Horfumst í augu við vandann Egill Þór Jónsson skrifar 12. apríl 2018 07:00 Á uppvaxtarárum mínum lærði ég fljótt að fyrsta skrefið við lausn vandamála felst í viðurkenningu á vandanum. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekki alltaf einfalt að standa andspænis sannleikanum og horfast í augu við vandann. Við þekkjum það flest. Einn stærsti vandi sem borgaryfirvöldum hefur láðst að horfast í augu við – og standa því frammi fyrir nú – er hinn margumtalaði húsnæðisvandi. Hann byggist fyrst og fremst á því hversu hægt gengur hjá meirihlutanum að byggja enda stefna hans ýtt undir lítið framboð af lóðum. Sannleikurinn er sá að þrátt fyrir fögur fyrirheit fjölgaði íbúðum í fyrra um einungis 322 í allri höfuðborginni, stærsta sveitarfélagi landsins. Á meðan íbúðum í einu af minni sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, Mosfellsbæ, fjölgaði umtalsvert meira, eða um 401. Ísköld staðreynd, blákaldur sannleikur. Sjálfur er ég 27 ára og bý enn hjá móður minni í Breiðholtinu. Undanfarin tvö ár hef ég starfað sem teymisstjóri á sambýli fyrir geðfatlaða, í starfi sem ég hef unun af og krefst háskólamenntunar. Hver einustu mánaðamót hef ég lagt samviskusamlega fyrir og hjálpað til við rekstur heimilisins. Þrátt fyrir þetta er ég enn í þeirri stöðu að geta ekki fjárfest í húsnæði. Mér finnst stundum erfitt til þess að hugsa að ekki eru allir jafn heppnir og ég. Þannig er, að það lifa ekki allir við þann lúxus að geta búið í foreldrahúsum. Sjálfur þekki ég dæmi þess að fólk á aldri við mig hefur með engu móti tök á að búa heima, er kannski að ala upp börn á leikskólaaldri, fast á leigumarkaði og í láglaunastörfum jafnvel. Veruleikinn er sá að þessi þróun hefur orðið til þess að fólk gefst upp og flyst í önnur nærliggjandi sveitarfélög. Hin mikla uppbygging í Mosfellsbæ er gott dæmi um þessa þróun. Við þetta getum við ekki unað. Það er kominn tími til breytinga. Ef Reykjavík á að vera fyrir alla, unga sem aldna, er nauðsynlegt að bregðast hratt við en það verður ekki gert án þess að borgarstjórn sýni kjark og horfist í augu við vandann. Ég sem frambjóðandi í 4. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er tilbúinn til þess.Höfundur er félagsfræðingur og í 4. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Egill Þór Jónsson Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Á uppvaxtarárum mínum lærði ég fljótt að fyrsta skrefið við lausn vandamála felst í viðurkenningu á vandanum. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekki alltaf einfalt að standa andspænis sannleikanum og horfast í augu við vandann. Við þekkjum það flest. Einn stærsti vandi sem borgaryfirvöldum hefur láðst að horfast í augu við – og standa því frammi fyrir nú – er hinn margumtalaði húsnæðisvandi. Hann byggist fyrst og fremst á því hversu hægt gengur hjá meirihlutanum að byggja enda stefna hans ýtt undir lítið framboð af lóðum. Sannleikurinn er sá að þrátt fyrir fögur fyrirheit fjölgaði íbúðum í fyrra um einungis 322 í allri höfuðborginni, stærsta sveitarfélagi landsins. Á meðan íbúðum í einu af minni sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, Mosfellsbæ, fjölgaði umtalsvert meira, eða um 401. Ísköld staðreynd, blákaldur sannleikur. Sjálfur er ég 27 ára og bý enn hjá móður minni í Breiðholtinu. Undanfarin tvö ár hef ég starfað sem teymisstjóri á sambýli fyrir geðfatlaða, í starfi sem ég hef unun af og krefst háskólamenntunar. Hver einustu mánaðamót hef ég lagt samviskusamlega fyrir og hjálpað til við rekstur heimilisins. Þrátt fyrir þetta er ég enn í þeirri stöðu að geta ekki fjárfest í húsnæði. Mér finnst stundum erfitt til þess að hugsa að ekki eru allir jafn heppnir og ég. Þannig er, að það lifa ekki allir við þann lúxus að geta búið í foreldrahúsum. Sjálfur þekki ég dæmi þess að fólk á aldri við mig hefur með engu móti tök á að búa heima, er kannski að ala upp börn á leikskólaaldri, fast á leigumarkaði og í láglaunastörfum jafnvel. Veruleikinn er sá að þessi þróun hefur orðið til þess að fólk gefst upp og flyst í önnur nærliggjandi sveitarfélög. Hin mikla uppbygging í Mosfellsbæ er gott dæmi um þessa þróun. Við þetta getum við ekki unað. Það er kominn tími til breytinga. Ef Reykjavík á að vera fyrir alla, unga sem aldna, er nauðsynlegt að bregðast hratt við en það verður ekki gert án þess að borgarstjórn sýni kjark og horfist í augu við vandann. Ég sem frambjóðandi í 4. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er tilbúinn til þess.Höfundur er félagsfræðingur og í 4. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun