Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2018 09:56 Uber stöðvaði tilraunir með sjálfkeyrandi bíla í Norður-Ameríku eftir banaslysið. Vísir/AFP Farveitan Uber fækkaði skynjurum sem greina hindranir á veginum þegar fyrirtækið skipti um sjálfkeyrandi bíla árið 2016. Sjálfkeyrandi bílar Uber höfðu eftir það fleiri blindbletti en keppinautarnir og fyrri útgáfur fyrirtækisins sjálfs. Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú banaslys þar sem sjálfkeyrandi bíll Uber ók á gangandi konu.Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir fimm fyrrverandi starfsmönnum Uber og sérfræðingum í sjálfkeyrandi bílum. Bíllinn sem ók á 49 ára gamla konu í borginni Tempe í Arizona í síðustu viku var aðeins með einn leysinema á þakinu. Á fyrri útgáfum sjálfkeyrnadi bíla fyrirtækisins voru sjö slíkir nemar. Til samanburður eru sex leysinemar á sjálfkeyrandi bílum Waymo og fimm á bílum General Motors. Fækkun nemanna veldur því að bílarnir greina ekki gangandi vegfarendur fyllilega, að sögn fyrrverandi starfsmanna Uber. Nemarnir frá fyrirtækinu Velodyne greina hluti 360 gráður í kringum sig en hafa hins vegar takmarkað lóðrétt sjónsvið. Því sjá þeir illa fyrirbæri sem standa lágt. Forsvarsmenn Velodyne hafa þegar sagt að þeir séu gáttaðir á banaslysinu í Tempe. Slysið átti sér stað í myrkri en það á ekki að vera nein hindrun fyrir geislana. Þá hefur komið fram að tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla hafi ekki gengið sem skyldi. Mannlegir ökumenn þyrftu að grípa inn í á aðeins um tuttugu kílómetra fresti á meðan sumir samkeppnisaðilar kæmust um 9.000 kílómetra án inngripa manna. Uber svaraði ekki spurningum Reuters og vísaði þess í stað á Velodyne. Framleiðandinn viðurkennir að nemi á þaki sé með blindblett um það þrjá metra í kringum bílinn. Velodyne segir að nemarnir þurfi að vera fleiri. Tækni Tengdar fréttir Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Farveitan Uber fækkaði skynjurum sem greina hindranir á veginum þegar fyrirtækið skipti um sjálfkeyrandi bíla árið 2016. Sjálfkeyrandi bílar Uber höfðu eftir það fleiri blindbletti en keppinautarnir og fyrri útgáfur fyrirtækisins sjálfs. Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú banaslys þar sem sjálfkeyrandi bíll Uber ók á gangandi konu.Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir fimm fyrrverandi starfsmönnum Uber og sérfræðingum í sjálfkeyrandi bílum. Bíllinn sem ók á 49 ára gamla konu í borginni Tempe í Arizona í síðustu viku var aðeins með einn leysinema á þakinu. Á fyrri útgáfum sjálfkeyrnadi bíla fyrirtækisins voru sjö slíkir nemar. Til samanburður eru sex leysinemar á sjálfkeyrandi bílum Waymo og fimm á bílum General Motors. Fækkun nemanna veldur því að bílarnir greina ekki gangandi vegfarendur fyllilega, að sögn fyrrverandi starfsmanna Uber. Nemarnir frá fyrirtækinu Velodyne greina hluti 360 gráður í kringum sig en hafa hins vegar takmarkað lóðrétt sjónsvið. Því sjá þeir illa fyrirbæri sem standa lágt. Forsvarsmenn Velodyne hafa þegar sagt að þeir séu gáttaðir á banaslysinu í Tempe. Slysið átti sér stað í myrkri en það á ekki að vera nein hindrun fyrir geislana. Þá hefur komið fram að tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla hafi ekki gengið sem skyldi. Mannlegir ökumenn þyrftu að grípa inn í á aðeins um tuttugu kílómetra fresti á meðan sumir samkeppnisaðilar kæmust um 9.000 kílómetra án inngripa manna. Uber svaraði ekki spurningum Reuters og vísaði þess í stað á Velodyne. Framleiðandinn viðurkennir að nemi á þaki sé með blindblett um það þrjá metra í kringum bílinn. Velodyne segir að nemarnir þurfi að vera fleiri.
Tækni Tengdar fréttir Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25
Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39
Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51