl og út um alla borg þegar AS Roma liðið sló Barcelona út úr Meistaradeildinni í gærkvöldi. 11. apríl 2018 12:30 Segir ekkert lið nema Real Madrid geti stoppað Liverpool í Meistaradeildinni Chris Waddle, knattspyrnusérfræðingur á BBC Radio 5, segir að Liverpool komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar svo framarlega sem liðið sleppur við það að dragast á móti Real Madrid í undanúrslitunum. 11. apríl 2018 09:00 Guardiola: Sagði að þetta hafi verið mark og hann rak mig útaf Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var sendur upp í stúku í leik Man. City og Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að hafa látið dómarateymið heyra það í hálfleik. 10. apríl 2018 21:20 Mörkin sem hentu Barcelona úr Meistaradeildinni og allur hasarinn á Etihad Roma gerði sér lítið fyrir og sló Barcelona úr keppni í Meistaradeild Evrópu með að snúa við 4-1 tapi á útivelli í síðustu viku í 3-0 sigur á heimavelli í kvöld. Roma fer því áfram á útivallarmörkum. 10. apríl 2018 21:45 Stemmningin var svo svakaleg í Róm í gærkvöldi að forseti Roma gerði þetta Á kvöldi þegar flestir knattspyrnaáhugamenn voru að pæla í því hvort Manchester City tækist að vinna upp þriggja marka forskot Liverpool þá voru endurkomudísirnar að hjálpa öðru félagi að vinna upp þriggja marka forskot mun sunnar í álfunni. 11. apríl 2018 08:30 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjá meira
Meira að segja „hlutlausir“ blaðamenn misstu sig í Róm í gærkvöldi Það var fagnað út um allan völl og út um alla borg þegar AS Roma liðið sló Barcelona út úr Meistaradeildinni í gærkvöldi. 11. apríl 2018 12:30
Segir ekkert lið nema Real Madrid geti stoppað Liverpool í Meistaradeildinni Chris Waddle, knattspyrnusérfræðingur á BBC Radio 5, segir að Liverpool komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar svo framarlega sem liðið sleppur við það að dragast á móti Real Madrid í undanúrslitunum. 11. apríl 2018 09:00
Guardiola: Sagði að þetta hafi verið mark og hann rak mig útaf Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var sendur upp í stúku í leik Man. City og Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að hafa látið dómarateymið heyra það í hálfleik. 10. apríl 2018 21:20
Mörkin sem hentu Barcelona úr Meistaradeildinni og allur hasarinn á Etihad Roma gerði sér lítið fyrir og sló Barcelona úr keppni í Meistaradeild Evrópu með að snúa við 4-1 tapi á útivelli í síðustu viku í 3-0 sigur á heimavelli í kvöld. Roma fer því áfram á útivallarmörkum. 10. apríl 2018 21:45
Stemmningin var svo svakaleg í Róm í gærkvöldi að forseti Roma gerði þetta Á kvöldi þegar flestir knattspyrnaáhugamenn voru að pæla í því hvort Manchester City tækist að vinna upp þriggja marka forskot Liverpool þá voru endurkomudísirnar að hjálpa öðru félagi að vinna upp þriggja marka forskot mun sunnar í álfunni. 11. apríl 2018 08:30