Trump kastaði „leiðinlegri“ ræðu og röflaði yfir innflytjendum Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2018 23:21 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók þá ákvörðun að kasta ræðu sem hann hafði tilbúna á hringborðsumræðu um skatta í dag. Í stað þess að ræða skatta setti forsetinn meðal annars út á innflytjendalöggjöf ríkisins, gagnrýndi innflytjendur, bæði löglega og ólöglega, fyrir ofbeldi, nauðganir og glæpi og hélt þeirri rangfærslu enn og aftur fram að Hillary Clinton hefði fengið fleiri atkvæði en hann í kosningunum 2016 vegna þess að milljónir hafi kosið ólöglega. Trump var staddur í Virginíu þar sem hann og aðrir voru saman komnir til að lofa skattabreytingar Repúblikanaflokksins og styðja þingmenn flokksins í aðdraganda þingkosninga í nóvember en fundurinn fór fljótt af sporinu. Að máli sínu loknu lyfti Trump blöðum á loft og sagði: „Þetta var ræðan mín. Hún hefði tekið tvær mínútur. Þetta er leiðinlegt. Við þurfum að segja hlutina eins og þeir eru.“Pres. Trump tosses his prepared remarks at roundtable on tax reform. "I'm reading off the first paragraph, I said, 'This is boring. Come on. We have to tell it like it is.'" https://t.co/CFdzczE0fE pic.twitter.com/RaQzHnMzUz— ABC News Politics (@ABCPolitics) April 5, 2018 Trump sagði að víða um Bandaríkin væru milljónir manna að kjósa oft. Þó hafa engar sannanir fundist fyrir kosningasvikum af þessu tagi og sérfræðingar hafa ítrekað sagt Trump fara með rangt mál. „Þeir segja alltaf að þetta sé samsæriskenning. Þetta er ekki samsæriskenning gott fólk. Þetta eru milljónir og milljónir af fólki og það er erfitt því ríkin vernda gögnin um þau.“ Eftir kosningarnar hélt Trump því ítrekað fram að hann hefði fengið fleiri atkvæði en Clinton ef ekki hefið verið fyrir hið umfangsmikla og í senn ímyndaða svindl sem hann vísar til. Til að sanna það stofnaði hann rannsóknarnefnd sem ætlað var að sanna kosningasvindlið. Hin umdeilda nefnd var þó lögð niður vegna innri deilna og lögsókna. Eins og Trump hefur gert svo oft áður tengdi hann ólöglega innflytjendur við glæpi í Bandaríkjunum, þó tölfræði síni að hlutfallslega fremji þeir færri glæpi en borgarar Bandaríkjanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Hann fór hörðum orðum um glæpagengið MS-13 og sagði ríkisstjórn sína í raun í stríði við gengið. „MS-13 eru holdsmynd illskunnar og við erum að losa okkur við þá í hundraðatali,“ sagði Trump og bætti við: „Þetta er liðið og skíturinn sem við erum að hleypa inn í landið og við getum ekki gert það lengur.“ Því næst fór talaði hann um gömul ummæli sín þar sem hann sagði marga innflytjendur frá Mexíkó vera nauðgara. „Allir sögðu, oh, hann var svo harður. Ég notaði orðið nauðgun.“ Vísaði forsetinn til hóp fólks sem var á leið frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna sér til stuðnings. „Það kom í ljós í gær, í þessum hópi. Konum er nauðgað eins aldrei fyrr. Þeir vilja ekki tala um það,“ sagði Trump, án þess að taka fram hverjir „þeir“ væru og skammaðist hann einnig út í Demókrata fyrir að hafa skemmt innflytjendalög Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að Repúblikanar hafi stjórnað báðum deildum þingsins frá 2015.Samkvæmt Washington Post liggur ekki fyrir hvað Trump varð að tala um þegar hann vísað til einhverra fregna „í gær“. Engar fregnir hafi borist af umtöluðum hópi og nauðgunum að öðru leyti en að einhverjir í hópnum séu að flýja nauðganir og annars konar ofbeldi í heimalöndum sínum.Umræddur hópur er myndaður á hverju ári og er honum ætlað að vekja athygli á ástandi ríkja í Mið-Ameríku og þeim hættum sem fólk mætir á leið sinni til Bandaríkjanna. Algengt er að farandfólk verði fyrir ofbeldi eins og ránum og nauðgunum í Mexíkó. Árið 2010 rændu glæpamenn 72 sem voru á leið til Bandaríkjanna og myrtu þau öll. Hvíta húsið hefur eftir á haldið því fram að Trump hafi átt við það ofbeldi þegar hann vísaði í nauðganir í ræðu sinni. Einn embættismaður vísaði í frétt frá árinu 2014 sem fjallaði um að mörgum konum og stúlkum frá Mið-Ameríku sé nauðgað á leið sinni til Bandaríkjanna. Eins og bent er á í frétt Washington Post útskýrir það þó ekki ummæli Trump um „í gær“ og samhengi orða hans, þar sem hann var að tala um að innflytjendurnir sjálfir væru glæpamenn og nauðgarar.Ummæli Trump eru ekki líkleg til að vekja gleði meðal þingmanna Repúblikana sem hafa kvartað yfir agaleysi forsetans og kenna margir honum um að illa hafi gengið að koma áætlunum Repúblikanaflokksins á framfæri í aðdraganda kosninganna í nóvember. Forsvarsmenn flokksins vilja nýtja sér skattabreytingarnar, sem þeirra helsta árangur, fyrir kosningarnar. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók þá ákvörðun að kasta ræðu sem hann hafði tilbúna á hringborðsumræðu um skatta í dag. Í stað þess að ræða skatta setti forsetinn meðal annars út á innflytjendalöggjöf ríkisins, gagnrýndi innflytjendur, bæði löglega og ólöglega, fyrir ofbeldi, nauðganir og glæpi og hélt þeirri rangfærslu enn og aftur fram að Hillary Clinton hefði fengið fleiri atkvæði en hann í kosningunum 2016 vegna þess að milljónir hafi kosið ólöglega. Trump var staddur í Virginíu þar sem hann og aðrir voru saman komnir til að lofa skattabreytingar Repúblikanaflokksins og styðja þingmenn flokksins í aðdraganda þingkosninga í nóvember en fundurinn fór fljótt af sporinu. Að máli sínu loknu lyfti Trump blöðum á loft og sagði: „Þetta var ræðan mín. Hún hefði tekið tvær mínútur. Þetta er leiðinlegt. Við þurfum að segja hlutina eins og þeir eru.“Pres. Trump tosses his prepared remarks at roundtable on tax reform. "I'm reading off the first paragraph, I said, 'This is boring. Come on. We have to tell it like it is.'" https://t.co/CFdzczE0fE pic.twitter.com/RaQzHnMzUz— ABC News Politics (@ABCPolitics) April 5, 2018 Trump sagði að víða um Bandaríkin væru milljónir manna að kjósa oft. Þó hafa engar sannanir fundist fyrir kosningasvikum af þessu tagi og sérfræðingar hafa ítrekað sagt Trump fara með rangt mál. „Þeir segja alltaf að þetta sé samsæriskenning. Þetta er ekki samsæriskenning gott fólk. Þetta eru milljónir og milljónir af fólki og það er erfitt því ríkin vernda gögnin um þau.“ Eftir kosningarnar hélt Trump því ítrekað fram að hann hefði fengið fleiri atkvæði en Clinton ef ekki hefið verið fyrir hið umfangsmikla og í senn ímyndaða svindl sem hann vísar til. Til að sanna það stofnaði hann rannsóknarnefnd sem ætlað var að sanna kosningasvindlið. Hin umdeilda nefnd var þó lögð niður vegna innri deilna og lögsókna. Eins og Trump hefur gert svo oft áður tengdi hann ólöglega innflytjendur við glæpi í Bandaríkjunum, þó tölfræði síni að hlutfallslega fremji þeir færri glæpi en borgarar Bandaríkjanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Hann fór hörðum orðum um glæpagengið MS-13 og sagði ríkisstjórn sína í raun í stríði við gengið. „MS-13 eru holdsmynd illskunnar og við erum að losa okkur við þá í hundraðatali,“ sagði Trump og bætti við: „Þetta er liðið og skíturinn sem við erum að hleypa inn í landið og við getum ekki gert það lengur.“ Því næst fór talaði hann um gömul ummæli sín þar sem hann sagði marga innflytjendur frá Mexíkó vera nauðgara. „Allir sögðu, oh, hann var svo harður. Ég notaði orðið nauðgun.“ Vísaði forsetinn til hóp fólks sem var á leið frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna sér til stuðnings. „Það kom í ljós í gær, í þessum hópi. Konum er nauðgað eins aldrei fyrr. Þeir vilja ekki tala um það,“ sagði Trump, án þess að taka fram hverjir „þeir“ væru og skammaðist hann einnig út í Demókrata fyrir að hafa skemmt innflytjendalög Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að Repúblikanar hafi stjórnað báðum deildum þingsins frá 2015.Samkvæmt Washington Post liggur ekki fyrir hvað Trump varð að tala um þegar hann vísað til einhverra fregna „í gær“. Engar fregnir hafi borist af umtöluðum hópi og nauðgunum að öðru leyti en að einhverjir í hópnum séu að flýja nauðganir og annars konar ofbeldi í heimalöndum sínum.Umræddur hópur er myndaður á hverju ári og er honum ætlað að vekja athygli á ástandi ríkja í Mið-Ameríku og þeim hættum sem fólk mætir á leið sinni til Bandaríkjanna. Algengt er að farandfólk verði fyrir ofbeldi eins og ránum og nauðgunum í Mexíkó. Árið 2010 rændu glæpamenn 72 sem voru á leið til Bandaríkjanna og myrtu þau öll. Hvíta húsið hefur eftir á haldið því fram að Trump hafi átt við það ofbeldi þegar hann vísaði í nauðganir í ræðu sinni. Einn embættismaður vísaði í frétt frá árinu 2014 sem fjallaði um að mörgum konum og stúlkum frá Mið-Ameríku sé nauðgað á leið sinni til Bandaríkjanna. Eins og bent er á í frétt Washington Post útskýrir það þó ekki ummæli Trump um „í gær“ og samhengi orða hans, þar sem hann var að tala um að innflytjendurnir sjálfir væru glæpamenn og nauðgarar.Ummæli Trump eru ekki líkleg til að vekja gleði meðal þingmanna Repúblikana sem hafa kvartað yfir agaleysi forsetans og kenna margir honum um að illa hafi gengið að koma áætlunum Repúblikanaflokksins á framfæri í aðdraganda kosninganna í nóvember. Forsvarsmenn flokksins vilja nýtja sér skattabreytingarnar, sem þeirra helsta árangur, fyrir kosningarnar.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira