Áfram kennarar Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 23. mars 2018 13:59 Grunnskólakennarar felldu nýjan samning með afgerandi hætti í vikunni. Samning, sem er lagður fram á sama tíma og yfirvöld menntamála á Íslandi tala hátt og skýrt fyrir því að nú verði ekki annað tekið í mál en að gert verði betur í menntamálum. Að kennarann verði að setja í forgang og ekki bara það heldur einfaldlega í fyrsta sæti. Mikilvægi kennarastarfsins verði að setja í öndvegi og bæta verulega starfsumhverfi og kjör, svo íslenskt menntakerfi standi a.m.k. jafnfætis því sem gerist hjá öðrum þjóðum, ef ekki framar. Kjarasamningar grunnskólakennara hingað til og eins langt aftur og hægt er að muna byggja á ramma sem í dag er úreltur og um leið að mínu mati rót vandans. Samningur, sem byggir á kennsluskyldu annars vegar og öðrum verkefnum hins vegar, allt í mínútum talið. Þar sem hver einasta mínúta er eyrnamerkt ótal, ótal verkefnum ásamt hinu eiginlega starfi að kenna. Verkefnum, sem búið er að skilgreina aftur og aftur sem hluta af starfinu að kenna. Vandinn er, að þessi mínútu skilgreiningarárátta hefur aldrei virkað og mun aldrei virka. Hún heldur skólastarfinu í einhvers konar gíslingu. Samkvæmt þessari mínútu eða hinni á kennarinn alls ekki að vera að sinna þessu heldur hinu. Við verðum að fara að hugsa þetta upp á nýtt, setja smá nýsköpunarhugsun inn í reikningsdæmið og færa okkur á nýjan reit, setjast niður, saman við nýtt og hreint borð. Því við getum einfaldlega gert svo miklu betur. Hættum að endurskilgreina hlutverk kennarans með endalausum viðbótarverkefnum og reynum að skilja út á hvað kennsla gengur og einfaldlega viðurkenna megin hlutverk kennarans. Þess, sem menntar sig sérstaklega til þess að vera ein af mikilvægustu manneskjunum í lífi hvers barns stóran hluta uppvaxtarára þess. Kennarinn óskar mjög skýrt eftir því að fá að sinna því starfi, sem hann hefur menntað sig til, og fá fyrir það ágætis kjör. Skólastarf byggir vissulega á fleiri þáttum en beinni kennslu og að mörgu að hyggja í starfi með börnum og ungmennum. Það höfum við viðurkennt og gefið því skilning en ávalt með það að leiðarljósi að eina og sama manneskjan sinni áfram öllum þeim fjölbreyttu störfum, sem fyrirfinnast í einum skóla, eða um það bil. Hér þarf að endurhugsa hlutverk, öll vitum við hver verkefnin eru og hversu fjölbreytt þau eru. Tökum stöðuna alvarlega og mætum í eitt skipti fyrir öll kennaranum með samtali og samvinnu um hvernig gott skólastarf er byggt upp og förum yfir það saman hverjir þurfa í raun og veru að koma að þeim verkefnum, sem vinna þarf, svo menntun barna og ungmenna verði framúrskarndi. Það er svo sannarlega hægt. Núverandi skilgreining á störfum hins eina sanna kennara er einfaldlega skökk og gengur aldrei upp í stóra samhenginu. Brettum upp ermar, tölum saman, tökum upp nýja hugsun og hættum að styðja við sjálfsvörn úrelts kerfis, sem er hætt að virka fyrir það samfélag sem við búum í og viljum byggja til framtíðar. Ég styð kennara og lýsi mig reiðubúna til þess að taka þátt í að leita leiða til að kennarastarfið verði eflt og eftirsótt. Enda er ég kennari að mennt og hef sem skólastjóri tekið þátt í að þróa annars konar vinnuramma utan um skólastarf. Það er allt hægt. Líka að tryggja sátt kennara.Höfundur er fyrrum skólastjóri grunnskóla Hjallastefnunnar og oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Grunnskólakennarar felldu nýjan samning með afgerandi hætti í vikunni. Samning, sem er lagður fram á sama tíma og yfirvöld menntamála á Íslandi tala hátt og skýrt fyrir því að nú verði ekki annað tekið í mál en að gert verði betur í menntamálum. Að kennarann verði að setja í forgang og ekki bara það heldur einfaldlega í fyrsta sæti. Mikilvægi kennarastarfsins verði að setja í öndvegi og bæta verulega starfsumhverfi og kjör, svo íslenskt menntakerfi standi a.m.k. jafnfætis því sem gerist hjá öðrum þjóðum, ef ekki framar. Kjarasamningar grunnskólakennara hingað til og eins langt aftur og hægt er að muna byggja á ramma sem í dag er úreltur og um leið að mínu mati rót vandans. Samningur, sem byggir á kennsluskyldu annars vegar og öðrum verkefnum hins vegar, allt í mínútum talið. Þar sem hver einasta mínúta er eyrnamerkt ótal, ótal verkefnum ásamt hinu eiginlega starfi að kenna. Verkefnum, sem búið er að skilgreina aftur og aftur sem hluta af starfinu að kenna. Vandinn er, að þessi mínútu skilgreiningarárátta hefur aldrei virkað og mun aldrei virka. Hún heldur skólastarfinu í einhvers konar gíslingu. Samkvæmt þessari mínútu eða hinni á kennarinn alls ekki að vera að sinna þessu heldur hinu. Við verðum að fara að hugsa þetta upp á nýtt, setja smá nýsköpunarhugsun inn í reikningsdæmið og færa okkur á nýjan reit, setjast niður, saman við nýtt og hreint borð. Því við getum einfaldlega gert svo miklu betur. Hættum að endurskilgreina hlutverk kennarans með endalausum viðbótarverkefnum og reynum að skilja út á hvað kennsla gengur og einfaldlega viðurkenna megin hlutverk kennarans. Þess, sem menntar sig sérstaklega til þess að vera ein af mikilvægustu manneskjunum í lífi hvers barns stóran hluta uppvaxtarára þess. Kennarinn óskar mjög skýrt eftir því að fá að sinna því starfi, sem hann hefur menntað sig til, og fá fyrir það ágætis kjör. Skólastarf byggir vissulega á fleiri þáttum en beinni kennslu og að mörgu að hyggja í starfi með börnum og ungmennum. Það höfum við viðurkennt og gefið því skilning en ávalt með það að leiðarljósi að eina og sama manneskjan sinni áfram öllum þeim fjölbreyttu störfum, sem fyrirfinnast í einum skóla, eða um það bil. Hér þarf að endurhugsa hlutverk, öll vitum við hver verkefnin eru og hversu fjölbreytt þau eru. Tökum stöðuna alvarlega og mætum í eitt skipti fyrir öll kennaranum með samtali og samvinnu um hvernig gott skólastarf er byggt upp og förum yfir það saman hverjir þurfa í raun og veru að koma að þeim verkefnum, sem vinna þarf, svo menntun barna og ungmenna verði framúrskarndi. Það er svo sannarlega hægt. Núverandi skilgreining á störfum hins eina sanna kennara er einfaldlega skökk og gengur aldrei upp í stóra samhenginu. Brettum upp ermar, tölum saman, tökum upp nýja hugsun og hættum að styðja við sjálfsvörn úrelts kerfis, sem er hætt að virka fyrir það samfélag sem við búum í og viljum byggja til framtíðar. Ég styð kennara og lýsi mig reiðubúna til þess að taka þátt í að leita leiða til að kennarastarfið verði eflt og eftirsótt. Enda er ég kennari að mennt og hef sem skólastjóri tekið þátt í að þróa annars konar vinnuramma utan um skólastarf. Það er allt hægt. Líka að tryggja sátt kennara.Höfundur er fyrrum skólastjóri grunnskóla Hjallastefnunnar og oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun