Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2018 18:45 Svæði sem eru nú þegar þurr eru líklega til að verða enn þurrari í hlýnandi heimi. Verri þurrkar og meiri öfgar í veðri eiga eftir að halda áfram að ógna samfélagum manna á þessari öld. Vísir/AFP Loftslagsbreytingar munu leiða til þess að milljónir manna flytji búferlaflutningum innan ríkja og á milli þeirra fyrir miðja öldina. Alþjóðabankinn varar við því að við þessar tilfærslur geti orðið til hættulegar aðstæður þar sem tugir milljóna manna troða sér inn í fátækrahverfi sem eru þegar yfirfull. Vísindamenn reikna með því að með áframhaldandi hlýnun jarðar af völdum manna muni veðuröfgar meðal annars verða algengir, yfirborð sjávar hækka auk þess sem þurrkar verði algengari á sumum svæðum. Lengi hefur verið varað við því að þessar breytingar á umhverfinu geti leitt til gríðarlega fólksflutninga. Undir þær áhyggjur tekur Alþjóðabankinn í nýrri skýrslu. Sérfræðingar hans skoðuðu þrjú svæði í þriðja heiminum þar sem meira en helmingur íbúa þróunarríkja búa. Þeir telja líklegt að meira en 150 milljónir manna muni flytja sig um set innan ríkjanna vegna loftslagsbreytinga fyrir árið 2050. Í Afríku sunnan Saharaeyðimarkarinnar geti 86 milljónir manna lent á hrakhólum, fjörutíu milljónir í suðurhluta Asíu og sautján milljónir í Rómönsku Ameríku.Enn hægt að bregðast við og forðast neyðarástandFólksflutningar af þessari stærðargráðu geti valdið gríðarlegum samfélagslegum röskunum og ógnað stjórnarfari og efnahagslegri- og félagslegri þróun, að því er segir í frétt The Guardian. Til geti orðið „hættustaðir“, bæði á þeim svæðum sem fólk yfirgefur og á þeim sem það flyst til. Bankinn bendir þó á að enn sé hægt að forðast verstu mögulegu sviðsmyndirnar. Fólksflutningar af völdum loftslagsbreytinga muni eiga sér stað en hægt sé að koma í veg fyrir neyðarástand. Mikilvægast sé að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Einnig leggur bankinn til að ríkisstjórnir um heim allan geri ráð fyrir fólksflutningum og leggi meiri áherslu í að afla gagna fyrir skipulag í framtíðinni. Þegar hefur hlýnað um 1°C frá því fyrir iðnbyltingu vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Verði losunin ekki takmörkuð er reiknað með að hlýnun gæti náð allt að 4-5°C fyrir lok þessarar aldar. Loftslagsmál Tengdar fréttir Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Bandaríska leyniþjónustan varar við skyndilegum loftslagsbreytingum Forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna sagði loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu. 14. febrúar 2018 16:51 Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Loftslagsbreytingar munu leiða til þess að milljónir manna flytji búferlaflutningum innan ríkja og á milli þeirra fyrir miðja öldina. Alþjóðabankinn varar við því að við þessar tilfærslur geti orðið til hættulegar aðstæður þar sem tugir milljóna manna troða sér inn í fátækrahverfi sem eru þegar yfirfull. Vísindamenn reikna með því að með áframhaldandi hlýnun jarðar af völdum manna muni veðuröfgar meðal annars verða algengir, yfirborð sjávar hækka auk þess sem þurrkar verði algengari á sumum svæðum. Lengi hefur verið varað við því að þessar breytingar á umhverfinu geti leitt til gríðarlega fólksflutninga. Undir þær áhyggjur tekur Alþjóðabankinn í nýrri skýrslu. Sérfræðingar hans skoðuðu þrjú svæði í þriðja heiminum þar sem meira en helmingur íbúa þróunarríkja búa. Þeir telja líklegt að meira en 150 milljónir manna muni flytja sig um set innan ríkjanna vegna loftslagsbreytinga fyrir árið 2050. Í Afríku sunnan Saharaeyðimarkarinnar geti 86 milljónir manna lent á hrakhólum, fjörutíu milljónir í suðurhluta Asíu og sautján milljónir í Rómönsku Ameríku.Enn hægt að bregðast við og forðast neyðarástandFólksflutningar af þessari stærðargráðu geti valdið gríðarlegum samfélagslegum röskunum og ógnað stjórnarfari og efnahagslegri- og félagslegri þróun, að því er segir í frétt The Guardian. Til geti orðið „hættustaðir“, bæði á þeim svæðum sem fólk yfirgefur og á þeim sem það flyst til. Bankinn bendir þó á að enn sé hægt að forðast verstu mögulegu sviðsmyndirnar. Fólksflutningar af völdum loftslagsbreytinga muni eiga sér stað en hægt sé að koma í veg fyrir neyðarástand. Mikilvægast sé að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Einnig leggur bankinn til að ríkisstjórnir um heim allan geri ráð fyrir fólksflutningum og leggi meiri áherslu í að afla gagna fyrir skipulag í framtíðinni. Þegar hefur hlýnað um 1°C frá því fyrir iðnbyltingu vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Verði losunin ekki takmörkuð er reiknað með að hlýnun gæti náð allt að 4-5°C fyrir lok þessarar aldar.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Bandaríska leyniþjónustan varar við skyndilegum loftslagsbreytingum Forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna sagði loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu. 14. febrúar 2018 16:51 Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54
Bandaríska leyniþjónustan varar við skyndilegum loftslagsbreytingum Forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna sagði loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu. 14. febrúar 2018 16:51
Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45