MAST stöðvar hvolpaframleiðslu Dalsmynnisræktunar - með réttu Árni Stefán Árnason skrifar 17. apríl 2018 15:20 Samkvæmt frétt á vef MAST hefur stofnunin stöðvað endanlega hvolpaframleiðslu á Dalsmynni. Ég fagna því. Í upphafi fréttarinnar segir: „Matvælastofnun hefur tekið ákvörðun um stöðvun starfsemi Hundaræktarinnar í Dalsmynni á grundvelli laga um velferð dýra“. Í kjölfarið útskýrir MAST nánar röksemdir sínar, sem ég hvet lesendur til að kynna sér. Tengil á frétt MAST má finna neðst í þessari skoðun. Ég gagnrýndi þessa hvolpaframleiðslu fyrir nokkrum misserum talsvert opinberlega. Því undi hvolpaframleiðandinn fyrrverandi á Dalsmynni, Ásta SIgurðardóttir ei og krafðist í dómsmáli ómerkingar 9 ummæla minna (hér f neðan) sem endaði með dómi Hæstaréttar Íslands. Niðurstaða Hæstaréttar var kærð til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) hvar málsmeðferðin og dómurinn er til meðferðar. Ég uni því ekki að þau tvö ummæli. sem dæmd voru dauð og ómerk séu það, nema MDE komist að annari niðurstöðu. En hið mikilvæga er þetta. Af 9 ummælum, sem krafist var ómerkingar á voru 7 látin standa af æðsta dómstól landsins og eiga því við um hvolpaframleiðsluna sem nú hefur verið lokað. Miskabótakrafa var dæmd, þó Ásta hafi aldrei geta sýnt fram á neitt tjón. Þvert á móti fullyrti hún að allt neikvætt umtal um hvolpaframleiðsluna rifi upp sölu hjá henni. Ummælin eru þessi og hin feitletruðu þau, sem standa þ.e. eru ekki dæmd dauð og ómerk af Hæstarétti Íslands, hann gerir engar athugasemdir við þau og því áttu þau við um starfsemi Dalsmynnis á þeim tíma þegar dómur féll 17. desember 2015. Nú tveimur og hálfu ári síðar, útrýmir MAST Dalsmynnisvandamálinu. a) „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ b) „Alveg örugglega. Ég hef verið sannfærður í langan tíma um að þarna sé verið að brjóta nokkur ákvæði dýraverndarlaga. Ef ég væri í stöðu til að vera héraðsdýralæknir og með þá reynslu sem ég hef að dýrahaldi, þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ c) Svofelld ummæli er birtust í fyrirsögn greinar á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Dýraníð að Dalsmynni“ d) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Rekstraraðilinn Ásta Sigurðardóttir hefur augljóslega einnig gerst brotleg við dýraverndarlög með ýmsum hætti. Við brotum Ástu eins og þau blasa við mér getur refsing varðar (sic) allt að tveggja ára fangelsi.“ e) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Gæsalappir eru hér notaðar því ég tel að starfsemin eigi ekkert skylt við ræktun.“ f) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Að Dalsmynni fer fram framleiðsla á dýrum við bágborin skilyrði“ g) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Það á ekki við um Ástu sem hefur eitthvað að fela.“ h) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Réttilega verður starfsemin að Kjalarnesi aðeins nefnd einu nafni, hvolpaframleiðsla“ Tengill á frétt MAST Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt frétt á vef MAST hefur stofnunin stöðvað endanlega hvolpaframleiðslu á Dalsmynni. Ég fagna því. Í upphafi fréttarinnar segir: „Matvælastofnun hefur tekið ákvörðun um stöðvun starfsemi Hundaræktarinnar í Dalsmynni á grundvelli laga um velferð dýra“. Í kjölfarið útskýrir MAST nánar röksemdir sínar, sem ég hvet lesendur til að kynna sér. Tengil á frétt MAST má finna neðst í þessari skoðun. Ég gagnrýndi þessa hvolpaframleiðslu fyrir nokkrum misserum talsvert opinberlega. Því undi hvolpaframleiðandinn fyrrverandi á Dalsmynni, Ásta SIgurðardóttir ei og krafðist í dómsmáli ómerkingar 9 ummæla minna (hér f neðan) sem endaði með dómi Hæstaréttar Íslands. Niðurstaða Hæstaréttar var kærð til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) hvar málsmeðferðin og dómurinn er til meðferðar. Ég uni því ekki að þau tvö ummæli. sem dæmd voru dauð og ómerk séu það, nema MDE komist að annari niðurstöðu. En hið mikilvæga er þetta. Af 9 ummælum, sem krafist var ómerkingar á voru 7 látin standa af æðsta dómstól landsins og eiga því við um hvolpaframleiðsluna sem nú hefur verið lokað. Miskabótakrafa var dæmd, þó Ásta hafi aldrei geta sýnt fram á neitt tjón. Þvert á móti fullyrti hún að allt neikvætt umtal um hvolpaframleiðsluna rifi upp sölu hjá henni. Ummælin eru þessi og hin feitletruðu þau, sem standa þ.e. eru ekki dæmd dauð og ómerk af Hæstarétti Íslands, hann gerir engar athugasemdir við þau og því áttu þau við um starfsemi Dalsmynnis á þeim tíma þegar dómur féll 17. desember 2015. Nú tveimur og hálfu ári síðar, útrýmir MAST Dalsmynnisvandamálinu. a) „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ b) „Alveg örugglega. Ég hef verið sannfærður í langan tíma um að þarna sé verið að brjóta nokkur ákvæði dýraverndarlaga. Ef ég væri í stöðu til að vera héraðsdýralæknir og með þá reynslu sem ég hef að dýrahaldi, þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ c) Svofelld ummæli er birtust í fyrirsögn greinar á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Dýraníð að Dalsmynni“ d) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Rekstraraðilinn Ásta Sigurðardóttir hefur augljóslega einnig gerst brotleg við dýraverndarlög með ýmsum hætti. Við brotum Ástu eins og þau blasa við mér getur refsing varðar (sic) allt að tveggja ára fangelsi.“ e) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Gæsalappir eru hér notaðar því ég tel að starfsemin eigi ekkert skylt við ræktun.“ f) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Að Dalsmynni fer fram framleiðsla á dýrum við bágborin skilyrði“ g) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Það á ekki við um Ástu sem hefur eitthvað að fela.“ h) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Réttilega verður starfsemin að Kjalarnesi aðeins nefnd einu nafni, hvolpaframleiðsla“ Tengill á frétt MAST
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar