Buffon sér ekki eftir einu orði sem hann sagði um Michael Oliver Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2018 08:30 Gianluigi Buffon fagnar eftir sigur Juventus í ítölsku deildinni um helgina. Vísir/Getty Gianluigi Buffon er ekki runnin reiðin. Hann er ennþá brjálaður út í enska dómarann Michael Oliver sem endaði Meistaradeildarferil ítalska markvarðarins í síðustu viku. Oliver dæmdi víti á Juventus í uppbótartíma og við það sturlaðist Gianluigi Buffon. Michael Oliver lyfti þá rauða spjaldinu. Buffon kláraði því ekki síðasta leik sinn á ferlinum í Meistaradeildinni en var þess í stað sendur í sturtu. Real Madrid skoraði úr vítinu og tryggði sér sæti í undanúrslitunum en Juve liðið hafði gert ótrúlega hluti með því að komast í 3-0 á útivelli og leikurinn var þarna á leiðinni í framlengingu. Eftir leikinn hraunaði Buffon yfir Michael Oliver og talaði meðal annars um að enski dómarinn væri með ruslapoka í staðinn fyrir hjarta. „Ég stend við öll orðin mín,“ sagði Gianluigi Buffon í sjónvarpsviðtali á Ítalíu.“I’d say them all again.” Gianluigi Buffon has said he stands by his comments about Michael Oliver. Full story https://t.co/kM3mUt5hDIpic.twitter.com/EoVQkwWzms — BBC Sport (@BBCSport) April 15, 2018 „Ég myndi segja þau aftur en myndi kannski notað annað orðbragð. Þú reynir að finna leið til að koma orðunum frá þér og stundum eru þessi orð óhófleg. Þetta er bara ég, ég er Gigi Buffon,“ sagði Buffon. „Ég er viss um að Oliver muni eiga flottan dómaraferil í fótboltanum en hann var bara of ungur til að dæma leik eins og þennan. Dómari með meiri reynslu hefði aldrei flautað í þessu tilfelli og ákveðið um leið að verða sjálfur örlagavaldur leiksins,“ sagði Buffon. „Slíkur dómari hefði alltaf látið leikinn ganga og leyft liðunum að berjast um þetta í framlengingunni. Reyndur dómari hefði látið völlinn skera út um sigurvegara,“ sagði Buffon. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sjá meira
Gianluigi Buffon er ekki runnin reiðin. Hann er ennþá brjálaður út í enska dómarann Michael Oliver sem endaði Meistaradeildarferil ítalska markvarðarins í síðustu viku. Oliver dæmdi víti á Juventus í uppbótartíma og við það sturlaðist Gianluigi Buffon. Michael Oliver lyfti þá rauða spjaldinu. Buffon kláraði því ekki síðasta leik sinn á ferlinum í Meistaradeildinni en var þess í stað sendur í sturtu. Real Madrid skoraði úr vítinu og tryggði sér sæti í undanúrslitunum en Juve liðið hafði gert ótrúlega hluti með því að komast í 3-0 á útivelli og leikurinn var þarna á leiðinni í framlengingu. Eftir leikinn hraunaði Buffon yfir Michael Oliver og talaði meðal annars um að enski dómarinn væri með ruslapoka í staðinn fyrir hjarta. „Ég stend við öll orðin mín,“ sagði Gianluigi Buffon í sjónvarpsviðtali á Ítalíu.“I’d say them all again.” Gianluigi Buffon has said he stands by his comments about Michael Oliver. Full story https://t.co/kM3mUt5hDIpic.twitter.com/EoVQkwWzms — BBC Sport (@BBCSport) April 15, 2018 „Ég myndi segja þau aftur en myndi kannski notað annað orðbragð. Þú reynir að finna leið til að koma orðunum frá þér og stundum eru þessi orð óhófleg. Þetta er bara ég, ég er Gigi Buffon,“ sagði Buffon. „Ég er viss um að Oliver muni eiga flottan dómaraferil í fótboltanum en hann var bara of ungur til að dæma leik eins og þennan. Dómari með meiri reynslu hefði aldrei flautað í þessu tilfelli og ákveðið um leið að verða sjálfur örlagavaldur leiksins,“ sagði Buffon. „Slíkur dómari hefði alltaf látið leikinn ganga og leyft liðunum að berjast um þetta í framlengingunni. Reyndur dómari hefði látið völlinn skera út um sigurvegara,“ sagði Buffon.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sjá meira