Trúverðugleiki stjórnmálamanna Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 4. apríl 2018 09:00 Mikið hefur verið rætt um trúverðugleika stjórnmálamanna undanfarin misseri, nú síðast í tengslum við þátttöku Vinstri grænna í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum. Það hefur lengi verið viðloðandi stjórnmálin að almenningur upplifi það að stjórnmálamenn tali líkt og tveimur tungum allt eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Þingmaður sinnir ýmist hlutverki ráðherra, stjórnarþingmanns eða stjórnarandstöðuþingmanns og það felur í sér að þingmaður er annað hvort í hlutverki þess sem stjórnar, þess sem styður stjórnina eða þess sem veitir stjórninni aðhald. Eðli málsins samkvæmt getur þingmaður þurft að fara úr einu af þessum hlutverkum í annað, þess vegna á sama kjörtímabili. Þingmenn gagnrýna og jafnvel úthrópa ráðherra og stjórnarliða harðlega á meðan þeir eru í stjórnarandstöðu en svo kveður við allt annan tón þegar viðkomandi þingmenn eru komnir í ríkisstjórnarsamstarf við viðkomandi flokk og svo öfugt. Oft getur orðið algjör kúvending á málflutningi þingmanna fyrir og eftir kosningar, á jafnvel innan við viku. Þetta dregur óhjákvæmilega úr trúverðugleika stjórnmálamanna og gerir stjórnmálin einhvern veginn of fyrirsjáanleg. Það er hins vegar erfitt að sjá hvernig kerfið sjálft ætti að virka öðruvísi. Við viljum jú að ríkisstjórn hverju sinni sé veitt ríkt aðhald við störf sín. Eins viljum við að flokkar geti myndað starfhæfar ríkisstjórnir. Það eru þó ákveðin atriði sem stjórnmálamenn gætu tekið til athugunar, í viðleitni til að auka trú almennings á stjórnmálunum og draga úr þeirri ríkjandi tilhneigingu að hópast í tvær andstæðar fylkingar. Eitt væri að beita alltaf málefnalegum rökum, vera sannleikanum samkvæmir og gæta ákveðins meðalhófs í gagnrýni sinni á pólitíska andstæðinga. Annað væri að viðurkenna í auknu mæli góðan árangur pólitískra andstæðinga þegar við á en ekki fara sjálfkrafa í andstöðugírinn, skotgrafahernaðinn. Þriðja væri að leitast í ríkara mæli eftir að ná samstöðu við pólitíska andstæðinga um málefni sem falla vel að stefnu beggja. Og þá raunverulega leggja sitt að mörkum svo að slíkt geti tekist. Loks mættu stjórnmálamenn oftar viðurkenna mistök sín þegar það á við í stað þess að afvegaleiða umræðuna með árásum á pólitíska andstæðinga. Allt ofangreint gæti dregið úr þeirri tilfinningu almennings að stjórnmálamenn hagi seglum einfaldlega eftir vindi, óháð hag almennings í landinu eða því sem þeir lofuðu kjósendum sínum. Það mundi óhjákvæmilega auka trúverðugleika stjórnmálanna og þar með traust almennings til Alþingis. Það er ýmislegt sem bendir til þess að nýtt þing hafi hug á að leggja sitt af mörkum til að bæta stjórnmálamenninguna í landinu, með auknu samstarfi þvert á flokka og málefnalegum málflutningi. Nú er að vona og sjá.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um trúverðugleika stjórnmálamanna undanfarin misseri, nú síðast í tengslum við þátttöku Vinstri grænna í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum. Það hefur lengi verið viðloðandi stjórnmálin að almenningur upplifi það að stjórnmálamenn tali líkt og tveimur tungum allt eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Þingmaður sinnir ýmist hlutverki ráðherra, stjórnarþingmanns eða stjórnarandstöðuþingmanns og það felur í sér að þingmaður er annað hvort í hlutverki þess sem stjórnar, þess sem styður stjórnina eða þess sem veitir stjórninni aðhald. Eðli málsins samkvæmt getur þingmaður þurft að fara úr einu af þessum hlutverkum í annað, þess vegna á sama kjörtímabili. Þingmenn gagnrýna og jafnvel úthrópa ráðherra og stjórnarliða harðlega á meðan þeir eru í stjórnarandstöðu en svo kveður við allt annan tón þegar viðkomandi þingmenn eru komnir í ríkisstjórnarsamstarf við viðkomandi flokk og svo öfugt. Oft getur orðið algjör kúvending á málflutningi þingmanna fyrir og eftir kosningar, á jafnvel innan við viku. Þetta dregur óhjákvæmilega úr trúverðugleika stjórnmálamanna og gerir stjórnmálin einhvern veginn of fyrirsjáanleg. Það er hins vegar erfitt að sjá hvernig kerfið sjálft ætti að virka öðruvísi. Við viljum jú að ríkisstjórn hverju sinni sé veitt ríkt aðhald við störf sín. Eins viljum við að flokkar geti myndað starfhæfar ríkisstjórnir. Það eru þó ákveðin atriði sem stjórnmálamenn gætu tekið til athugunar, í viðleitni til að auka trú almennings á stjórnmálunum og draga úr þeirri ríkjandi tilhneigingu að hópast í tvær andstæðar fylkingar. Eitt væri að beita alltaf málefnalegum rökum, vera sannleikanum samkvæmir og gæta ákveðins meðalhófs í gagnrýni sinni á pólitíska andstæðinga. Annað væri að viðurkenna í auknu mæli góðan árangur pólitískra andstæðinga þegar við á en ekki fara sjálfkrafa í andstöðugírinn, skotgrafahernaðinn. Þriðja væri að leitast í ríkara mæli eftir að ná samstöðu við pólitíska andstæðinga um málefni sem falla vel að stefnu beggja. Og þá raunverulega leggja sitt að mörkum svo að slíkt geti tekist. Loks mættu stjórnmálamenn oftar viðurkenna mistök sín þegar það á við í stað þess að afvegaleiða umræðuna með árásum á pólitíska andstæðinga. Allt ofangreint gæti dregið úr þeirri tilfinningu almennings að stjórnmálamenn hagi seglum einfaldlega eftir vindi, óháð hag almennings í landinu eða því sem þeir lofuðu kjósendum sínum. Það mundi óhjákvæmilega auka trúverðugleika stjórnmálanna og þar með traust almennings til Alþingis. Það er ýmislegt sem bendir til þess að nýtt þing hafi hug á að leggja sitt af mörkum til að bæta stjórnmálamenninguna í landinu, með auknu samstarfi þvert á flokka og málefnalegum málflutningi. Nú er að vona og sjá.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun