Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2018 13:30 Menn hafa breytt grónu landi í ræktarland og spúð eitri yfir það um allan heim. Hvoru tveggja hefur stuðlað að hnignun líffræðilegs fjölbreytileika. Vísir/AFP Höfundar nýrrar skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna segja að hraði hnignunar líffræðilegs fjölbreytileika af völdum manna í heiminum sé slíkur að hún jafnist á við loftslagsbreytingar að alvarleika. Hún dragi úr getu heimsins til að tryggja milljörðum manna vatn, mat og öryggi. Á meðal niðurstaðna skýrslunnar er að hætta sé á að nytjastofnar fisks í Kyrrahafinu við Asíu eigi eftir að hrynja fyrir miðja öldina og að ferskvatnsbirgðir í Ameríkunum tveimur hafi dregist saman um helming frá 1950. Þá kemur fram að 42% dýrategunda á landi í Evrópu hafi hnignað síðasta áratuginn, að því er segir í frétt The Guardian. Helstu orsakir hnignunar líffræðilegs fjölbreytileika er tap búsvæða dýrategunda og plantna, aðkomutegundir, eituefnanotkun og loftslagsbreytingar sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Hratt hefur verið gengir á skóga, sléttur og votlendi, meðal annars til að breyta þeim í ræktarland um allan heim og með þeim hverfa dýrategundir. Á sumum svæðum ógnar tap fjölbreytileika lífríksins þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um að sjá jarðarbúum fyrir mat, vatni, klæðum og húsnæði. Þá veiki það náttúrulega varnir gegn náttúruhamförum sem verða algengari í hlýnandi heimi. „Við verðum að grípa til aðgerða til þess að stöðva og snúa við ósjálfærri nýtingu á náttúrunni eða hætta annars ekki aðeins framtíðinni sem við viljum heldur einnig núverandi lífsháttum okkar,“ segir Robert Watson, formaður alþjóðlegrar vísindaráðgjafarnefndar um líffræðilegan fjölbreytileika sem tók skýrsluna saman. Alls tók 550 sérfræðingar frá fleiri en hundrað löndum þátt í gerð skýrslunnar. Hún var þrjú ár í smíðum. Hvetja skýrsluhöfundur meðal annars til þess að ríki heims hætti niðurgreiðslum til landbúnaðar og orkuframleiðslu sem stuðli að ósjálfbærri framleiðslu. Almenningur þyrfti að tileinka sér vistvænna mataræði, með minna af rauðu kjöti og meira af kjúklingi og grænmeti, og draga úr sóun sinni á mat, vatni og orku. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Höfundar nýrrar skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna segja að hraði hnignunar líffræðilegs fjölbreytileika af völdum manna í heiminum sé slíkur að hún jafnist á við loftslagsbreytingar að alvarleika. Hún dragi úr getu heimsins til að tryggja milljörðum manna vatn, mat og öryggi. Á meðal niðurstaðna skýrslunnar er að hætta sé á að nytjastofnar fisks í Kyrrahafinu við Asíu eigi eftir að hrynja fyrir miðja öldina og að ferskvatnsbirgðir í Ameríkunum tveimur hafi dregist saman um helming frá 1950. Þá kemur fram að 42% dýrategunda á landi í Evrópu hafi hnignað síðasta áratuginn, að því er segir í frétt The Guardian. Helstu orsakir hnignunar líffræðilegs fjölbreytileika er tap búsvæða dýrategunda og plantna, aðkomutegundir, eituefnanotkun og loftslagsbreytingar sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Hratt hefur verið gengir á skóga, sléttur og votlendi, meðal annars til að breyta þeim í ræktarland um allan heim og með þeim hverfa dýrategundir. Á sumum svæðum ógnar tap fjölbreytileika lífríksins þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um að sjá jarðarbúum fyrir mat, vatni, klæðum og húsnæði. Þá veiki það náttúrulega varnir gegn náttúruhamförum sem verða algengari í hlýnandi heimi. „Við verðum að grípa til aðgerða til þess að stöðva og snúa við ósjálfærri nýtingu á náttúrunni eða hætta annars ekki aðeins framtíðinni sem við viljum heldur einnig núverandi lífsháttum okkar,“ segir Robert Watson, formaður alþjóðlegrar vísindaráðgjafarnefndar um líffræðilegan fjölbreytileika sem tók skýrsluna saman. Alls tók 550 sérfræðingar frá fleiri en hundrað löndum þátt í gerð skýrslunnar. Hún var þrjú ár í smíðum. Hvetja skýrsluhöfundur meðal annars til þess að ríki heims hætti niðurgreiðslum til landbúnaðar og orkuframleiðslu sem stuðli að ósjálfbærri framleiðslu. Almenningur þyrfti að tileinka sér vistvænna mataræði, með minna af rauðu kjöti og meira af kjúklingi og grænmeti, og draga úr sóun sinni á mat, vatni og orku.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira